Leitarniðurstöður
38 results found with an empty search
- Hlynur Júlíusson | VERKVIST
Hlynur Júlíusson er menntaður húsasmiðameistari frá Tækniskólanum. Hans megin áherslur hjá VERKVIST eru á heilnæma innivist, byggingatækni, byggingaeðlisfræði, ástandsskoðanir, loftgæði og margt fleira. Hann hefur yfirumsjón með heimilisskoðunum og mælitækjum s.s. loftgæðamælum og rakamælum. Hlynur Júlíusson Fagleiðtogi Endurbætur & úttektir Sérfræðikunnátta/menntun: Húsasmíðameistari Innivist Byggingareðlisfræði Byggingatækni Byggingastjórn Verkefnastjórn Viðhald og endurbætur +354 790 9101 hlynur@verkvist.is Um Hlyn Hlynur Júlíusson er menntaður húsasmiðameistari frá Tækniskólanum. Hann hefur yfir 9 ára reynslu í húsasmíði, úttektum og ráðgjöf við endurbætur, viðhaldsaðgerðir og rakaskemmdir. Hann hefur um margra ára skeið unnið að fjölmörgum verkefnum tengdum innivist, ástandsskoðunum, gallagreiningum, tillögum að endurbótum og viðhaldi bygginga fyrir sveitarfélög, fyrirtæki, opinbera aðila og einkaaðila. Megin áherslur Hlyns hjá VERKVIST eru á heilnæma innivist, byggingatækni, byggingaeðlisfræði, ástandsskoðanir, loftgæði og margt fleira. Hann hefur yfirumsjón með heimilisskoðunum og mælitækjum s.s. loftgæðamælum og rakamælum. Hlynur hefur komið að fjölmörgum verkefnum tengdum innivist s.s. ástandsskoðunum fyrirtækja og heimila, eftirfylgni með framkvæmdum og verkefnastjórnun í endurbótum og viðgerðum skólum og stofnunum, loftþéttleikaprófanir, slagveðursprófanir, rakaöryggi, framkvæmdareftirliti o.fl. Hlynur hefur hafið nám við Háskólann í Reykjavík í byggingariðnfræði samhliða starfi hjá VERKVIST. Reynsla & verkefni 2024- 2023-2024 VERKVIST: Innivist & byggingatækni Vörustjórn mælitækja og heimilisskoðanna Efla verkfræðistofa: Sérfræðingur á sviði byggingatækni og innivistar 2017-2023 Húsasmiður, sérhæfing í rakaskemmdum og myglu Rakaöryggi bygginga Ástandsmat, úttektir og gallagreiningar Innivist og loftgæði Verkefnastjórnun Umsjón og framkvæmdareftirlit Ráðgjöf 2015-2017 Húsasmiður, ýmis fyrirtæki Námskeið & endurmenntun Hlynur hefur í gegnum tíðina tekið fjölmörg námskeið til endurmenntunar er varða byggingatækni, byggingaeðlisfræði, raka, myglu, loftun byggingahluta o.fl. Þau helstu má nefna: Loftþéttleikamælingar húsa (IÐAN 2024) Rakaöryggi bygginga, (Iðan 2023) Krosslímdar timbureiningar, (Iðan 2023) Ábyrgð byggingastjóra, (Iðan 2023) Útþornun steyptra gólfa, (Iðan 2021) Álgluggar, (Iðan 2021) Gallar í byggingum, (Iðan 2020) Sólpallar og skjólgirðingar, (Iðan 2019) Raki og mygla í húsum, (Iðan 2019) Frágangur raka-, vind- og vatnsvarnarlaga með efnum frá SIGA, (Iðan 2019) Raki og mygla í húsum, (Iðan 2019) Tilboðsgerð verktaka, (Iðan 2019) Loftun byggingarhluta, (Iðan 2019) Proclima gluggaþéttingar, raka- vind- og vatnsvarnarlög, (Iðan 2019) Asbest, (Vinnueftirlitið, 2019) Raki og mygla í húsum, (Iðan 2019) Raunkostnaður útseldrar þjónustu, (Iðan 2017)
