top of page

Vistvottun

Solar Panels
Solar Panels

Orkunýting

Mikilvægt er að huga vel að orkunýtingu bygginga strax á hönnunarstigi, bæði í nýbyggingum og endurbótum,  en þannig næst að hámarka orkusparnað.

 

VERKVIST leggur áherslu á ráðgjöf þar sem hönnun bygginga og samspil tæknikerfa er metin strax á fyrstu stigum. Þannig er hægt að tryggja hagkvæma byggingu með minna kolefnisfótspor en um leið bestu innivistina.

Screenshot 2024-01-21 144001.png

Vistvottun bygginga

Áhersla er lögð á vistvænar lausnir og sjálfbærar byggingar þar sem sérstaklega er hugað að heilsu og vellíðan notenda, um leið  og dregið er úr neikvæðum áhrifum á umhverfið yfir líftíma bygginga.  VERKVIST veitir ráðgjöf og annast verkefnastýringu við vistvottun bygginga meðal annars fyrir Svansvottun og BREEAM-vottun á nýbyggingum, endurbótum og í rekstri.

Svansvottun bygginga er lykilatriði þegar kemur að því að  stuðla að sjálfbærni og nýsköpun í byggingariðnaðinum á meðan samfélagið nýtur góðs af minni umhverfisáhrifum, bættri heilsu og vellíðan. Svansvottun er því mikilvæg fyrir framtíð sjálfbærrar þróunar.

Separating Waste

Endurnýting og endurvinnsla

Vottunarkerfi í byggingariðnaði leggja áherslu á umhverfisvæna nálgun. Mikilvægi endurnotkunar og skilvirkrar úrgangslosunar er einnig í forgrunni til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.

 

Vistvottun stuðlar að minni losun skaðlegra efna, dregur úr hnattrænni hlýnun og verndar heilsu bæði notenda og byggingaraðila.  Með því að innleiða endurnýtingu og ábyrga meðhöndlun úrgangs frá upphafi, er stuðlað að vistvænna byggingarferli og minna umhverfisfótspori.

Viltu fylgjast með ?

Takk fyrir skráninguna

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn
verkvist

Kt.  550916 - 0960

Hallgerðargata 13

 105 Reykjavík

© 2024 VERKVIST

bottom of page