Í dag, 1. mars fögnum við hjá VERKVIST tímamótum– 1 árs afmæli fyrirtækisins! Árið hefur verið ótrúlegt, fullt af lærdómi, nýjum tækifærum og krefjandi en jafnframt skemmtilegum verkefnum.
Við viljum nýta tækifærið og þakka öllum sem hafa stutt okkur á þessari vegferð. Við brugðum okkur í óvissuferð og fögnuðum áfanganum.

Um VERKVIST
VERKVIST var stofnað með það að markmiði að veita faglega og áreiðanlega þjónustu á sviði bygginga, ráðgjafar, innivistar, vottanna, loftgæðamælinga og í raun allt sem tengist heilnæmum byggingum og heilsu.
Teymið - samheldinn hópur
Við höfum lagt okkur fram við að byggja upp sterk tengsl við viðskiptavini okkar og bjóða upp á fjölbreyttar lausnir.
Á þessu fyrsta ári höfum við veitt fjölbreytta þjónustu sem hefur hjálpað fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum að halda byggingum sínum heilnæmum og huga að umhverfisþáttum.
Við leggjum áherslu á þverfaglega nálgun, skilvirkni og persónulega þjónustu. Við vinnum þétt saman að lausnum til að tryggja faglega þjónustu.

Hvað er framundan? Við höfum stór markmið fyrir næsta ár. Við erum búin að ráða inn fjórtánda starfsmanninn, Einar Örn Þorvaldsson og kynnum við hann nánar til leiks á næstu dögum. Við stefnum á að auka þjónustuframboð okkar, þróa nýjar lausnir og efla samstarf við viðskiptavini enn frekar. Við hlökkum til að halda áfram að vaxa og þróast með ykkur.
Að lokum viljum við þakka öllum viðskiptavinum, samstarfsaðilum og teyminu okkar fyrir traustið og stuðninginn. Án ykkar væri þetta ekki mögulegt!
Takk fyrir fyrsta árið – hlökkum til næstu ára!
Starfsfólk VERKVISTAR
Comments