top of page
front_ice_1.png
Böðvar VERKVIST

Böðvar Bjarnason

Eigandi / stjórnarformaður

Sérfræðikunnátta/menntun:

Byggingatæknifræðingur & byggingaeðlisfræði

  • Innivist  

  • Byggingareðlisfræði

  • Byggingatækni

  • Viðhald

Um Böðvar

Böðvar Bjarnason hefur yfir 40 ára reynslu í byggingageiranum og hefur komið að fjölmörgum verkefnum tengdum mannvirkjagerð sem ráðgjafi, eftirlitsaðili, hönnuður og  framkvæmdaraðili.

Hann er menntaður húsasmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík, lauk meistararéttindum árið 1992 og  útskrifaðist sem tæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands / HR árið 1993.

 

Böðvar hefur um margra áratuga skeið unnið að verkefnum tengdum endurbótum, tillögum og viðhaldi bygginga, innivist, rakaöryggi, ástandsskoðunum og gallagreiningum fyrir ríki, sveitarfélög og einkaaðila.​

Hann hefur komið að mörgum verkefnum er tengjast framkvæmdum, vistvottunum, rakaöryggi, rakamælingum, slagveðurprófunum og loftþéttleikaprófunum.  

Böðvar hefur víðtæka þekkingu og  reynslu sem skilar sér inn í ráðgjöf fyrir endurbætur og viðhald bygginga, hvort sem eru atriði tengd hönnun, útfærslu eða framkvæmd.  Að sama skapi nýtist þessi víðtæka reynsla við hönnun eða ráðgjöf við nýbyggingar og nýframkvæmdir. 

Á sínum ferli hefur hann komið að margvíslegum og fjölbreyttum verkefnum, meðal annars unnið talsvert við endurbyggingar gamalla húsa, byggingu jarðgangna og brúa, sinnt gæðaeftirliti á steypuframleiðslu og malbiki auk þess að hanna burðarvirki fyrir skólabyggingar í Noregi.

Böðvar hefur komið að rekstri einingaverksmiðju, hannað gæðakerfi fyrir byggingastjóra og sinnt byggingastjórnun.

Hann hefur yfirgripsmikla reynslu af verkefnastýringu og hefur verkefnastýrt stórum verkefnum eins og uppbyggingu á VÖK  BATHS við Urriðavatn á Austurlandi og komið að nokkrum vegagerðar framkvæmdum svo eitthvað sé nefnt.

Böðvar er stjórnarformaður VERKVISTAR og  einn af þremur stofnendum og eigendum. Hann stýrir sviði tæknilegrar ráðgjafar og byggingareðlisfræði.

Reynsla & verkefni

2024 -

2013     2023

VERKVIST:

Stjórnarformaður

Innivist & byggingatækni
 

Efla verkfræðistofa:

Sérfræðingur  byggingatækni og innivist

VHE

Verkefnastjórnun og tæknistörf 

Malarvinnslan

Tæknifræðingur ,Gæðastjóri, Verkefnastjórnun , Byggingarstjóri og fl. 

Héraðsverk

Framkvæmdasjóri

Austur hérað

Byggingafulltrúi/bæjartæknifræðingur

2008     2012

2002     2008

2001     2002

1999     2001

  • Byggingareðlisfræði

  • Rakaöryggi bygginga

  • Ástandsmat, úttektir og gallagreiningar

  • Innivist og loftgæði 

  • Verkefnastjórnun

  • Umsjón og framkvæmdaeftirlit

  • Ráðgjöf 

1996     1999

Stormörken og Hamre as

Verkfræðistofa í Noregi

Námskeið, félagsstörf & fagráð

Böðvar hefur í gegnum tíðina tekið fjölmörg námskeið til endurmenntunar er varða byggingatækni, byggingaeðlisfræði, raka, myglu, loftun byggingahluta o.fl.

 

Betri byggingar fagráð,  formaður frá 2024 -
Dómkvaddur matsmaður frá 2023-

Ráðstefnur sem tengjast innivist á Íslandi; Betri byggingar
Ráðstefna varðandi Byggingareðlisfræði Danmörk 2023
Námskeið í Byggingareðlisfræði Joseph Lstiburek

bottom of page