Loftgæði



Loftgæði innandyra
Loftgæði í byggingu eða rými skipta miklu máli fyrir heilsu, vellíðan og frammistöðu þeirra sem dvelja eða starfa í því rými.
Loftgæði eru metin út frá þekktum efnum og áhrifavöldum eins og loftraka, hitastigi, koltvísýringi, svifryki og ögnum auk rokgjarnra efna. Ekki er hægt að segja að slík mæling endurspegli allt það sem loftið inniheldur eða við öndum að okkur en það gefur okkur nokkuð góða mynd af stöðunni og þekktum áhrifavöldum á heilsu.
Loftgæðamælingar eru framkvæmdar meðal annars þegar:
-
Kanna þarf virkni loftræsingar miða við notkun rýma.
-
Athugasemdir koma fram hjá notendum s.s. vanlíðan, erting eða óþægindi.
-
Lyktarmengun er til staðar.
-
Eftir framkvæmdir eða endurbætur.
-
Grunur er um mengun frá umferð
-
Grunur er um mengun vegna eldgoss eða annarra þátta utandyra.

Loftgæðamælingar
Loftgæðamælingar eru framkvæmdar með síritum frá ATMO, Inbiot eða Airgradient.
Með síritun loftgæða má fá upplýsingar um breytingar og frávik á eftirfarandi þáttum: hita, loftraka, svifryki (PM1, PM2,5, PM10), TVOC, formaldehýði, NOX, hávaða og lýsingu.
Síritun á C02 gefur upplýsingar um virkni loftskipta miðað við notkun og hvort að loftskipti í rými standist byggingarreglugerð þar sem krafan er sú að C02 fari að jafnaði ekki yfir 800 ppm.
Hægt er að fá beinan aðgang að upplýsingum í gegnum forrit í símanum og fylgjast þannig með loftgæðum í rauntíma.
Einnig er hægt að fá úrvinnslu og greiningu á gögnum með tillögum til úrbóta.



Loftgæðamæling & skimun
VERKVIST notar Graywolf loftgæðamæli til þess að koma í úttektir og meta loftgæði hvort sem er með punktmælingum eða með síritun.
Hægt er að mæla og meta styrk mismunandi lofttegunda eftir aðstæðum hverju sinni.
Síritun og punktmælingar með Graywolf mæli styðja við og gefa nákvæmari niðurstöður en síritamælingar með einfaldari loftgæðamælum eins og eru nefndir hér ofar.
Graywolf mælingar koma að gagni þegar meta á styrk ávkeðinna rokgjarnra efna á meðan hefðbundinr loftgæðamælar meta breytingar eða frávik á TVOC (total volatile organic compounds) eða heildarmagn slíkra efna í loftinu hverju sinni.
Hægt er að skoða og meta meðal annars styrk formaldehýðs, köfnunarefnisoxíðs (NOX) frá umferð, brennisteinsdíoxíð frá eldgosum eða brennisteinsvetni frá jarðavarmavirkjunum svo eitthvað sé nefnt.

Efnagreiningar & rokgjörn efni VOC
Ítarlegri VOC mælingar eru framkvæmdar með ákveðnum búnaði til þess að greina nánar þær rokgjörnu lofttegundir sem eru í loftinu.
Þær gagnast til að:
-
Meta hvaða rokgjörnu efni eru til staðar ef síritamælingar sýna frávik.
-
Kanna styrk efna í innilofti.
-
Skoða uppruna efnanna, frá notendum eða byggingu.
-
Gefa tillögur til úrbóta.
-
Staðfesta efnisval við vistvottanir eins og BREEAM eða Svaninn.
