top of page

Helga María Adolfsdóttir frá COWI til VERKVISTAR

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Helga María Adolfsdóttir, byggingarfræðingur með sérhæfingu í sjálfbærni og lífsferilsgreiningum, hefur gengið til liðs við VERKVIST.



Frá vef Viðskiptablaðsins
Frá vef Viðskiptablaðsins

Helga María lauk B.Sc. gráðu í byggingarfræði frá UCL University College í Danmörku þar sem hún sérhæfði sig í lífsferilsgreiningum (LCA) í lokaverkefni sínu.


Helga hefur aflað sér víðtækrar reynslu og þekkingar bæði hérlendis og í Danmörku á sviði byggingariðnarins frá árinu 2019. Hún hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum á sviði byggingarfræðinnar, umhverfismála, sérfræðiráðgjöf, starfað við kennslu, vistvottanir og loftgæði um árabil.


„Það er mikill styrkur fyrir okkur og heiður að fá Helgu Maríu í hópinn. Hún hefur einstaka þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærni og lífsferilsgreininga sem mun nýtast við fjölbreytt verkefni okkar,“ segir Alma Dagbjört Ívarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn af eigendum VERKVISTAR.

Dæmi um ráðgjöf og þjónustu sem Helga María og sviðið mun veita:


  • Lífsferilsgreiningar

  • Kolefnisspor

  • Vottanir (BREEAM og Svanurinn)

  • Sjálfsbærnisráðgjöf

  • Byggingareðlisfræði

  • Endurnýting byggingarefna

  • Hringrásarhagkerfi

  • Rakavarnareftirlit fyrir vistvottanir


„Markmið mitt er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga á öllum stigum lífsferils þeirra. Í því felst að lágmarka kolefnisspor, kostnað, orkunotkun byggingarinnar og hafa á heildstæðan hátt jákvæð áhrif á hönnun og framkvæmd bygginga sem og líftíma þeirra,“ segir Helga María.

Nánari upplýsingar um Helgu Maríu og þjónustuna má finna á starfsmannasíðu okkar.


Við bjóðum hana hjartanlega velkomna í hópinn.

Comentários


Viltu fylgjast með ?

Takk fyrir skráninguna

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn
verkvist

Kt.  550916 - 0960

Hallgerðargata 13

 105 Reykjavík

© 2024 VERKVIST

bottom of page