Svanurinn
Svansvottun
Svansvottun er opinber umhverfisvottun Norðurlandanna, og á Íslandi er hún í umsjón Umhverfis- og orkustofnunar. Upphaflega var Svanurinn einungis notaður til vottunar á vörum og þjónustu, en í dag nær hann einnig yfir vottun bygginga og nýjasta viðbótin er Svansvottun á rekstri.
Svansvottun miðar að því að draga úr umhverfisáhrifum og tryggja heilsusamlegt og öruggt húsnæði. Lögð er sérstök áhersla á:
-
Minni notkun eiturefna í byggingarefnum.
-
Heilnæma innivist fyrir íbúa og notendur.
-
Sjálfbærni með áherslu á umhverfis-, efnahags- og samfélagslega þætti.
Byggingar
Tegundir bygginga sem hægt er að votta.
Svansvottun stendur til boða fyrir fjölbreyttar byggingar, bæði nýbyggingar og endurbætur:
-
Einbýli og raðhús
-
Fjölbýlishús
-
Þjónustuíbúðir
-
Grunnskóla
-
Leikskóla
-
Skrifstofubyggingar
-
Hótel og gistirými
Ferli & kröfur
Til að fá Svansvottun þarf að:
-
Sækja um hjá Svaninum á Íslandi.
-
Skila inn nauðsynlegum gögnum og gangast undir úttektir á verkstað.
-
Uppfylla skyldukröfur og stigakerfi. Uppfylla þarf allarskyldukröfur og ná lágmarksfjölda stiga til að öðlast vottun.
Byggingar eru metnar út frá lífsferli þeirra, orkunotkun, umhverfiskröfum og heilsuáhrifum.
Helstu kostir Svansvottaðra bygginga
-
Heilnæmari og öruggari húsnæði.
-
Aukin gæði og langlífi bygginga.
-
Minni rekstrar- og viðhaldskostnaður.
-
Lægri orku- og hitunarkostnaður.
-
Dregið er úr umhverfisáhrifum bygginga.
Vottað með VERKVIST
Hvað getur Verkvist gert fyrir þig?
Við hjá Verkvist sérhæfum okkur í þjónustu við
Svansvottun bygginga og bjóðum eftirfarandi:
-
Aðstoð í hönnunarferli nýbygginga og endurbóta.
-
Úttektir og útreikningar.
-
Gerð skilagagna fyrir vottunarferli.
-
Verkumsjón og ábyrgð Svansvottunarferlisins.
Veldu Svansvottun með Verkvist – tryggjum saman betri byggingar og umhverfi!