Dagsbirta



Lýsing og birta
Lýsing og birtuskilyrði hafa mikil áhrif á hvernig við upplifum húsnæði. Dagsbirtan er besta lýsingin fyrir vellíðan og heilsu fólks, hún styður við heilbrigða dægursveiflu líkamans með réttu litrófi kvölds og morgna, auk þess að vera umhverfisvæn.
Rannsóknir hafa leitt í ljós margvíslegan ávinning þess að hafa vel dagslýst rými. Hann getur meðal annars falist í bættri vinnulýsingu, betri dægursveiflu, minnkaðri streitu, aukinni framleiðni á vinnustöðum og í skólum, lægri orkukostnaði, hærra húsnæðisverði og söluaukningu verslana.

Dagsbirta
Hægt er að meta hversu mikið náttúrulegt ljós fellur inn í byggingu með hjálp hermunarforrita og er það kallað dagsbirtuútreikningar. Útreikningarnir eru framkvæmdir samkvæmt staðli ÍST EN 17037 og miða að því að bæta lýsingargæði innandyra og orkusparnað. Svæði þar sem nægilegrar dagsbirtu gætir ekki eru svo lýst með raflýsingu.
Dagsbirtuútreikninga er hægt að framkvæma á öllum tegundum bygginga, hvort sem um er að ræða íbúðarhús, atvinnuhúsnæði eða opinberar stofnanir. Útreikningarnir eru sérstaklega mikilvægir í hönnunarferlinu til að tryggja að allar byggingar nýti sér sem best náttúrulegt ljós.



Dagsbirtuútreikningar & vistvottun
Dagsbirtuútreikningar eru lykilatriði í vottuðum byggingum eins og þeim sem fá Svansvottun eða BREEAM-vottun.
Þessar vottanir krefjast oft ákveðinna staðla varðandi orkunýtingu og umhverfisáhrif, þar með talið hvernig náttúrulegt ljós er nýtt til að hámarka orkusparnað og bæta innivist.