top of page

Hornsteinn í heimsókn til VERKVISTAR

Í síðustu viku fengum við til okkar sérfræðinga frá Hornsteini þar sem Sigríður Ósk Bjarnadóttir eða Sirrý, framkvæmdastjóri umhverfis- og gæðamála, hélt kynningu fyrir starfsfólk VERKVISTAR um starfsemi og sérþekkingu fyrirtækisins. Með henni í för voru samstarfskonur hennar þær Anna Bára og Sóley.



Hornsteinn er móðurfélag þriggja dótturfélaga: BM Vallár, Sementsverksmiðjunnar og Björgunar, sem öll eiga sér rótgróna sögu á Íslandi.


Hornsteinn og VERKVIST eiga það sameiginlegt að byggja starfsemi sína á heilindum í íslenskum byggingariðnaði, þar sem gæðakröfur til endingar byggingarefna og þjónustuvitund skipta höfuðmáli.


Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda eru okkur hjartans mál, og við leitum stöðugt leiða til að hafa jákvæðari áhrif á umhverfið, bæði til skemmri og lengri tíma.


Sirrý var með mjög góða fræðslu varðandi steypu og framleiðsluferlið hjá samsteypunni. Á fundinum var rætt um leiðir til að minnka kolefnisspor í byggingariðnaði, losun byggingarefna, LCA-greiningar, EPD-blöð, vistvæna steypu, efnakvörðun og margt fleira.


Það er dýrmætt að deila þekkingu og reynslu með öðrum. Við þökkum starfsfólki Hornsteins kærlega fyrir komuna og hlökkum til að miðla þekkingu okkar áfram til iðnaðarins.


Svo lengi lærir sem lifir...


Comments


Viltu fylgjast með ?

Takk fyrir skráninguna

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn
verkvist

Kt.  550916 - 0960

Hallgerðargata 13

 105 Reykjavík

© 2024 VERKVIST

bottom of page