

Vincent E. Merida
Sjálfbærni & umhverfi
Sérfræðikunnátta/menntun:
Umhverfis- og auðlindafræði, M.Sc.
-
Lífsferilsgreiningar (LCA)
-
Umhverfishagfræði
-
Umhverfisyfirlýsingar (EPD)
-
Sjálfbærni
Um Vincent
Vincent er með bakgrunn í hagfræði og lífsferilsgreiningum tengdum orkumálum, matvælakerfum og öðrum innviðum. Áætlað er að hann ljúki doktorsgráðu sinni vorið 2025.
Vincent lauk B.A. gráðu í viðskiptafræði, frá California State University of Fullerton, árið 2018. Eftir að hafa lokið námi í í hagfræði og frumkvöðlafræði hóf hann framhaldsnám með áherslu á umhverfishagfræði og lífsferilsgreiningar. Árið 2021 útskrifaðist hann með M.Sc. gráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands.
Ástríða hans fyrir sjálfbærni hófst í Kaliforníu þar sem hann starfaði í sólarorkuiðnaðinum og stofnaði umhverfisvæna garðyrkjuþjónustu.
Síðustu árin hefur hann verið í doktorsnámi í umhverfis- og auðlindafræði hjá Háskóla Íslands með áherslu á lífsferilsgreiningar. Samhliða doktorsnámi hefur Vincent einnig verið stundarkennari og fyrirlesari fyrir meistaranemendur í HÍ, birt ritrýndar greinar í ýmsum fagritum og haldið fjölda fyrirlestra á innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum. Þar með hefur hann öðlast verðmæta reynslu og þekkingu á sviði sjálfbærnireglugerða með áherslu á lífsferilsgreiningar, orku- og matvælakerfi.
Helstu áherslur Vincents hjá VERKVIST eru: lífferilsgreiningar (LCA), umhverfisyfirlýsingar (EPD), líftímakostnaðargreiningar, EU taxonomy, vottanir og allt sem tengist sjálfbærni.
Reynsla & verkefni
2024-
2021-2024
VERKVIST:
Sjálfbærni & umhverfi
Háskóli Íslands:
Rannsakandi & fyrirlesari
-
Líftímamat
-
Vottanir (Svansvottun og BREEAM)
-
Sjálfbærni
-
Umhverfisyfirlýsingar
2020-2021
Momentum Solar:
Sólarorkusérfræðingur & teymisstjóri
Námskeið
Vincent hefur sótt fjölmörg námskeið, ráðstefnur og fyrirlestra, þar á meðal:
• EPD course and generator hjá LCA.no (október, 2024)
• LCA Food Conference, Háskóli Barcelona, (september, 2024)
• One Click LCA Bootcamp, (mars 2024)
• Life Cycle Management Conference, Lille, Frakkland (september, 2023)
• Jarðvegslíf, jarðgerð og verðmætasköpun í lífrænni ræktun - Málþing Fagráðs í lífrænni landbúnaði, (mars 2023)