top of page

VERKVIST @Healthy buildings 2025

Við hjá VERKVIST erum stolt af því að hafa tekið virkan þátt í alþjóðlegu ráðstefnunni Healthy Buildings 2025 Europe, sem fram fór 7.–11. júní 2025 í Hörpu og Háskólanum í Reykjavík.


Nær 400 þátttakendur frá 40 löndum tóku þátt í faglegu samtali um heilnæma og sjálfbæra byggð.


Einn af eigendum VERKVISTAR, Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, var ráðstefnustjóri og leiddi undirbúning og framkvæmd. Öll starfssemi okkar lagði sitt af mörkum – með þekkingu, skipulagi og eldmóði – samhliða daglegum verkefnum. Vincent E. Merida sérfræðingur VERKVISTAR sat í vísindanefndinni ásamt Ólafi H. Wallevik prófessor í Háskólanum í Reykjavík og fleiri aðilum.

Að taka þátt í að halda ráðstefnuna var ekki aðeins heiður heldur skýr birtingarmynd af metnaði okkar hjá VERKVIST: við viljum byggja brú milli rannsókna og raunveruleika, og stuðla að því að ákvarðanir um byggingar og manngert umhverfi byggist á bestu þekkingu sem völ er á hverju sinni. Okkar sýn er að heilnæm innivist, loftgæði og vistvæn hönnun sem styður heilsu eigi að vera grunnstoðir í allri þróun bygginga til framtíðar.


Ráðstefnan er á vegum ISIAQ og eingöngu flutt þar erindi sem standast ritrýni og faglegar kröfur. Fjallað var m.a. um loftslagsbreytingar, dagsbirtu, hljóðvist, varmavist, raka og loftgæði – og hvernig þessi atriði tengjast heilsu og líðan.


IceIAQ íslandsdeild ISIAQ, sem Sylgja Dögg, Heiða Mjöll og Alma Dagbjört sitja í stjórn fyrir, stóð að umsókn Íslands um að halda ráðstefnuna – sem setti Ísland á kortið í alþjóðlegri umræðu um innivist og sjálfbærni.

Þakkir

Við þökkum öllum þeim sem lögðu hönd á plóg og styrktu viðburðinn – sérstaklega starfsfólki og nemendum Háskólans í Reykjavík, tækniaðstoðarteyminu, tímavörðum, vísindanefndinni, samstarfsfólki frá Lotu verkfræðistofu, Umhverfisstofnun (UOS), Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), Grænni byggð, ISIAQ samfélaginu, og öðrum styrktaraðilum.


Við höfum þá trú að faglegt samtal og miðlun þekkingar hafi áhrif á framtíð hins byggða umhverfis hérlendis og erlendis.


Byggjum til framtíðar með innivist, sjálfbærni og gæði að leiðarljósi

Í framhaldi af alþjóðlegu ráðstefnunni var íslenskt málþing með samantekt af ráðstefnu og faglegum erindum um hvernig við byggjum til framtíðar á Íslandi með innivist, sjálfbærni endingu og gæði í forgrunni. Hér má nálgast íslenska málþingið.


 
 
 

Kommentare


Viltu fylgjast með ?

Takk fyrir skráninguna

Festa
Grænni byggð
verkvist

Kt.  550916 - 0960

Hallgerðargata 13

 105 Reykjavík

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn

© 2025 VERKVIST

bottom of page