„Við erum mjög lukkuleg að hafa fengið til liðs við okkur Orku- og efnaverkfræðinginn Jóhannes Ólafsson en hann hóf störf hjá VERKVIST í október.
Jóhannes Ólafsson er með bakgrunn í landbúnaði og byggingariðnaði. Hann er með háskólamenntun á sviði raunvísinda, reynslu af húsasmíði, akademískum vinnubrögðum og að vinna út frá verkfræðilegu sjónarhorni.
Jóhannes útskrifaðist með B.Sc. gráðu í Efnaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2020. Hann lauk einnig mastersgráðu í Sjálfbærri Orkuverkfræði frá HR árið 2023 með áherslu á nýtingu jarðvarma. Áður hafði hann lokið sveinsprófi í Húsasmíði frá Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Jóhannes hóf störf hjá VERKVIST í október en af fyrri störfum hefur hann öðlast reynslu af sjálbærni bókhaldi (ESG), umsóknarferli fyrir Svansvottun m.a. metangass og umhverfisstefnu fyrirtækja. Hann hefur einnig komið að ýmsum verkefnum tengdum landbúnaði fyrir sveitarfélög, gæðamálum, innleiðingu hringrásarhagkefis á höfuðborgarsvæðinu o.fl.
Sérstaða Jóhannesar hjá VERKVIST verður sýnataka á menguðum jarðvegi, efnum, orkumálum og vottunum. Hann kemur til með að starfa þvert á sviðin okkar tengdum umhverfi og sjálfbærni, byggingartækni, innivist og áhrifa umhverfisins á heilnæmi manna og dýra, segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir. Við erum gríðarlega ánægð með af fá Jóhannes inn í þétt teymi sérfræðinga okkar og munum við kynna nýja þjónustu á næstu dögum því tengdu. Jóhannes er 14 starfsmaður okkar síðan fyrirtækið var stofnað í mars 2024.
Nánar má lesa um Jóhannes Ólafsson og verkefni á vefsíðu okkar.
Myndatexti: Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, Hlynur Júlíusson, Hulda Einarsdóttir, Jóhannes Ólafsson og Vincent E. Hluti af teyminu fönguðu Jóhannes á eina mynd á nýju skrifstofunni á Hallgerðargötu 13, 5 hæð.
Comments