

Einar Örn Þorvaldsson
Verkfræðingur & fræðsla
Sérfræðikunnátta/menntun:
-
Orkuútreikningar
-
Dagsbirtuútreikningar
-
Umhverfisvottanir
Um Einar
Einar hefur víðtæka reynslu úr bæði fjármálageiranum og upplýsingatækni, með áherslu á þróun hugbúnaðarlausna og greiningu gagna. Hann hefur starfað sem sérfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, við greiningu stórra gagnasetta um gjaldeyris- og önnur fjármálaviðskipti. Auk þess hefur hann komið að hugbúnaðargerð hjá fjárfestingabönkum, opinberum stofnunum og sprotafyrirtækjum.
Með áherslu á hagnýta hugsun og krefjandi viðfangsefni hefur Einar unnið að þróun tæknilausna sem styðja við ákvarðanatöku, hvort sem um er að ræða fjármálagreiningu, eftirlitskerfi eða upplýsingamiðlun til almennings.
Einar lauk B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og tölvunarfræði við Háskóla Íslands og bætti síðar við sig meistaranámi í fjárfestingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Eftir að hann sneri sér að byggingarverkfræði hefur hann einnig lokið B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og er að ljúka MS námi í Energy efficient and environmental building design frá LTH í Háskólanum í Lundi. Einar hefur tekið vottun í verkefnastjórnun. Hann býr nú í Lundi þar sem hann er að klára nám.
Hlutverk Einars hjá VERKVIST snúa að orkuútreikningum, dagsbirtuútreikningum, og umhverfisvottunum. Hann starfar með þvegfaglegu teymi VERKVISTAR að því að bæta byggingar með heilbrigði að leiðarljósi.
Verkefni & sérþekking
2025-
VERKVIST
Umhverfi & sjálfbærni
-
Dagsbirtuútreikningar
-
Orkuútreiningar
-
Umhverfisgreiningar
-
Greinandi
-
Starfræn hugsun
Menntun
2019-2022
2007-2008
Háskóli Íslands
BS í umhverfis- og byggingarverkfræði
Skiptinám við LTH í Lundi
Háskólinn í Reykjavík
Meistaranám í fjárfestingastjórnun - MSIM
2003-2006
Háskóli Íslands
BS.c. nám í hugbúnaðarverkfræði og tölvunarfræði
2023-2025
LTH í Lundi
Meistaranám í Energy efficient and environmental building design