

Alma Dagbjört Ívarsdóttir
Eigandi / framkvæmdastjóri/sviðsstjóri
Umhverfi & sjálfbærni
Verkfræði, innivist og orkunýting bygginga M.Sc.
-
Innivist og loftgæði
-
Orkunýting bygginga
-
Vistvottanir
-
Dagsbirtuútreikningar
Um Ölmu
Alma er einn af stofnendum og eigendum Verkvistar. Alma Dagbjört hefur lagt áherslu í sínu starfi á innivist, sjálfbærni og orkunýtingu bygginga.
Alma hefur komið að fjölmörgum verkefnum tengt loftgæðum, greiningu á innivist, byggingaeðlisfræði, orkunýtni bygginga og umhverfisvottunum. Hún hefur einnig sérhæft sig í orkunýtni og orkuútreikningum bygginga með notkun á dýnamískum hermihugbúnaði til útreikninga á orkunotkun og til að greina gæði og hönnun á innivist.
Síðustu ár hefur hún unnið mikið við Svansvottun nýbygginga og endurbóta, og hefur einnig BREEAM AP vottun. Alma stýrir sviði Umhverfi & sjálfbærni ásamt því að vera einn af tveimur framkvæmdastjórum VERKVISTAR.
Reynsla & verkefni
2024-
2020-2024
VERKVIST
Framkvæmdastjóri/eigandi
Mannvit / COWI
Fagstjóri Bættar byggingar
2017-2020
Mannvit
Verkfræðingur, Innivist og orkunýtni bygginga
-
Svansvottunarfulltrúi nýbygginga og endurbóta verkefna
-
Orkunýtni bygginga, orku- og innivistarútreikningar
-
Byggingareðlisfræði
-
Innivist og loftgæði
Styrkleikar Ölmu
Orka
Svansvottun
Innivist
Loftgæði
Uppsetning og vinna á 3D módeli bygginga í dýnamíska hermi-hugbúnaðinum IDA-ICE ásamt orkuútreikningum.
Loftgæði og varmaþægindi reiknuð og greind með hugbúnaðinum fyrir hönnun lagna- og loftræstikerfa ásamt útreikningum á PPD og PMV (þæginda stuðul innivistar fyrir notendur húsnæðis).
Nauðsynleg sönnunargögn fyrir Svaninn og BREEAM búin til
Alma hefur reynslu af að vera verkefnastjóri, svansvottunarfulltrúi og/eða rakavarnarfulltrúi í ýmsum svansvottunar verkefnum, nýbyggingum og endurbótaverkefnum.
Alma hefur mikla reynslu við að leiða gerð sönnunargagna fyrir Svansvottun fyrir hönd verkkaupa og/eða verktaka og veitirráðgjöf til annara hönnuða.
Alma veitir aðstoð og ráðgjöf til verktaka í gegnum framkvæmdarferlið og leiðir uppsetningu og gerð rakavarnaráætlunnar í sumum verkum. Einnig ráðgjöf við byggingareðlisfræði.
Hermun í hugbúnaðinum IDA-ICE, hagkvæm leið til að meta aðstæður og frammistöðu bygginga með tilliti til m.a. orkunotkunar, lagna- og loftræstikerfa og innivistar.
Hugbúnaðinn má bæði nota í þeim tilgangi að meta nýjar og eldri byggingar, með það markmið að bæta hönnun og frammistöðu á hagkvæman hátt.
Hermilíkönin veita mikinn stuðning við samanburð á mögulegum lausnum svo að markvissar og fullgildar ákvarðanir séu teknar hvort sem það er í grunnhönnun bygginga, endurnýjun, viðhaldi eða rekstri. Með því er stuðlað að hagkvæmustu og bestu fjárfestingunni sem skilar hámarks orkunýtingu og góðri innivist.
Greining og mælingar á loftgæðum í ýmsum tegunda bygginga.
Loftgæðamælingar, sýnataka, ástandsskoðanir á húsnæði og kerfum bygginga.
Ráðgjöf veitt á úrbótum til að bæta innivist og loftgæði.
Samtöl við notendur húsnæðis og kynningar. Eftirlit með framkvæmdum.




