Vincent E. Merida hefur starfað með VERKVIST undanfarna mánuði í verkefnum tengdum lífsferilsgreiningum og gerð umhverfisyfirlýsinga, fyrst í hlutastarfi meðfram doktorsnámi en við vorum svo lánsöm að hann skrifaði undir samning við okkur nú í október um fullt starf.
Um Vincent
Vincent er með bakgrunn í hagfræði og lífsferilsgreiningum tengdum orkumálum, matvælakerfum og öðrum innviðum. Ástríða hans fyrir sjálfbærni hófst í Kaliforníu þar sem hann starfaði í sólarorkuiðnaðinum og stofnaði umhverfisvæna garðyrkjuþjónustu.
Síðustu árin hefur hann verið í doktorsnámi í umhverfis- og auðlindafræði hjá Háskóla Íslands með áherslu á lífsferilsgreiningar ásamt því að vera rannsakandi, stundarkennari og fyrirlesari fyrir meistaranemendur í HÍ. Vincent hefur birt ritrýndar greinar í ýmsum fagritum og haldið fjölda fyrirlestra á innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum. Þar með hefur hann öðlast verðmæta reynslu og þekkingu á sviði sjálfbærni með áherslu á lífsferilsgreiningar, orku- og matvælakerfi.
Enn annar gullmolinn í teymið okkar
„Það er ómetanlegt að fá Vincent til okkar en með því styrkjum við stöðu okkar á sviði umhverfismála og sjálfbærni á alþjóðavettvangi. Samhliða vinnu sinni hjá Verkvist er Vincent að ljúka doktorsnámi við Háskóla Íslands“, segir Alma Dagbjört Ívarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn af eigendum VERKVISTAR.
Lífsferilsgreiningar verður senn krafa í nýbyggingum
Helstu verkefni Vincents hjá VERKVIST eru m.a.: lífsferilsgreiningar og umhverfisyfirlýsingar fyrir vörur (EPD blað) fyrir íslenska og erlenda framleiðendur. En töluverð aukning hefur verið á verkefnum í lífsferilsgreiningum bygginga undanfarið, þá aðalega verkefnum tengd við umhverfisvottanir bygginga þar sem slíkar greiningar eru skylda.
Búast má við ennþá meiri aukningu verkefna árið 2025 en frá og með 1. september verður skylda að gera lífsferilsgreiningar fyrir nýbyggingar til að fá byggingarleyfi og lokaúttekt. Niðurstöður úr umhverfisyfirlýsingum fyrir vöru (EPD-blaða) nýtast svo vel þegar slíkar lífsferilsgreiningar eru framkvæmdar fyrjr byggingar og verður forskot fyrir framleiðendur að eiga umhverfisyfirlýsingu fyrir sína vöru.
Vincent er einmitt um þessar mundir að ljúka við fyrstu umhverfisyfirlýsinguna (EPD-blað) fyrir vöru frá Límtré Vírnet. Við komum til með að segja nánar frá því síðar í samvinnu við fyrirtækið en stefnt er á útgáfu blaðins í janúar 2025.
„Með ráðningu Vincents inn í teymið okkar styrkjum við stöðu okkar og kemur hann sterkur inn í ýmis verkefni tengd m.a. líftímakostnaðargreiningum, EU taxonomy, umhverfisvottunum bygginga með öflugan bakgrunn, menntun og þekkingu “, segir Alma.
Nánar um Vincent E. Merida má lesa á vefnum okkar.
Önnur verkefni Vincents hjá VERKVIST eru: líftímakostnaðargreiningar, EU taxonomy, umhverfisvottanir bygginga og í raun allt sem tengist sjálfbærni og umhverfismálum.
コメント