

Íris Magnúsdóttir
Kynningarmál & fræðsla
Sérfræðikunnátta/menntun:
-
Kynningarmál & fræðsla
-
Umhverfisveikindi & ráðgjöf
-
Vefumsjón & stafræn þróun
Um Írisi
Íris Magnúsdóttir stundaði nám í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá HA, HÍ og EHÍ. Hún er einnig viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur og hefur stundað fjölbreytt nám við margmiðlun, grafíska hönnun og vefhönnun.
Íris hefur 25 ára reynslu og þekkingu í markaðsmálum, stafrænni vegferð, vefumsýslu, upplýsingatækni og viðburðarstjórnun m.a. hjá Samskip, Wise, Advania o.fl.
Íris hefur brennandi áhuga á umhverfisþáttum og hvernig nærumhverfi okkar hefur áhrif á heilsuna. Hún hefur upplifað á eigin skinni að missa heilsuna vegna umhverfisþátta: myglu, rafsegulsmengunar og MCS fjölefnaóþols og á þeirri vegferð kynnt sér fjölmargt sem snýr að því að vanda valið á öllum sviðum er við kemur innivist, efnum í umhverfinu, VOC, snyrtivörum, loftgæðum og fleira gagnlegt.
Hún er einn af stofnendum GRÓ (heitir nú SUM - Samtök umhverfisveikra) og Facebooks hópsins Þolendur myglusvepps á sínum tíma sem telur nú yfir 5000 meðlimi. Hún hefur því mikla þekkingu á málefnum umhverfisveikra og innivistar allt frá árinu 2011.
Hlutverk Írisar hjá VERKVIST snúa að stafrænum miðlum, fræðslu, kynningar- og markaðsmálum og vinnur hún þvert á sviðin sem stoðdeild: Innivist, Umhverfi- og sjálfbærni og Byggingartæknifræðisvið VERKVISTAR.
Íris starfar í hlutastarfi samhliða öðrum verkefnum.
Reynsla & verkefni
2024-
2023-2023
VERKVIST:
Kynningarstjóri & fræðsla
Markaðsmál, vefumsjón, stafrænir miðlar, fræðsluefni, almannatengsl, viðburðir o.fl.
Endurheimt heilsumiðstöð
Markaðsstjóri, vefumsjón og stafræn markaðssetning
2019-2021
Advania:
Sérfræðingur í markaðsmálum & vörustjóri rafrænna ráðstefna
2018-2019
OZZ markaðshús ehf.
Markaðsstjóri til leigu, stjórnun markaðsstarfs, vefsíðugerð, viðburðir, almannatengsl o.fl.
2009-2018
Wise lausnir (áður Maritech)
Stjórnun og umsjón markaðsmála, vefstjóri, gerð kynningarefnis, vörumerkjastjórnun, sýningar og viðburðir, almannatengsl, Wise skólinn o.fl.
2009-2009
Já upplýsingaveitur - viðskiptastjóri
Ábyrgð á viðskipti við lykilviðskipti varðandi skiptiborðsþjónustu á fyrirtækjaþjónustu og API (símaskrá á xml. til tenginga við gagnagrunna.
2008-2009
Stubbasmiðjan ehf. - barnahúsgagnaverslun
Markaðsmál, vörustjórnun og vefstjóri
Opnun 4000 fm verslunarkjarna í Holtagörðum í samstarfi Tíru: Habitat, Te & kaffi og Eymundsson.
2002-2008
Samskip hf.
Vefstjóri & markaðsfulltrúi
Alþjóðleg markaðssetning, vefstjórnun, CRM kerfi fyrirtækisins, kynningarefni, auglýsingar, sýningar og móttökur innanlands og erlendis. 52 skrifstofur í 27 löndum.
2000-2002
Tölvuskóli Reykjavíkur
Skólastjóri (áður verkefnastjóri)
Umsjón með daglegum rekstri skólans og námskeiðum í samstarfi við Rafiðnaðarskólann, Margmiðlunarskólann og Viðskipta- og tölvuskólann.
