top of page

Fjölbreytt verkefni

VERKVIST sinnir fjölbreyttum og spennandi verkefnum sem tengjast innivist og sjálfbærni í byggðu umhverfi. Með yfir 20 ára reynslu í rannsóknum og ráðgjöf vegna rakavandamála og myglu, erum við vel í stakk búin til að fyrirbyggja og minnka tíðni rakavandamála.


Við leggjum áherslu á að nýta þekkingu okkar í verkefnin og miðla áfram með námskeiðum og greinaskrifum.


Við trúum því að umhverfismál séu heilbrigðismál. Sjálfbærni og vistvæni í byggingariðnaði er lykilatriði til að tryggja heilsu og vellíðan notenda bygginga, auk þess að huga að endingu og virkni byggingarefna.


Verkefni okkar við Svansvottun endurspegla þessa sýn, þar sem þverfagleg þekking okkar er nýtt í umhverfisgreiningar, ástandsskoðun og mat á rakaástandi, auk lífsferilsgreininga og orkunýtingar.


Samvinna og samtal milli ólíkra hagaðila er lykillinn að framförum í byggingariðnaði.


Við metum þekkingu annarra mikils og leggjum áherslu á stöðugt nám og miðlun þekkingar. Með nýjum áskorunum sem fylgja breyttu umhverfi, veðurfari og kröfum er mikilvægt að læra af öðrum og deila þekkingu og reynslu til að bæta og þróa starfsemi og ráðgjöf.


Við lærum eins lengi og við lifum.


Hér eru nokkur dæmi um verkefnin okkar

Frá vinstri: Alma, Böðvar, Arnar, Íris, Hlynur, Árna, Hulda, Sylgja (vantar Ævar, Klöru og Vincent á myndina)


Comments


bottom of page