top of page

Heimili

Verðskrá

Innifalið í heimilisskoðun er rakaskimun á áhættusvæðum, meðfram útveggjum, í votrýmum, undir gluggum og framan við hurðir.  

Rakamælingar fara fram með yfirborðsrakamæli þar sem er kannað hvort að rakaástand byggingarefna gefi til kynna rakaskemmdir eða myglu. Þar sem raki mælist hækkaður með viðmiðunarmælingum er hætta á að örverur eins og mygla og bakteríur hafi náð að vaxa upp í byggingarefnum.  

Rakaskemmdir og mygla er falin í flestum tilfellum og er áskorun að finna. Rakaskimun þarf að fara fram áður en ákveðið er hvort þörf er á sýnatöku eða hvernig sýni er tekið.  Greining á sýnum fer fram á rannsóknarstofu og er ekki innifalið í grunngjaldi.

Grunngjald miðast við fyrstu klukkustund á staðnum. Venjuleg heimilisskoðun tekur venjulega 1 klukkustund en eftir fyrsta klukkutímann bætist við tímagjald.

 

VERÐSKRÁ 


 Þjónusta                                                   Verð m. vsk.


Heimilisskoðun, grunngjald              kr.    90.000 
Heimilisskoðun með skjali                 kr  140.000 
Tímagjald                                                    kr.    25.000 
Ráðgjöf/viðtal 1 klst.                            kr.    30.000 
DNA sýni                                                    kr.    50.000 
Efnissýni                                                     kr.    25.000 
Akstur höfuðborgarsv.                        kr.       5.000 

Akstur km gjald                                       kr.  170 kr/km


Innifalin er notkun eftirfarandi tækja; rakamælir, sýnatökubúnaður, ryksuga og hlífðarbúnaður.  

Loftgæðamælir, hitamyndavél, agnateljari og röramyndavél er ekki innifalið í verði.

Tímagjald miðast við dagvinnutíma en utan dagvinnu, eftir kl 17 bætist við 45% álag á tímagjald. 

Tilboð er gert fyrirfram í akstur og ferðir utan höfuðborgarsvæðisins.   

Önnur ráðgjöf eða þjónusta í tímavinnu: 
o    Ítarleg ráðgjöf
o    Verklýsingar
o    Eftirlit með framkv
æmdum
o    Kostnaðarmat
o    Útboðsgögn
o    Eftirfylgni

bottom of page