top of page

Svanurinn

UK_Swan_A_POS_circle_RGB_edited.png

Svansvottun

Svansvottun er opinber umhverfisvottun Norðurlandanna, og á Íslandi er hún í umsjón Umhverfis- og orkustofnunar. Upphaflega var Svanurinn einungis notaður til vottunar á vörum og þjónustu, en í dag nær hann einnig yfir vottun bygginga og nýjasta viðbótin er Svansvottun á rekstri.

Svansvottun miðar að því að draga úr umhverfisáhrifum  og tryggja heilsusamlegt og öruggt húsnæði. Lögð er sérstök áhersla á:

  • Minni notkun eiturefna í byggingarefnum.

  • Heilnæma innivist fyrir íbúa og notendur.

  • Sjálfbærni með áherslu á umhverfis-, efnahags- og samfélagslega þætti.

Byggingar

Tegundir bygginga sem hægt er að votta.

Svansvottun stendur til boða fyrir fjölbreyttar byggingar, bæði nýbyggingar og endurbætur:

  • Einbýli og raðhús

  • Fjölbýlishús

  • Þjónustuíbúðir

  • Grunnskóla

  • Leikskóla

  • Skrifstofubyggingar

  • Hótel og gistirými

Attic Window
Writing an application

Ferli & kröfur

 

Til að fá Svansvottun þarf að:

  1. Sækja um hjá Svaninum á Íslandi.

  2. Skila inn nauðsynlegum gögnum og gangast undir úttektir á verkstað.

  3. Uppfylla skyldukröfur og stigakerfi. Uppfylla þarf allarskyldukröfur og ná lágmarksfjölda stiga til að öðlast vottun.

Byggingar eru metnar út frá lífsferli þeirra, orkunotkun, umhverfiskröfum og heilsuáhrifum.

Helstu kostir Svansvottaðra bygginga

  1. Heilnæmari og öruggari húsnæði.

  2. Aukin gæði og langlífi bygginga.

  3. Minni rekstrar- og viðhaldskostnaður.

  4. Lægri orku- og hitunarkostnaður.

  5. Dregið er úr umhverfisáhrifum bygginga.

 

Vottað með VERKVIST

Hvað getur Verkvist gert fyrir þig?

Við hjá Verkvist sérhæfum okkur í þjónustu við

 

Svansvottun bygginga og bjóðum eftirfarandi:

  • Aðstoð í hönnunarferli nýbygginga og endurbóta.

  • Úttektir og útreikningar.

  • Gerð skilagagna fyrir vottunarferli.

  • Verkumsjón og ábyrgð Svansvottunarferlisins.

Veldu Svansvottun með Verkvist – tryggjum saman betri byggingar og umhverfi!

437535292_122140434110140008_9068716815935090525_n.jpg
bottom of page