top of page

Orkuútreikningar

 
Solar Panels
orkuútreikningar verkvist

Orkunýting

Mikilvægt er að huga vel að orkunýtingu bygginga strax á hönnunarstigi, hvort sem er í nýbyggingum eða við endurbætur eldri bygginga. Þannig er hægt að hámarka orkusparnað á hagkvæman máta.

 

VERKVIST leggur áherslu á ráðgjöf þar sem hönnun bygginga og samspil tæknikerfa er metin strax á fyrstu stigum. Þannig er hægt að tryggja hagkvæma byggingu með minna kolefnisfótspor en um leið bestu innivistina.

Hjá VERKVIST leggjum við mikla áherslu á að mannvirki séu hönnuð bæði sjálfbær og orkunýtin.

front_ice_1.png
orkuútreikningar verkvist

Orkuútreikningar

Við orkuútreikninga nýtum við öflug hermiforrit  til orkuútreikninga og greiningar á innivist, dagsbirtu og varmavist.

Með hermun  framkvæmum við greiningu með dýnamískum líkönum sem taka mið af raunverulegum aðstæðum yfir heilt ár.

 

Þannig getum við metið orkunotkun og hitajafnvægi bygginga og lagt mat á frammistöðu byggingarhjúps, loftræsikerfa og annarra tæknikerfa. Þessi greining gefur tækifæri til að velja t.d. gler, einangrun og tæknibúnað sem tryggir betri orkunýtingu, innivist og þægindi.

front_ice_1.png
daylight-e2b1a092.png
orkuútreikningar verkvist

Hermun & ráðgjöf

Með greiningum getum við hjá VERKVIST:

 

​1.

  • Tryggt skilvirka útfærslu byggingarhjúps og tæknikerfa.

  • Gert ítarlega orku- , dagsbirtu,  varma- og innivistargreiningu á hönnunarstigi.

  • Stutt við vottunarferli samkvæmt alþjóðlegum. umhverfisstöðlum (BREEAM, Svansvottun, Passivhús o.fl.),

  • Lagt mat á kolefnisspor mismunandi orkugjafa og valið vistvænustu lausnirnar.

​​

2.

  • Ráðlagt við val á glerjum vegna sólarálags, dagsbirtu og varmavistar innandyra.

  • Ráðlagt við val á einangrun.

  • Ráðlagt við stærð á gluggum eða staðsetningu til að skapa góða varmavist og tryggja dagsbirtu.

bottom of page