top of page

Gallar og rakaskemmdir í nýbyggingum: Tími til kominn að bregðast við.

Sylgja Dögg frá VERKVIST tók þátt í fundi á vegum HMS – Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar – undir yfirskriftinni Tími til kominn að bregðast við. Þar kom saman fagfólk, stjórnvöld og hagaðilar í byggingargeiranum og fjallað um þann mikla vanda sem blasir við vegna byggingargalla hér á landi og kynntur nýr Vegvísir HMS um breytt byggingareftirlit.


Frá málþingi HMS - Tími til að bregðast við
Frá málþingi HMS - Tími til að bregðast við

Þurfum breytingar á núverandi kerfi

Vegvísir HMS leggur til:


  • áhættumiðað ytra eftirliti óháðra skoðunarstofa

  • afnám byggingarstjórakerfis

  • lögbundna byggingargallatryggingu í framhaldi


Markmiðið er að auka skilvirkni, draga úr kostnaði til lengri tíma og tryggja skýrari ábyrgð fagaðila – en um leið að efla neytendavernd og fagmennsku í byggingariðnaði og umbuna þeim sem gera vel.


Við hjá VERKVIST fögnum því að áform um skref til að bæta gæði mannvirkja á Íslandi séu í farvatninu.


BETRA EFTIRLIT – SKÝR ÁBYRGÐ – FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI

Með vegvísinum að breyttu byggingareftirliti er lagður grunnur að kerfisbreytingum sem geta haft áhrif – ekki aðeins á neytendavernd heldur einnig á starfsumhverfi hönnuða, iðnmeistara og framkvæmdaaðila.


Næst á dagskrá er útfærsla

 Nú tekur við mikilvægt tímabil þar sem verkefnið er að móta nýtt eftirlitskerfi með aðkomu hagðaðila.


Ávinningur fyrir fagfólk og framtíðina

Það að starfa í umhverfi þar sem ábyrgð er skýr og eftirlit gagnsætt og faglegt, skapar betri aðstæður fyrir alla sem koma að mannvirkjagerð:


  • Viðurkenning fyrir vönduð vinnubrögð

  • Skýrari ábyrgð

  • Aukið traust milli fagstétta, verkkaupa og notenda

  • Heilbrigðara starfsumhverfi og betri markað


Hér má nálgast vegvísir HMS um breytt byggingareftirlit, sem ætlað er að efla gæði og ábyrgð í framkvæmdum.




Framlag VERKVISTAR á málþinginu

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, lýðheilsu- og líffræðingur og einn af eigendum VERKVISTAR, flutti erindi um rakaskemmdir í nýlegu húsnæði og dró fram mikilvægi þess að beina sjónum að heilnæmu byggingarumhverfi í lýðheilsulegu tilliti og ábyrgð aðila í ferlinu. Erindið fjallaði meðal annars um:

  • Hvernig rakaskemmdir birtast og algengustu orsakir

  • Þörfina fyrir skýra ábyrgðarkeðju og eftirfylgni

Sylgja lagði áherslu á mikilvægi samstarfs og lausnamiðaðrar nálgunar til að tryggja öryggi, heilbrigði og langtíma endingu mannvirkja.


Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, innivist & byggingar - VERKVIST
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, innivist & byggingar - VERKVIST

Dagskrá málþingsins

  • Opnun fundar Hermann Jónasson, forstjóri HMS

  • Af hverju breytt byggingareftirlit? Þórunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannvirkja- og sjálfbærnisviðs, HMS

  • Rakaskemmdir í nýlegu húsnæði Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, eigandi Verkvistar

 

Pallborðsumræður um byggingagalla í nýbyggingum

  • Þorgils Sigvaldason – húseigandi og reynslusaga

  • Sigríður Ósk Bjarnadóttir – Hornsteinn

  • Þórunn Sigurðardóttir – HMS

  • Sigmundur Grétar Hermannsson – Fagmat


    Stjórnandi: Þórhallur Gunnarsson


Pallborð & umræður - HMS málþing 12. maí 2025
Pallborð & umræður - HMS málþing 12. maí 2025

Horfa á málþingið og lesa meira:

📺 Upptaka af málþinginu má finna á vef HMS:👉 Tími til kominn að bregðast við – húsnæðis- og mannvirkjastofnun

 

📰 Fjallað var um málþingið á Vísir.is:👉 Lesa frétt á Vísir

 
 
 

Comments


Commenting on this post isn't available anymore. Contact the site owner for more info.

Viltu fylgjast með ?

Takk fyrir skráninguna

Festa
Grænni byggð
verkvist

Kt.  550916 - 0960

Hallgerðargata 13

 105 Reykjavík

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn

© 2025 VERKVIST

bottom of page