Profile
About
Sylgja Dögg er einn af stofnendum og eigendum VERKVISTAR en hún er með B.Sc. í líffræði með landfræði sem aukafag. Hún hefur einnig lokið viðbótardiplómu og lýkur brátt meistaragráðu í lýðheilsuvísindum MPH (Public/Global health) frá læknadeild HÍ .
Sylgja Dögg hefur starfað í byggingariðnaði frá árinu 2006 þar sem hún hefur aflað sér fjölbreyttrar reynslu og þekkingar við sérfræðiráðgjöf, kennslu, mælingar og rannsóknir á byggingum vegna rakavandamála, rakaflæðis, innivistar, efnisvals, heilnæmis, vistvottana og loftgæða um árabil.
Sylgja Dögg er stofnandi frumkvöðlafyrirtækisins „Hús og heilsa” sem stofnað var árið 2006 og var forsprakki húsaskoðanna á Íslandi með rakaöryggi og úttektir að leiðarljósi. Hún starfaði sem fagstjóri hjá EFLU verkfræðistofu á sviði bygginga frá árinu 2015-2023.
Helstu verkefni hennar síðastliðin ár hafa verið við: verkefnastjórnun, þróun nýrrar þjónustu í byggingareðlisfræði, uppbyggingu innivistardeildar, uppsetningu rannsóknarstofu vegna myglugreininga, stuðningur við þróun, verkefnum í innivist, viðhaldsaðgerðum og úttektum.
Sylgja hefur einnig komið að skipulagningu fjölda viðburða og ráðstefna tengdum málefninu. Hún hefur verið virkur fyrirlesari, unnið að framsetningu gagna, áhættumati, gæðastjórnun, gerð verkferla og kennslu víðs vegar fyrir fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög, einstaklinga og umhverfisveika.
Megin áherslur Sylgju Daggar hjá VERKVIST eru á alla þætti sem tengjast heilnæmri innivist, rannsóknum, vísindum, fræðslu, fyrirlestrum, ráðgjöf, loftgæðum og fleira. Sylgja stýrir sviði Innivistar & lýðheilsu ásamt því að vera einn af tveimur framkvæmdastjórum VERKVISTAR.