Sjálfbærni, innivist, byggingareðlisfræði, orkuútreikningar
VERKVIST leitar eftir kröftugu og metnaðarfullu fagfólki til framtíðarstarfa.
Hefur þú áhuga á að taka þátt í að byggja upp einstaka verkfræðistofu og sérhæfast í sjálfbærni, vistvæni, orkuútreikningum, vistvottunum, rakaöryggi, innivist og heilnæmum byggingum.
Leitað er eftir fagfólki á sviðum byggingarfræði, arkitektúr, byggingartæknifræði, verkfræði. sjálfbærni, vistvæni, líffræði, innivist, húsasmíði eða heilnæmi bygginga.
Helstu verkefni og ábyrgð
Orkunýting bygginga, orkuútreikningar, vottunarkerfi og sjálfbærni.
Byggingareðlisfræði, byggingatækni og ástandsúttektir.
Rakaöryggi, eftirlit og ráðgjöf.
Verkefnastjórnun og eftirlit með nýframkvæmdum og endurbótum.
Menntunar- og hæfniskröfur
Verkfræði, tæknifræði, byggingafræði, líffræði, iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla, þekking eða áhugi á einhverju af eftirfarandi er æskileg en ekki skilyrði; hönnun, húsasmíði, ástandsskoðun, rakaskimun, rakamælingum, sýnatökum, loftþéttleikamælingum, eftirliti eða verkefnastjórn með framkvæmdum og endurbótum, innivist, rakaöryggi, loftgæðum, loftskiptum, umhverfisvottunum eða orkunotkun mannvirkja.
Fríðindi í starfi
Sveigjanlegur vinnutími, fjarvinna í boði, heilsustyrkur, skemmtilegt starfsumhverfi og nýtt skrifstofuhúsnæði með frábæru útsýni og góðri innivist. FélagsVIST er starfsmannafélagið okkar.
Hæfni
Frumkvæði.
Sjálfstæð vinnubrögð.
Góð samskiptafærni.
Metnaður í starfi
Framsetning á gögnum
Gott skipulag
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í því að móta framtíðina með okkur og leggja þitt af mörkum í átt að betri innivist, vistvænum byggingum og auknum gæðum mannvirkja, hvort sem er á hönnunarstigi, við nýframkvæmdir eða endurbætur, þá hvetjum við þig til að sækja um eða hafa samband.
Umsóknir ásamt kynninngarbréfi sendist á:
Comments