EPD blöð



Hvað er EPD?
Umhverfisyfirlýsing er íslenska þýðingin á „Environmental Product Declaration“, EPD.
EPD blöð eru stöðluð og staðfest af utanaðkomandi þriðja aðila, EPD blöð gefa upp umhverfisáhrif vöru yfir allan lífsferil hennar og eru í raun samantekt á niðurstöðum lífsferilsgreiningar á vöru. Lífsferilsgreining (LCA) er aðferðafræði sem að notuð er við gerð EPD blaða og fylgir stöðlum eins og ISO 14040, 14044 og EN15804 fyrir LCA almennt og fyrir byggingavörur.
Eftirspurn eftir EPD blöðum fer ört vaxandi í byggingargeiranum, bæði vegna aukinnar vitundarvakningar um umhverfismál og breytinga á byggingarreglugerð.


EPD sérfræðingar sjá um ferlið
Sérfræðingar okkar hjá Verkvist hafa aðstoðað fyrirtæki við að einfalda ferlið við gerð á EPD blöðum. Gerð EPD blaða krefst yfirleitt sértækrar þekkingar og reynslu af LCA greiningum, þar sem ferlið er flókið og krefjandi. Ferlið felst í því að rata um landslag hýsingaraðila (program operators) og mismunandi reglur um vöruflokka (PCR – product category rules).
Við bjóðum bæði sérfræðiþekkingu í LCA og reynslu af gerð EPD blaða fyrir fjölbreyttar vörur á íslenskum markaði. Hvort sem þú ætlar að gefa út þitt fyrsta EPD blað eða bæta við fleiri, þá getum við séð um allt ferlið fyrir þig.




Bættu ferla, minnkaðu áhrif
Með aðstoð LCA getum við lagt til breytingar á ferlum sem gætu haft jákvæð áhrif á umhverfið og rekstrarhagkvæmni.
Kortlagning á helstu umhverfisáhrifum (hot spot analysis) er lykillinn að því að greina hvar er hægt að ná ávinning með minnkuðum umhverfisáhrifum. Auk þess að sjá um allt EPD ferlið frá upphafi til enda, geta sérfræðingar okkar veitt innsýn í umhverfisáhrif vöru eða efnis yfir allan líftíma þess, frá vinnslu hráefna til förgunar.