Umhverfisyfirlýsingar (EPD blöð) fyrir lykilvörur Límtré Vírnets
- Sylgja D. Sigurjónsdóttir
- May 28
- 2 min read
VERKVIST hefur unnið að gerð EPD blaða fyrir yleiningar og límtrésbita Límtré Vírnets – mikilvægur áfangi fyrir sjálfbæra mannvirkjagerð á Íslandi.
Í ljósi væntanlegra breytinga á byggingareglugerð þar sem krafist verður lífsferilsgreininga (LCA greining) fyrir byggingar hefur VERKVIST unnið náið með Límtré Vírnet að þróun umhverfisyfirlýsinga (EPD – Environmental Product Declaration) fyrir tvær af lykilvörum fyrirtækisins: Yleiningar og Límtrésbita (GLT).

Hvað er EPD blað?
Umhverfisyfirlýsing vöru (EPD blað) segir til um kolefnisspor vörunnar sem og önnur umhverfisáhrif og er lykilþáttur til að auðvelda gerð lífsferilsgreininga bygginga.
Umhverfisyfirlýsing vöru (EPD) er staðlað skjal, staðfest af óháðum þriðja aðila, sem gefur upp umhverfisáhrif vöru yfir allan lífsferil hennar.
EPD gegnir lykilhlutverki við lífsferilsgreiningu bygginga og samanburð á umhverfisáhrifum byggingarefna.
Skjölin hafa verið sannreynd af óháðum þriðja aðila og eru aðgengileg á vef EPD Norway. Auk þess verða þau fljótlega fáanleg í helstu gagnagrunnum sem tengjast lífsferilsgreiningum fyrir byggingar, eins og t.d. One Click LCA, sem mun auðvelda gerð LCA greininga fyrir íslensk mannvirki.

Breytingar 1.september 2025
“Frá og með 1. september 2025 verður skylt að skila inn lífsferilsgreiningu bæði við umsókn um byggingarleyfi og við lokaúttekt fyrir byggingar í umfangsflokki 2 og 3.” -HMS
Heildstæð greining á vöruframboði
VERKVIST vann einnig heildstæða greiningu á vöruframboði Límtré Vírnets með það að markmiði að uppfylla kröfur helstu umhverfisvottunarkerfa – þar á meðal BREEAM og Svansvottunar. Lögð var áhersla á lykilvörur og farið yfir upprunavottorð, efnisinnihald og skráningu í viðurkennda efnisgrunna Svansins (SDCP). Niðurstöðurnar leiddu af sér skýrar og hagnýtar aðgerðir sem einfalda innleiðingu varanna í vottaðar framkvæmdir og styrkja samkeppnisstöðu þeirra á sviði sjálfbærrar mannvirkjagerðar. Með því er Límtré enn betur í stakk búið til að mæta kröfum um sjálfbæra mannvirkjagerð og taka þátt í verkefnum sem stefna að umhverfisvottunum.
Framtíðarsýn og áframhaldandi þróun
Með gerð EPD blaða fyrir sínar lykilvörur gerir Límtré Vírnet hagsmunaaðilum kleift að taka upplýstar ákvarðanir og undirstrikar jafnframt skýra og markvissa framtíðarsýn fyrirtækisins í umhverfismálum. Við hjá VERKVIST erum stolt af samstarfinu og höldum ótrauð áfram í samvinnu við Límtré Vírnet að gerð fleiri EPD blaða – meðal annars fyrir ál- og stálklæðningar þeirra.
Grein Límtré Vírnets:
Vantar þig EPD blað fyrir vöruna þína?
Við höfum þekkinguna og reynsluna sem þarf til í allt ferlið.
Hafðu samband við VERKVIST og fáðu ráðgjöf
コメント