Það sem gefur alltaf bestu svörin er að byrja á að rakaskima og rakamæla. Þá er horft eftir bólgum í málningu, taumum, litabreytingum. þrútnun eða öðrum ummerkjum. Einnig eru skoðuð sérstaklega áhættusvæði og einnig þau svæði þar sem uppbygging er áhættusöm eða efnisval ekki alveg heppilegt miðað við aðstæður. Í framhaldi af því er ákveðið hvort þörf er á sýnatöku, byggingarefnissýni eða ryksýni sem fer í raðgreiningu ( DNA sýni). Sendið fyrirspurn á skodun@verkvist.is
02
Frá og með 1. september 2025 verður skylt að skila inn lífsferilsgreiningu bæði við umsókn um byggingarleyfi og við lokaúttekt fyrir byggingar í umfangsflokki 2 og 3.
VERKVIST er með sérfræðinga til aðstoðar við lífsferilsgreiningar og tekur að sér slíka þjónustu. Vinsamlega hafði samband við helgamaria@verkvist.is