VERKVIST leiðir Svansvottun á Orkureitnum
- Sylgja D. Sigurjónsdóttir
- Mar 28
- 2 min read

VERKVIST leiðir Svansvottun á Orkureitnum. Vottunarferlið tekur mið af nýjasta staðli Svansins, sem er fjórða útgáfa.
Eiginleikar og áherslur í Svansvottun á Orkureitnum
Dagsbirtuútreikningar: Lausnir sem tryggja nægilegt magn dagsbirtu. stækka og færa til glugga til að hámarka náttúrulega ljósvist. Þessar breytingar tryggja ekki aðeins fullnægjandi dagsbirtu sem eykur vellíðan íbúa heldur stuðla þær einnig að orkusparnaði.
Loftgæði: Allar íbúðir á Orkureitnum eru búnar loftræsingu með varmaendurvinnslu. Efnisval tekur mið af kröfum Svansins varðandi útgufun efna og efnainnihald. Þessir þættir tryggja betri innivist og loftgæði.
Rakaöryggi: Sérfræðingar VERKVISTAR leggja áherslu á rakaöryggiseftirlit. Kröfur Svansvottunar í rakaforvörnum tryggja að fylgst er með uppbyggingu og framkvæmd samkvæmt rakaöryggisáætlun verkefnisins.
Efnisval: Í Svansvottun er lögð áhersla á val á umhverfisvænum efnum sem innihalda ekki eitruð eða skaðleg efni fyrir vistkerfi eða inniloft.
Orkusparnaður: Í hönnunarferlinu er lögð áhersla á orkusparandi aðgerðir og lausnir sem skila sér í langtíma orkusparnaði sem er umfram það sem reglugerð kveður á um. Betri einangrun, vandaðri gluggar og lýsingarhönnun eru dæmi um orkusparandi aðgerðir.
Loftræsikerfi með varmaendurvinnslu: Til að bæta enn frekar loftgæði innan íbúða og spara um leið bæði orku og halda niðri kostnaði við upphitun, er ferskt og kalt loft dregið inn í bygginguna og hitað með lofti sem skilað er til baka. Þessi varmaskipti leiða af sér lægri upphitunarkostnað.
Líffræðilegur fjölbreytileiki: Líffræðilegur fjölbreytileiki gegnir lykilhlutverki í að viðhalda virkni og jafnvægi vistkerfa. Hann styður við vistkerfi og ferla, eins og frjóvgun plantna, vatnshreinsun, jarðvegsmyndun, vatnsmiðlun og kolefnisbindingu, auk þess að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og styðja við sjálfbærni.
Ávinningur af Svansvottun fyrir íbúðareigendur:
Markmiðið með Svansvottun á Orkureitnum er að efla sjálfbærni við hönnun og skipulag og þannig draga úr umhverfisáhrifum og minnka þörf á viðhaldi.
Þeir sem eiga eða búa í Svansvottaðri íbúð mega búast við því að loftgæðin séu betri, rakaöryggið sé meira og efnisvalið sé heilnæmt og vistvænt.
Eftirlit er haft með rakaöryggi í framkvæmd, raki mældur í byggingarefnum á byggingartíma og áður en gólfefni eru lögð. Gluggar eru prófaðir fyrir slagregni og hvernig þeir standast veðurálag.
Einnig hefur farið fram greining á orkunýtingu og dagsbirtu. Loftskipti eru tryggð með loftræsikerfi fyrir hverja íbúð og varmaendurvinnsla tryggir orkusparnað.
VERKVIST hefur viðamikla reynslu af því að aðstoða og veita ráðgjöf vegna Svansvottunar til m.a. hönnuða, verktaka, stofnanna og sveitarfélaga. VERKVIST hefur komið að Svansvottun á öllum stigum í byggingaferlinu, allt frá gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlana, aðstoða hönnuði í hönnunaferlinu ástamt ráðgjöf, eftirliti og aðstoð á framkvæmdatíma.
Einnig veitum við ráðgjöf og þjónustu við eftirfarandi:
- Rakaöryggisráðgjöf og eftirliti
- Lífsferilsgreiningum LCA
- Orkuútreikningum
- Dagsbirtugreiningum
- Ráðgjöf við efnisval
-Slagregnsprófun
-Loftþéttleikamælingar
-Rakamælingar
-Byggingareðlisfræðilega rýni
Við í VERKVIST teljum að sjálfbærni og heilnæmi þurfi að vera samverkandi við hönnun og framkvæmd í nýbyggingum. Mikilvægt er að byggingar endist, að þær hafi sem minnst áhrif á umhverfið
auk þess að stuðla að heilsu og vellíðan íbúa.
Svansvottun er góð leið til þess að tryggja að svo sé.
Comments