top of page
front_ice_1.png
image (7)_edited_edited.jpg

Helga María Adolfsdóttir

Byggingarfræðingur

Sérfræðikunnátta/menntun:

B.Sc., Byggingarfræði, UCL University College, Lillebælt, Odense, DK

  • Sjálfbærni í byggingariðnaði

  • Lífsferilsgreiningar (LCA)

  • Byggingareðlisfræði

  • Hringrásarhagkerfi

  • Umhverfisáhrif

  • Umhverfisvottanir

  • Endurnotkun á byggingarefnum

  • Tækniteiknun

Um Helgu Maríu

Helga María lærði byggingafræði í University College Lillebælt í Odense, Danmörk árið 2019. Í náminu lagði hún áherslu á sjálfbærni í byggingariðnaði og sérhæfði sig í lífsferilsgreiningum (LCA) á byggingum í lokaverkefni. Eftir námið hélt sú sérhæfing áfram í starfi í verkefnum tengdum umhverfisvottunum, lífsferilsgreiningum á byggingum, aðgengismálum og hringrásarlausnum.


Helga kemur til okkar fra COWI (áður Mannvit) þar sem hennar helstu verkefni fólust í lífsferilsgreiningum og verkefnum tengdum umhverfisvottunum (BREEAM og Svaninum) bæði á hönnunar-, skipulags- og framkvæmdarstigi. Þar áður hafði hún unnið hjá VSÓ Ráðgjöf, á arkitektúrstofum í Danmörku og þar áður sem tækniteiknari hjá Eflu fyrir brýr og vegi.

Helga María hefur því aflað sér víðtækrar reynslu og þekkingar bæði hérlendis og í Danmörku á sviði byggingariðnarins frá árinu 2019. Hún hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum á sviði byggingarfræðinnar, umhverfismála, sérfræðiráðgjöf, starfað við kennslu, vistvottanir og loftgæði um árabil.

 

Markmið hennar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga á öllum stigum lífsferils þeirra. Í því felst að lágmarka kolefnisspor, kostnað, orkunotkun byggingarinnar og hafa á heildstæðan hátt jákvæð áhrif á hönnun og framkvæmd bygginga sem og líftíma þeirra. – frá hönnun til niðurrifs.​​​​​

 

Megin áherslur Helgu Maríu hjá VERKVIST eru á allt sem tengist sjálfbærni, kolefnisspori, umhverfismálum á sviði byggingariðnarins , lífsferilsgreiningar, ráðgjöf, fræðslu o.fl. 

Reynsla & verkefni

2025-

2023-2025

VERKVIST - sjálfbærni, lífsferilsgreiningar & umhverfi

COWI (áður Mannvit) – Sérfræðingur í lífsferilgreiningum og sjálfbærni í byggingariðnaði

2019-2019

Rubow Arkitekter, CPH, DK – Starfsnám 1 önn, hluti af námi byggingafræði

2020-2023

VSÓ Ráðgjöf – Fjölbreytt ráðgjöf með áherslu á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi í byggingariðnaði

2017-2018

Johannesen Architects, teiknun og 3D prentun, hlutastarf með námi

2015-2016

Efla - Tækniteiknari á samgöngusviði, Brýr og vegir

Dæmi um ráðgjöf og þjónustu:

  • Lífsferilsgreiningar

  • Kolefnisspor

  • Vottanir (BREEAM og Svanurinn)

  • Sjálfsbærnisráðgjöf

  • Byggingareðlisfræði

  • Endurnýting byggingarefna

  • Hringrásarhagkerfi

  • Rakavarnareftirlit fyrir vistvottanir

Endurmenntun & ráðstefnur 

  • 2024    Loftþéttleikamælingar húsa, Iðan Fræðslusetur

  • 2024    Þök, rakaástand og mygla, Iðan Fræðslusetur

  • 2023    Frágangur á öndunardúkum, rakavarnarlögum og íhlutum (SIGA, Noregi)

  • 2022    Raki og mygla 1, 2 og 3, Iðan Fræðslusetur

  • 2022    Future of Construction symposium, Zurich

  • 2022    One Click LCA EPD Bootcamp 2022

  • 2022    Rakaöryggi bygginga, Iðan Fræðslusetur

  • 2022    Frágangur raka-, vind- og vatnsvarnarlaga með efnum frá SIGA

  • 2021    Circular Economy Sustainable Material Management (Online)

  • 2020    BREEAM International New Construction (Online)

Kennsla & fyrirlestrar 

  • 2023   Vistvæn hönnun og sjálfbærni – Háskóla Reykjavíkur.
    Kennsla á áfanganum Vistvæn hönnun og sjálfbærni sem er hluti af námi
    byggingafræðinga á 5.önn í Háskóla Reykjavíkur.

     

  • 2022    Lífsferilgreiningar – Iðan Fræðslusetur
    Námskeið um lífsferilgreiningar í byggingariðnaði, farið yfir hugmyndafræði og verkefni unnið í hugbúnaðinum One Click LCA (2022)

Fagráð

  • 2024   Hópstjóri starfshóps um samræmingu á aðferðarfræði fyrir lífsferilgreiningar á íslenskum byggingum. Innleiðing á LCA í byggingarreglugerð, leiðbeiningar og stoðgögn sem þarf til, hópurinn hefur haldið tvær opnar vinnustofur. Verkefnið var sprottið út frá aðgerðaráætlun Byggjum Grænni framtíð.

    Afrakstur vinnu: Lífsferilsgreiningar settar sem krafa á nýbyggingar frá september 2025 og HMS með skipulagt viðmót fyrir móttöku skilagagna.

bottom of page