

Heiðdís Tinna Guðmundsdóttir
Innivist & byggingatækni
Sérfræðikunnátta/menntun:
Byggingatæknifræðingur
-
Innivist
-
Byggingatækni
-
Endurbætur & viðhald
Um Heiðdísi
Heiðdís Tinna Guðmundsdóttir er byggingartæknifræðingur með B.Sc. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
Heiðdís hefur fjölbreytta starfsreynslu og hefur meðal annars komið að úttektarvinnu, móttöku- og þjónustustörfum. Sú reynsla hefur mótað hana sem lausnamiðaðan, skipulagðan og ábyrgðarfullan starfskraft með sterka samskiptahæfni. Hún er vön því að vinna bæði sjálfstætt og í teymi og tekst vel á við krefjandi verkefni.
Samhliða námi hefur Heiðdís byggt upp góða tæknilega færni og hefur reynslu af helstu hugbúnaðarlausnum á sviði byggingartækni, þar á meðal Revit, AutoCAD, Civil 3D, SAP2000 og Matlab. Hún leggur áherslu á vönduð vinnubrögð, greiningu og heildstæða nálgun á byggingar og mannvirki.
Hjá VERKVIST starfar Heiðdís að verkefnum tengdum byggingartæknifræði, viðhaldi og endurbótum mannvirkja, innivist, orkunýtingu og tæknilegri greiningu. Sérstakir styrkleikar hennar liggja í nákvæmni, faglegri hugsun og áhuga á heilnæmum og sjálfbærum byggingum.
Reynsla & verkefni
2024-
2024-2024
VERKVIST:
Innivist & byggingatækni
Efla starfsmaður í móttöku
2023
2018-2019
Sólhús
Úttektarvinna & bókhald
2023-2024
Eir
Starfsmaður í aðhlynningu
2020-2022
Ikea
Þjónustustarf
2021-2022
Salaskóli
Stuðningsfulltrúi
-
Innivist
-
Byggingatækni
-
Endurbætur og viðhald
-
Loftgæðamælingar
-
Sýnataka
-
Raki & mygla
-
Ástandsskoðanir
Um lokaverkefni Heiðdísar
Lokaverkefni Heiðdísar í HR fjallaði um forsendur endurbóta og viðhalds mannvirkja með tilliti til innivistar og orkunotkunar á Íslandi og var unnið sem hluti af alþjóðlega rannsóknarverkefninu RIAQ (Retrofit Indoor Air Quality), styrktu af Interreg Northern Periphery and Arctic (NPA) áætluninni.
Lokaverkefnið bar heitið „Forsendur endurbóta og viðhalds mannvirkja sem snerta innivist og orkunotkun á Íslandi“
Þar lagði Heiðdís áherslu á samspil orkunýtni, innivistar og inniloftgæða við endurbætur bygginga í köldu loftslagi. Verkefnið leggur mikilvægt framlag til þekkingar á viðhaldi og endurbótum mannvirkja og nýtist beint í faglegu starfi á sviði byggingartækni, innivistar og sjálfbærni.
Leiðbeinandi hennar í verkefninu var Sylga Dögg Sigurjónsdóttir




