Vatnstjón getur valdið miklum skemmdum á byggingum. Hér eru helstu atriðin sem hafa þarf í huga til að verjast vatnstjóni og bregðast rétt við í óveðri.
Veðurspá: Fylgstu með veðurspám og gerðu ráðstafanir ef óveður er væntanlegt.
Þakrennur og niðurföll: Hreinsaðu þakrennur og niðurföll.
Gluggar og hurðir: Gættu þess að vatn komist ekki inn um glugga og hurðar og skoðaðu vel þéttingar.
Lausir hlutir: Fjarlægðu lausa hluti úr garðinum, svölum eða palli til að það valdi ekki skemmdum á eignum.
Það lekur hjá mér núna - hvað á ég að gera?
Loftræsting: Almennt gildir að loftræsting er gríðarlega mikilvæg til að raki safnist ekki upp og valdi á endanum umfangsmiklu tjóni.
Hleyptu rakanum út: Ef vatn kemur inn er mikilvægt að hleypa rakanum út, fjarlægja blaut byggingarefni og þurrka vel.
Aðgát við hreinsun: Ef vatn hefur komist undir gólfefni er mikilvægt að hafa gát á þegar verið er að hreinsa með því að afmarka svæðið og nota rétt efni til að gæta þess að valda ekki frekari skemmdum.
Þurrkun byggingarefna: Gott getur verið að smella parketlistum frá, lyfta upp parketi í slæmum tilfellum og þurrka.
Mygla hefur myndast - þarf ég aðstoð?: Hafa ber í huga að ef vatn hefur lekið oft inn eða til lengri tíma þarf að huga að hvort mygla eða aðrar bakteríur hafi náð að vaxa í eða undir byggingarefnum, undir gólfefnum, límum og þess háttar.
Í þeim tilfellum sem mygla hefur myndast mælum við eindregið með að leita aðstoðar fagmanna, láta skoða eignina og rakamæla til að koma í veg fyrir að gró frá myglu dreifi sér frekar. Ef rétt er brugðist við er hægt að varna frekari tjóni og skemmdum á innanstokksmunum og öðru byggingarefni.

Forvarnir
Slagveðurspróf: Ef vatn kemur inn til þín í slagviðri gefur það mjög góða vísbendinu um frekari skoðun og viðbragða. Slagveðurspróf framkvæmd af fagmönnum hafa reynst mjög vel til að finna helstu veikleika í byggingunni, glufur og skort á þéttingum.
Þak: Skoðaðu þakið reglulega, hreinsaðu þakrennur og niðurföll og gættu að þéttingum í kringum lofttúður og öðrum búnaði á þakinu.
Veggir og gluggar: Athugaðu hvort það séu sprungur eða skemmdir í útveggjum, í klæðningu eða málning komin á tíma. Tryggðu að gluggar og hurðar séu vel þéttar.
Loftræsting: Loftræstu vel, sérstaklega baðherbergi og eldhús. Athugaðu hvort loftræstikerfið virki vel. Þurrka þarf úr gluggum þar sem raki safnast upp þegar hús eru ekki loftræst.
Pípulagnir: Athugaðu pípulagnir reglulega með tilliti til leka og skemmda og hreinsaðu frárennslisrör.
Geymsla og bílskúrar: Notið hillur til að geyma dót til að ekki myndist raki frá botnplötu eða veggjum. Þetta á sérstaklega við niðurgrafin rými. Best er að þung húsgögn liggji ekki alveg upp að útveggjum.
Í öllum tilfellum um leka þarf að skoða af hverju vatnið komst inn og gera úrbætur á þéttingum og fyrirbyggja að það gerist ekki aftur.

Hafðu samband við fagaðila
Ef þú finnur eitthvað athugavert sem krefst frekari skoðunar eða aðstoðar hafðu samband við fagaðila.
Við hjá VERKVIST veitum fjölbreytta þjónustu: Ástandsskoðanir, slagveðursprófanir, loftgæðamælingar, sýnatöku, ráðleggingar um viðhald, byggingatækni, endurbætur, forvarnir, vottanir og í raun allt sem tengist heilnæmi bygginga og innilofts.
Við vinnum einnig þétt með örðum fagaðilum og húseigendum og getum komið inn á öllum stigum málsins. Sjá nánar á vefsíðu okkar www.verkvist.is
Beiðni um ástandsskoðun: skodun@verkvist.is
Beiðni um almenna ráðgjöf: verkvist@verkvist.is
VERKVIST verkfræðistofa
Hallgerðargata 13, 105 Reykjavík Sími: 419 1500
Comments