top of page

BREEAM

 
Recycling Logo

BREEAM vottun

BREEAM (Building Research Establishment Environmental Assessment Method) er eitt af fremstu vottunarkerfum heims fyrir sjálfbærni í byggingum og skipulagi.

Vottunin tryggir að verkefni uppfylli strangar kröfur um umhverfisáhrif, lífsgæði og orkunýtni.

BREEAM metur byggingar með heildrænni nálgun og leggur áherslu á eftirfarandi lykilþætti:

  • Orkunýting: Lágmörkun orkunotkunar og innleiðing endurnýjanlegra orkugjafa.

  • Vatnsnýting: Skilvirk notkun vatnsauðlinda

  • Efnisval: Notkun sjálfbærra og vottaðra byggingarefna.

  • Innivist: Gæði lofts, birtu og hljóðvistar fyrir betri líðan notenda.

  • Vistfræðileg áhrif: Verndun náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika í nánasta umhverfi.

  • Flutningur og aðgengi: Skipulag sem stuðlar að minnkun á kolefnisspori með góðu aðgengi að almenningssamgöngum og vistvænum ferðamáta.

  • Heilsa og vellíðan: Sköpun umhverfis sem styður heilsu og vellíðan fólks.

  • Stjórnun: Skilvirk verkefnastýring og innleiðing sjálfbærra lausna í hönnun og framkvæmd.

Image by Francesco Gallarotti

Hvað er hægt að votta?

BREEAM býður upp á sérhæfða vottun fyrir mismunandi gerðir verkefna, þar sem sérstök viðmið eru notuð fyrir hverja tegund vottunar:​

  • Skipulagsáætlanir (BREEAM Communities): Vottun fyrir þróun og sjálfbærni skipulagsáætlana.

  • Nýbyggingar (BREEAM New Construction): Vottun fyrir hönnun og byggingu nýrra mannvirkja.

  • Endurbygging og endurnýjun húsnæðis (BREEAM Refurbishment and Fit Out): Vottun fyrir verkefni sem fela í sér endurnýjun, endurbætur og breytingar á húsnæði.

  • Byggingar í rekstri (BREEAM In-Use): Vottun fyrir rekstur og viðhald bygginga sem eru þegar í notkun.

Construction
Image by Tim Trad

Byggingar

Tegundir bygginga sem hægt er að votta:

  • Íbúðarhúsnæði

  • Skrifstofubyggingar

  • Verslanir

  • Skóla og menntastofnanir

  • Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir

  • Gistihús og hótel

  • Iðnaðarhúsnæði

  • Dvalarstofnanir

  • Almenningsbyggingar

Ferli & kröfur

Til að verkefni hljóti BREEAM-vottun þarf að ná ákveðnum lágmarkskröfum og fylgja skipulögðu ferli sem tekur mið af sértækum kröfum og þörfum verkefnisins:

  1. Upphafsmat: Greining á verkefninu til að ákvarða hvaða BREEAM-vottun á við og hvaða kröfur þarf að uppfylla.

  2. Skilgreining á markmiðum: Setja mælanleg markmið fyrir sjálfbærni, svo sem orkunýtingu, vatnsnotkun og efnisval.

  3. Hönnunarstýring: Tryggja að sjálfbærni sé tekin með í hönnunarferlið og að allar lausnir uppfylli BREEAM-viðmið.

  4. Úttektir og skjalfesting: Söfnun gagna og skjalagerð til að sanna að kröfur séu uppfylltar.

  5. Lokamat og vottun: Úttekt á verkefninu af viðurkenndum BREEAM matsaðila (Assessor) hjá Verkvist og útgáfa vottunar.

Image by Belinda Fewings
Green Recycle Symbol

Af hverju að velja BREEAM-vottun?

BREEAM vottun býður uppá fjölmarga kosti fyrir þá sem byggja, reka eða fjárfesta í byggingum.

 

  • Sjálfbærni: Lágmörkun umhverfisáhrifa.

  • Sparnaður: Betri orkunýtni og lægri rekstrarkostnaður.

  • Virðisaukning: Aukið traust og hærra markaðsvirði byggingarinnar.

  • Samfélagsábyrgð: Viðurkenning á samfélagslega ábyrgri nálgun í þróun og rekstri bygginga.

Image by Francesco Gallarotti

Vottað með VERKVIST

Við hjá VERKVIST sérhæfum okkur í að styðja fyrirtæki, hönnuði og eigendur fasteigna í gegnum allt ferlið við að ná BREEAM-vottun. Með djúpri þekkingu á kerfinu og víðtækri reynslu tryggjum við að verkefnið uppfylli allar kröfur á skilvirkan og hagkvæman hátt.

 

Hvað getur Verkvist gert fyrir þig?

  • Leiðsögn og ráðgjöf

  • Gerð skilagagna fyrir vottunarferli.

  • Verkumsjón og ábyrgð BREEAM vottunarferlisins.

  • Lokamat og vottun

 

Með okkar viðurkennda BREEAM matsaðila hjá VERKVIST getum við framkvæmt lokaúttekt og veitt verkefninu viðeigandi vottun. Viðurkenndir matsaðilar hafa djúpa þekkingu og hæfni á því sviði sem þeir eru vottaðir fyrir og starfa samkvæmt viðmiðum BRE Global Ltd. Þeir sjá um formlegt matsferli, beita viðeigandi viðmiðum og hafa samskipti við viðskiptavini og hlutaðeigandi aðila til að tryggja vottun verkefnisins. Aðeins viðurkenndir matsaðilar frá BRE Global Ltd geta skráð, framkvæmt og sótt um vottun verkefna.​

 

Veldu BREEAM-vottun með Verkvist – tryggjum saman betri byggingar og umhverfi!

438899806_10227860633436051_3439541533974953061_n.jpg
bottom of page