Um námskeiðið
Námskeiðið fjallar um mikilvægi innivistar og loftgæða í byggingum og er sérsniðið að þeim sem kljást við umhverfisveikindi. Á námskeiðinu, INNIVIST: Byggingar & umhverfi I, sem er 2 klst., fer Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur, lýðheilsufræðingur og sérfræðingur í innivist, yfir áhrif og afleiðingar umhverfisins á heilsuna, viðveru í óheilnæmum byggingum og mengunar af ýmsu tagi. Fjallað er um umhverfisveikindi og er markmiðið að þátttakendur öðlist betri innsýn í þá þætti sem hægt er að hafa áhrif á í daglegu lífi til að bæta heilsuna og lífsgæðin. Fróðleikur og upplýsingar um áhrifaþætti geta gefið þátttakendum öflug verkfæri til að takast betur á við daglegt líf og starf. Á námskeiðinu er farið yfir: Grunnatriði innivistar: - Hvað er innivist? - Hvernig getur hún haft áhrif á heilsu og vellíðan? Loftgæði - Hvaða þættir hafa áhrif á loftgæði og hvernig geta þau haft áhrif á heilsu, bæði á heimilum og vinnustað? - Raki og loftræsting. - Efnin í umhverfinu, val og áhrif þess á heilsu. Heilsufarsleg áhrif: - Tengsl milli slæmra loftgæða og heilsufarsvandamála. Úrbætur: - Hagnýt ráð til að bæta loftgæði og innivist í byggingum, ásamt nýjustu rannsóknum og tækninýjungum. Námskeiðið er sem fyrr segir ætlað þeim sem hafa búið við eða starfað í rakaskemmdu húsnæði til að auka skilning sinn á mikilvægi heilnæmra loftgæða og úrbóta.