-
Kynningarmál
-
Markaðsmál
-
Fræðsla
-
Samfélagsmiðlar
-
Stafræn þróun
-
Vefumsjón
-
Sýningar
-
Viðburðir
-
Innivist
-
Umhverfisveikindi
Námskeið
Íris hefur sótt ýmis námskeið, ráðstefnur og fyrirlestra í gegnum tíðina s.s.:
2024-2025
- Bowen, stig 1, 2 og 3 (Bowenskóli Íslands - bandvefslosun eða facsia) og áhrifa m.a. á stoðkerfið og ósjálfráða taugakerfið (2024-2025)
- Raki og mygla í húsum 1 (IÐAN fræðslusetur, sept 2024)
- Raki og mygla í húsum 2 (IÐAN fræðslusetur, nóv 2024)
2023
- Viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur (Akademias): greiningar til tækifæra á markaði, neytendahegðun, vörumerkjavitund, sýnileiki, gerð markaðsefnis fyrir alla netmiðla, birtingaáætlanir, Growth hacking og ROI (bestun á markaðsfé), Google Analytics, Google Ads Data Studio, mælaborð, leitarvélabestun, Hubspot, hitakort á vef + fl. (60 klst)
- Bandvefslosunar kennaranám (Body reroll - Bandvefslosun Heklu, 2023
2021
- Vefmælingar og leitarvélabestun: Google Analytics, Data Studio, Hotjar, hitakort + fl.
- ACXS, vottaður sérfræðingur í þjónustuupplifun viðskiptavina, (Accredited Customer Experience Specialist) hjá James Dodkins og The Academy of Customer Experience and BP Group (2021)
2020
- Haustráðstefna Advania (fjölbreyttir fyrirlestrar - 2020)
2019
- Námsferð með Ímark til Amsterdam
- RIMC, Reykjavík Internet Marketing Conference
2018
- Samfélagsmiðlun sem virkar, Hugsmiðjan
- Wise Analyzer viðskiptagreind, Wise lausnir
- Stjórnun markaðsstarfs - Markaðsakademían
- GDPR persónuverndarlög - Crayon, 4 st.
2017
- Workplace by Facebook - Dokkan
- Vefstjóri eða stafrænn leiðtogi - Ský
- Krossmiðlun vefráðstefna, Engine
- Wordpress vefsíðugerð (18 st.)
- VIP Social Selling - Microsoft og Crayon
2016
- Dale Carnegie námskeið (8 vikur)
Félagastörf
Íris hefur verið virk í félagastarfi og unnið með fjölda félaga bæði sem viðburðastjóri og félagsmaður.
Hún hefur t.a.m unnið með Krabbameinsfélaginu að upplýsingabæklingi, BRCA samtökunum við fyrstu alþjóðlegu ráðstefnu um BRCA gen á Íslandi í samstarfi við LSH og Decode, komið að fyrstu ráðstefnu sem haldin var á Íslandi um rakaskemmdir og myglu á Barnaspítala Hringsins, farið á ráðstefnu fyrir hönd BRAC samtakana á vegum FORCE Cancer í USA og setið í stjórnum FKA (vefráð), VERTOnet, KIS og nú SUM sem varamaður.
Ráðstefnur
Íris hefur verkefnastýrt og tekið þátt í fjölmörgum ráðstefnum og sýninga með Samskip, Wise, Advania, Crayon, Cubus og eigin fyrirtæki Ozz sem markaðsstjóri til leigu. Meðal sýninga má nefna: Íslenska sjávarútvegssýningin, Verk og vit, Fishfair í færeyjum og Brussel / Barcelona sjávarútvegssýningum um árabil, Mannauðsdeginum, ICF Iceland fyrir markþjálfa, Sveitarfélagaráðstefnum, FKA 20 ára afmælishátíð, Háskóladeginum, UTmessunni o.fl.
Hún var einnig vörustjóri rafrænna ráðstefnulausna Advania þegar þær fóru á markað. Þar voru haldnir fjöldi rafrænna viðburða m.a. fyrir Island.is, Læknadaga, Heilbrigðisþing, WGC jarðvarmaráðstefnu, Haustráðstefnu Advania o.fl.