Lífsferilsgreiningar - LCA



Lífsferilsgreiningar
Verkvist sérhæfir sig í gerð lífsferilsgreininga fyrir byggingar – lífsferilsgreining eða LCA (e. Life Cycle Assessment), einnig nefnt vistferilsgreining.
LCA er aðferðarfræði sem metur umhverfisáhrif viðfangsefnis á lífsferli þess og niðurstöður LCA eru settar fram í mismunandi umhverfisáhrifaflokkum sem eru fjölbreyttir, núverandi áhersla er einkum á gróðurhúsaáhrif (GWP, Global Warming Potential), mæld í kg CO₂-ígildi, sem í almennu tali er kallað kolefnisspor.
Á næstu árum má vænta að fleiri umhverfisáhrifaflokkar verði teknir með í reikninginn.


Lífsferilsgreining með VERKVIST
Hjá VERKVIST hafa sérfræðingar okkar tekið þátt í þróun og innleiðingu lífsferilsgreininga á Íslandi. Jafnframt er víðtæk reynsla við lífsferilsgreiningar á byggingum og öðrum vörum ásamt því að taka þátt í stefnumótun og kennslu hjá Háskólanum í Reykajvík og Iðunni fræðslusetri.
Það sem við getum gert fyrir þig:
-
Framkvæmt lífsferilsgreiningu samkv. byggingarreglugerð og fyrir vistvottanir.
-
Aðstoðað við lífsferilsgreiningu með ráðgjöf.
-
Rýnt yfir greiningar og komið með tillögur að úrbótum.
-
Framkvæmt valkostagreiningu við efnisval.
-
Haldið námskeið fyrir starfsfólk.
-
Útbúið sniðmát.
Við notum hugbúnað við okkar greiningar og uppfærum hann reglulega.




Minnkaðu umhverfisáhrif með LCA
Með því að framkvæma LCA á hönnunarstigi má kortleggja og skipuleggja markmið hvers verkefnis á heildstæðan og meðvitaðan hátt. Á því stigi er kjörið tækifæri til að skoða efnisval, greina hvaðan mestu umhverfisáhrifin koma og skoða hvernig mætti bæta þau eða velja betri valkosti.
Frá og með 1. september 2025 verður skylt að skila inn lífsferilsgreiningu bæði við umsókn um byggingarleyfi og við lokaúttekt fyrir byggingar í umfangsflokki 2 og 3.
Gögnum skal skilað inn í skilagátt HMS þar sem þau verða geymd miðlægt og nýtt við áframhaldandi þróun.


LCA fyrir byggingar
Lífsferilsgreiningu má framkvæma fyrir hvaða vöru eða ferli sem er, lífsferilgreining er mælanleg aðferðafræði. Við framkvæmd LCA fyrir byggingar eru bæði innbyggt kolefni (frá byggingarefnum) og rekstrarkolefni (út líftímann) tekin með. Til þess notum við magntölur byggingarefna og gögn um áhrif á líftíma – til dæmis orkunotkun, endingartíma byggingarefna og viðhald.
Umhverfisyfirlýsingar (EPD, Environmental Product Declarations) á vörum eru notaðar sem grunngögn í lífsferilsgreiningar.
