top of page

Rakaöryggi bygginga - Bransadagar 2024 IÐAN

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir er líffræðingur,  stofnandi og eigandi VERKVISTAR sem veitir sérfræðiráðgjöf til hönnuða, arkitekta, byggingarverktaka, húseigenda og notenda varðandi innivist, vistvottun, orkunýtingu, loftgæði og rakaástand.


Hún fjallar um rakaöryggi bygginga sem við hönnun og framkvæmd felur í sér að takmarka skemmdir og afleiðingar raka.  Ef rakaástand fer út fyrir öryggismörk raka geta afleiðingar komið fram eins og fúi í timbri eða trjákenndum efnum, örveru- og mygluvöxtur, aukin útgufun frá byggingarefnum og aukin varmaleiðni í einangrandi byggingarefnum. Einnig geta komið fram frostskemmdir, tæring málma, úrfellingar eða hreyfingar á byggingarefnum. Síðast en ekki síst hefur óeðlilegt rakaástand bygginga áhrif á loftgæði.

Nánari upplýsingar og skráningu má finna á síðu Iðunnar:



 
 
 

Comments


Commenting on this post isn't available anymore. Contact the site owner for more info.

Viltu fylgjast með ?

Takk fyrir skráninguna

Festa
Grænni byggð
verkvist

Kt.  550916 - 0960

Hallgerðargata 13

 105 Reykjavík

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn

© 2025 VERKVIST

bottom of page