top of page

Hver ber ábyrgð þegar rakavarnir og rakaöryggi er ábótavant í byggingum?

“Innivist og loftgæði eru lykilatriði í hönnun, framkvæmd og notkun bygginga. Ekki aðeins fyrir heilsu og vellíðan, heldur einnig til að auka framlegð, hæfni og frammistöðu notenda.”, segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og lýðheilsufræðingur í erindi sínu um Rakaöryggi á Bransadögum Iðu fræðsluseturs sem hófust í dag.

Farið var yfir aðferðarfræði sem tryggir og takmarkar rakaskemmdir og rakavandamál í byggingum, allt frá hönnun og framkvæmd að notkun mannvirkja. Hvað gerum við þegar upp koma frávik og hvernig lærum við af mistökum?


Sérfræðingar VERKVISTAR í innivist & byggingatækni, þeir Hlynur Júlíusson og Arnar Þór Sævarsson, fóru yfir hvernig við notum slagregnsprófanir til að prófa glugga fyrir íslenskt veðurfar og endanlegan frágang. 


Endað var á líflegum umræðum um gildi þess að byggja yfir þegar við á, skráningu og rakningu gagna, virði rakavarnarfulltrúa og vottanna.


VERKVIST veitir sérfræðiráðgjöf til hönnuða, arkitekta, byggingarverktaka, húseigenda og notenda varðandi innivist, vistvottun, orkunýtingu, loftgæði og rakaástand.


Nánari upplýsingar: verkvist@verkvist.is




Comments


bottom of page