top of page
front_ice_1.png
Hulda VERKVIST

Hulda Einarsdóttir

Umhverfi & sjálfbærni

Sérfræðikunnátta/menntun:

Arkitektúr, Umhverfis- & auðlindafræði M.Sc.

  • Umhverfi  

  • Sjálfbærni

  • Vistvottanir

  • Kolefnissporsgreiningar

Um Huldu

Hulda Einarsdóttir er útskrifuð með B.A í Arkitektúr og M.S í Umhverfis- og auðlindafræði.

Hulda er mikill umhverfissinni og stundar einnig doktorsnám þar sem hún vinnur m.a. að verkefninu „Carbon Sink Cities“. Hulda hefur brennandi áhuga á lausnum til að draga úr losun frà byggðu umhverfi. 

Samhliða doktorsnáminu sinnti Hulda rannsóknarstarfi fyrir frjálsu félagasamtökin ,,Grænni byggð“ á losunarlausum verkstöðum sem snýr að því að draga úr kolefnislosun og annarri beinni losun á byggingarsvæðum.

Á árunum 2018-2022 starfaði Hulda sem sérfæðingur sem stýrir verkefnum á Umhverfis-

og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og síðar við verkefni Borgarlínunnar en í þeim störfum fólst m.a. yfirferð og úrvinnsla leyfisumsókna um skipulagsbreytingar og deiliskipulagsgerð borgarlínunnar.

Hennar megin áherslur hjá VERKVIST eru á umhverfi, sjálfbærni og kolefnissporsgreiningar. 

Reynsla & rannsóknarverkefni

2024-

2022-2023

VERKVIST:

Umhverfi & sjálfbærni

Grænni byggð: 

- losunarlausir verkstaðir

- rannsakandi

 2018-2022

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar:

- deiliskipulag borgarlínunnar
- sérfræðingur sem stýrir verkefnum

  • 1,5 degree Compatible Living in the Nordic Conditions.

  • Perceptions of the built environment as disabling or enabling of low carbon lifestyles in the Nordic Context.

  • Grein í Infrastructure and Sustainability: ​​Carbon storage in the built environment : a review.

Nánar um rannsóknarverkefni Huldu

Doktorsverkefnið hennar ber heitið ,,Carbon Sink Cities“ og snýr að því að leita leiða til þess að minnka losun frá hinu byggða umhverfi ásamt því að draga í sig og geyma kolefni (e. Carbon Sink and Storage).

 

Rannsóknarverkefnið er unnið undir handleiðslu Dr. Jukka Heinonen og snýr að því að rannsaka hvaða þættir í hinu byggða umhverfi hafa með beinum eða óbeinum hætti áhrif á umhverfislega hegðun (e. Pro-climate behaviour) fólks á norðurlöndum.

Í desember 2023 birtist vísindagreinin ,,Carbon Storage in the Built Environment: a review“.  í tímaritinu Infrastructure and sustainability sem hún skrifaði með samstarfsfélögum sínum. Í greininni er fjallað um hvernig hægt er að geyma kolefni í byggðu umhverfi.

bottom of page