Jóhannes Ólafsson
Sjálfbærni & byggingatækni
Sérfræðikunnátta/menntun:
-
Orkuverkfræðingur
-
Efnaverkfræðingur
-
Húsasmíði
Um Jóhannes
Jóhannes Ólafsson er með bakgrunn í landbúnaði og byggingariðnaði. Hann er með háskólamenntun á sviði raunvísinda, reynslu af akademískum vinnubrögðum og að vinna út frá verkfræðilegu sjónarhorni.
Jóhannes útskrifaðist með B.Sc. gráðu í Efnaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2020. Hann lauk einnig mastersgráðu í Sjálfbærri Orkuverkfræði frá HR árið 2023 með áherslu á nýtingu jarðvarma. Áður hafði hann lokið sveinsprófi í Húsasmíði frá Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Jóhannes hóf störf hjá VERKVIST í október en af fyrri störfum hefur hann öðlast reynslu af sjálbærni bókhaldi (ESG), umsóknarferli fyrir Svansvottun m.a. metangass og umhverfisstefnu fyrirtækja. Hann hefur einnig komið að ýmsum verkefnum tengdum landbúnaði fyrir sveitarfélög, gæðamálum, innleiðingu hringrásarhagkefis á höfuðborgarsvæðinu o.fl.
Sérstaða Jóhannesar hjá VERKVIST verður sýnataka á menguðum jarðvegi, efnum, orkumálum og vottunum. Hann kemur hins vegar til með að starfa á fleiri sviðum tengdum umhverfi og sjálfbærni, byggingartækni, innivist og áhrifa umhverfisins á heilnæmi manna og dýra.
Reynsla & verkefni
2024-
2022-2024
VERKVIST:
Orku- og efnaverkfræðingur
Sjálfbærni & byggingatækni
SORPA:
Orkuverkfræðingur
2021-2022
SORPA:
Sérfræðingur í gæðamálum
-
Sýnataka á menguðum jarðvegi og byggingarefnum
-
Vottanir (Svansvottun & BREAM)
-
Gæðamál
-
Sjálfbærni
-
Innivist, rakamælingar & ástandsskoðun
Námskeið
Jóhannes hefur sótt ýmis námskeið, ráðstefnur og fyrirlestra er málefnið varða s.s.:
- Raki og mygla í húsum 1, Iðan fræðslusetur (sept 2024)
- Raki og mygla í húsum 2, Iðan fræðslusetur (okt 2024)
- Sýnataka á menguðum jarðvegi, EUROFINS haldið á vegum Verkís og FUMÍS (okt 2024)
- Fjármál og rekstur fyrirtækja, Opni Háskólinn (jan 2024 - feb 2024)
- Ferla- og gæðastjórnun, Opni Háskólinn (sep 2022 - okt 2022)