Gallar og rakaskemmdir í nýbyggingum: Tími til kominn að bregðast við.
- Íris Magnúsdóttir
- May 15
- 2 min read
Sylgja Dögg frá VERKVIST tók þátt í fundi á vegum HMS – Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar – undir yfirskriftinni Tími til kominn að bregðast við. Þar kom saman fagfólk, stjórnvöld og hagaðilar í byggingargeiranum og fjallað um þann mikla vanda sem blasir við vegna byggingargalla hér á landi og kynntur nýr Vegvísir HMS um breytt byggingareftirlit.

Þurfum breytingar á núverandi kerfi
Vegvísir HMS leggur til:
áhættumiðað ytra eftirliti óháðra skoðunarstofa
afnám byggingarstjórakerfis
lögbundna byggingargallatryggingu í framhaldi
Markmiðið er að auka skilvirkni, draga úr kostnaði til lengri tíma og tryggja skýrari ábyrgð fagaðila – en um leið að efla neytendavernd og fagmennsku í byggingariðnaði og umbuna þeim sem gera vel.
Við hjá VERKVIST fögnum því að áform um skref til að bæta gæði mannvirkja á Íslandi séu í farvatninu.
BETRA EFTIRLIT – SKÝR ÁBYRGÐ – FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI
Með vegvísinum að breyttu byggingareftirliti er lagður grunnur að kerfisbreytingum sem geta haft áhrif – ekki aðeins á neytendavernd heldur einnig á starfsumhverfi hönnuða, iðnmeistara og framkvæmdaaðila.
Næst á dagskrá er útfærsla
Nú tekur við mikilvægt tímabil þar sem verkefnið er að móta nýtt eftirlitskerfi með aðkomu hagðaðila.
Ávinningur fyrir fagfólk og framtíðina
Það að starfa í umhverfi þar sem ábyrgð er skýr og eftirlit gagnsætt og faglegt, skapar betri aðstæður fyrir alla sem koma að mannvirkjagerð:
Viðurkenning fyrir vönduð vinnubrögð
Skýrari ábyrgð
Aukið traust milli fagstétta, verkkaupa og notenda
Heilbrigðara starfsumhverfi og betri markað
Hér má nálgast vegvísir HMS um breytt byggingareftirlit, sem ætlað er að efla gæði og ábyrgð í framkvæmdum.
Framlag VERKVISTAR á málþinginu
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, lýðheilsu- og líffræðingur og einn af eigendum VERKVISTAR, flutti erindi um rakaskemmdir í nýlegu húsnæði og dró fram mikilvægi þess að beina sjónum að heilnæmu byggingarumhverfi í lýðheilsulegu tilliti og ábyrgð aðila í ferlinu. Erindið fjallaði meðal annars um:
Hvernig rakaskemmdir birtast og algengustu orsakir
Þörfina fyrir skýra ábyrgðarkeðju og eftirfylgni
Sylgja lagði áherslu á mikilvægi samstarfs og lausnamiðaðrar nálgunar til að tryggja öryggi, heilbrigði og langtíma endingu mannvirkja.

Dagskrá málþingsins
Opnun fundar Hermann Jónasson, forstjóri HMS
Af hverju breytt byggingareftirlit? Þórunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannvirkja- og sjálfbærnisviðs, HMS
Rakaskemmdir í nýlegu húsnæði Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, eigandi Verkvistar
Pallborðsumræður um byggingagalla í nýbyggingum
Þorgils Sigvaldason – húseigandi og reynslusaga
Sigríður Ósk Bjarnadóttir – Hornsteinn
Þórunn Sigurðardóttir – HMS
Sigmundur Grétar Hermannsson – Fagmat
Stjórnandi: Þórhallur Gunnarsson

Horfa á málþingið og lesa meira:
📺 Upptaka af málþinginu má finna á vef HMS:👉 Tími til kominn að bregðast við – húsnæðis- og mannvirkjastofnun
📰 Fjallað var um málþingið á Vísir.is:👉 Lesa frétt á Vísir
Comments