Profile
About
Íris Magnúsdóttir stundaði nám í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá HA, HÍ og EHÍ. Hún er einnig viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur og hefur stundað fjölbreytt nám við margmiðlun, grafíska hönnun og vefhönnun.
Íris hefur 25 ára reynslu og þekkingu í markaðsmálum, stafrænni vegferð, vefumsýslu, upplýsingatækni og viðburðarstjórnun m.a. hjá Samskip, Wise, Advania o.fl.
Íris hefur brennandi áhuga á umhverfisþáttum og hvernig nærumhverfi okkar hefur áhrif á heilsuna. Hún hefur upplifað á eigin skinni að missa heilsuna vegna umhverfisþátta: myglu, rafsegulsmengunar og MCS fjölefnaóþols og á þeirri vegferð kynnt sér fjölmargt sem snýr að því að vanda valið á öllum sviðum er við kemur innivist, efnum í umhverfinu, VOC, snyrtivörum, loftgæðum og fleira gagnlegt.
Hún er einn af stofnendum GRÓ (heitir nú SUM - Samtök umhverfisveikra) og Facebooks hópsins Þolendur myglusvepps á sínum tíma sem telur nú yfir 5000 meðlimi. Hún hefur því mikla þekkingu á málefnum umhverfisveikra og innivistar allt frá árinu 2011.Hlutverk Írisar hjá VERKVIST snúa að stafrænum miðlum, fræðslu, kynningar- og markaðsmálum og vinnur hún þvert á sviðin sem stoðdeild: Innivist, Umhverfi- og sjálfbærni og Byggingartæknifræðisvið VERKVISTAR.