top of page

Umhverfissérfræðingur til leigu

Kársnesskóli

​Umhverfissérfræðingur til leigu er sérfræðingur í teyminu sem styður söluteymi og tryggir faglega upplýsingagjöf gagnvart markaðnum.

Umhverfisvottanir bygginga eru orðnar lykilþáttur í flestum stærri byggingarverkefnum. Til að uppfylla kröfur vottunarkerfa á borð við BREEAM og Svansvottun þurfa byggingaraðilar að leggja fram rétt, samræmd og áreiðanleg gögn um þær byggingarvörur sem notaðar eru í verkefnum. Slík gögn koma að stórum hluta frá framleiðendum, innflytjendum og söluaðilum byggingarvara.

Í þessu samhengi gegna þeir aðilar sem selja og miðla byggingarvörum lykilhlutverki. Þeir þurfa að geta svarað skýrt og faglega:

  • hvernig vörur uppfylla viðmið vottunarkerfa,

  • hvaða forsendur liggja að baki mati,

  • og hvaða gögn styðja slíkar fullyrðingar.

Umhverfisvottunarkerfi bygginga gera auknar kröfur til upplýsinga um hvernig byggingarvörur falla að viðmiðum og hvaða gögnum þarf að skila inn. Ósamræmdar eða ófullnægjandi upplýsingar geta haft áhrif á samskipti við viðskiptavini, framgang verkefna og þátttöku í útboðum.

Með Umhverfissérfræðingi til leigu fá fyrirtæki aðgang að sérhæfðri umhverfisþekkingu sem starfar sem hluti af teyminu, án þess að uppfylla heilt stöðugildi. Þjónustan er faglegt bakland fyrir sölu- og markaðsteymi og styður fyrirtæki í samskiptum við hönnuði, verkkaupa og byggingaraðila með samræmdri og áreiðanlegri upplýsingagjöf.

 
 
Image by Maranda Vandergriff
Image by Sarah Elizabeth
Orkureiturinn

Hröð og fagleg viðbrögð

Þjónustan felur í sér faglega og hagnýta aðstoð við:

  • mat á því hvernig byggingarvörur uppfylla kröfur og viðmið vottunarkerfa á borð við BREEAM og Svansvottun,

  • greiningu á því hvaða viðmið eiga við hverju sinni,

  • skilgreiningu á þeim gögnum sem þarf að leggja fram til að sýna fram á samræmi.

  • aðstoð við skráningu á vörum í SCDP (Supply Chain Declaration Portal) Svansins.
     

Umhverfissérfræðingur til leigu styður söluteymi í daglegu starfi þegar fyrirspurnir berast frá viðskiptavinum. Í því felst meðal annars:

  • yfirferð á vörum og tilheyrandi gögnum,

  • trygging þess að rétt skjöl fylgi í samskiptum, svo sem EPD, tækniblöð og önnur gögn sem vottunarkerfi gera kröfu um,

  • stuðningur og svör við tæknilegum og umhverfislegum fyrirspurnum.
     

Þjónustan stuðlar að samræmdri, faglegri og áreiðanlegri upplýsingagjöf, dregur úr áhættu rangra fullyrðinga og léttir verulega á álagi innri teyma.

Verkefni verkvist

Fyrir hverja?

Umhverfissérfræðingur til leigu hentar sérstaklega:

  • framleiðendum byggingarvara,

  • innflytjendum og heildsölum byggingarvara,

  • söluaðilum byggingarvara,

  • fyrirtækjum sem þurfa reglulegan eða tímabundinn stuðning í umhverfis- og vottunarmálum.

Þjónustan er veitt eftir þörfum og aðlöguð að umfangi verkefna og fyrirspurna.
Umhverfissérfræðingur til leigu getur verið:

  • reglulegur bakhjarl fyrir söluteymi,

  • virkur hluti af teyminu á ákveðnu tímabili,

  • eða tímabundinn stuðningur í tengslum við nýjar vörur, breyttar kröfur eða aukið álag.
     

Fyrirtæki fá þannig innanhúss sérfræðing án ráðningar, með fyrirsjáanlegan kostnað og skýrt hlutverk og á lægri kostnaði en hefðbundin ráðgjöf í tímavinnu

Image by krakenimages
bottom of page