Miklu máli skiptir að líða vel í vinnunni og er það
ekki sjálfgefið. Við starfsfólk VERKVISTAR teljum okkur svo sannarlega heppin hvort með annað.
Við deilum ástríðu fyrir umhverfinu og því sem við vinnum við og ekki skemmir fyrir hvað starfsmannafélagið FÉLAGSvist er öflugt.
Frá því að fyrirtækið var stofnað þann 1. mars sl. er óhætt að segja að margt hafi gerst. Við erum orðin 13 talsins, erum flutt í frábæra aðstöðu á Hallgerðargötu 13 og höfum átt í samstarfi við frábæra samstarfsfélaga og viðskiptavini.
Þjónustuleiðum okkar fjölgar með hverju fagfólkinu sem við fáum inn í teymið okkar og félagslífið eflist.
Verkefnin eru af ólíkum toga en þau tengjast öll heilnæmi bygginga: innivist, vistvottun, byggingartæknifræði, loftgæðum, sjálfbærni, rakaöryggi og forvörnum.
Samhliða því að vinna saman að krefjandi verkefnum höfum við haft það að leiðarljósi að vera þétt teymi sem hjálpast að. Þannig náum við oft að leysa flókin mál saman. Hjá okkur skipar fjölskyldan stóran sess og við elskum að gleðjast saman. Margt skemmtilegt hefur verið gert á þó þessum stutta tíma og má þá m.a. nefna: pílu, pool, sýningar, innflutningsboð, jólahlaðborð, bingó, pubquiz, jólaföndur, Áramótaskop og svo margt annað.
Hér er ekki hægt að sleppa því að tala um MATARvistina en við höfum skipst á að velja og panta saman mat í hádeginu á föstudögum og fara yfir málin.
Svo svarið við spurningunni hér að ofan er risa stórt JÁ… það eru forréttindi að vinna með góðu fólki. Hjálpsemi, góðlátlegt grín eða gott klapp á bakið getur breytt deginum.
Starfsfólkið þakkar fyrir árið, stjórnendum, samstarfsfélögum og viðskiptavinum. Við hlökkum til ársins 2025 og nýrra ævintýra.
F. H starfsmannafélags VERKVISTAR,
FÉLAGSvist
Commentaires