- Jón Pálsson | VERKVIST
Jón Pálsson er iðnaðar- og rekstrarverkfræðingur með Msc gráðu fra Álaborgarháskóla. Árið 2021 lauk hann viðbótarnámi Executive Blue MBA frá Copenhagen Business school. Auk þess hefur hann víðtæka reynslu af atvinnurekstri, stjórnun, nýsköpun og framkvæmdum, bæði í eigin fyrirtækjum og annarra. Þar á meðal verkfræðistofu og fyrirtæki í byggingariðnaði. Verkfræðingur Jón Pálsson Sviðsstjóri Verkefnastjórnun Rekstrarverkfræðingur / MBA Verkefnastjórn Byggingastjórn Verklegar framkvæmdir Hönnunarstjórnun Rekstur Þróun og nýsköpun Gæðamál +354 664 2802 jonp@verkvist.is Um Jón Jón er véla- og rekstrarverkfræðingur með M. Sc gráðu fra Álaborgarháskóla og lauk árið 2021 Executive Blue MBA frá Copenhagen Business school. Hann býr yfir víðtækri reynslu af atvinnurekstri, verkefnastjórnun, nýsköpun og framkvæmdum bæði sem stofnandi og stjórnandi í eigin fyrirtækjum og á verkfræðistofum og í byggingariðnaði . Hann hefur réttindi sem byggingarstjóri frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og hefur komið að framkvæmdum, verkefnastjórn og eftirliti í byggingariðnaði. Hann er einn af stofnendum og eigendum Saltverks sem framleiðir sjávarsalt með notkun jarðhita á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og hefur setið þar í stjórn og gegnt verkefnastjórn síðustu ár. Jón hefur áhuga á því að taka þátt í þróun, nýsköpun og verkefnum þar sem hann hefur tækifæri til að láta gott af sér leiða til samfélagsins. Hjá VERKVIST leiðir Jón uppbyggingu verkefnastjórnunar og um leið opnast ný tækifæri sem eru í takti við stefnu og gildi VERKVISTAR. Starfsreynsla 2025- VERKVIST Sviðsstjóri verkefnastjórnun 2012- Saltverk Tæknistjóri og meðeigandi 2006-2012 Ans ehf. byggingaverktaki Meðstofnandi og framkvæmdastjóri 2004-2006 Verkfræðistofan Höfn Meðeigandi og framkvæmdastjóri 2001-2004 Tetra Ísland neyðarfjarskipti Framkvæmdastjóri Højgaard & Schultz Iceland, framkvæmdastjóri Ármannsfell hf, framkvæmdastjóri Samskip hf, þróunarstjóri VSÓ Rekstrarráðgjöf, framkvæmdastjóri Atvinnuráðgjöf Vesturlands, forstöðumaður 2000-2001 1998-2000 1993-1998 1992-1993 1989-1992 Menntun 1984-1989 MSc. Véla- og rekstrarverkfræði Aalborg University 2019-2021 Executive Blue MBA Copenhagen Business school Fagleg reynsla, endurmenntun & kennsla 2019 Stundakennsla í Háskólanum á Bifröst - Þjónandi forysta í meistaranámi í forystu og stjórnun 1991-1992 Stundakennsla í Þjóðhagfræði að Bændaháskólanum á Hvanneyri 1990-1992 Stundakennsla í kostnaðarbókhaldi við Viðskiptaháskólann á Bifröst 2012-2025 2006-2012 1998-2001 1993-1998 Hönnun, hönnunarstjórn, bygginrgastjórn og verkumsjón: Öll tæknileg uppbygging á framleiðslu Saltverks á Reykjanesi. Skrifstofu- og lagerhúsnæði Saltverks í Vesturvör Kópavogi. Reykjalundur: Endurhönnun og framkvæmdir við hluta verksmiðjuhúsa sem aðstaða fyrir iðjuþjálfun. Bifröst: Hönnun, framkvæmdir og fjármögnun Sjónarhols, 50 íbúða nemendagarða. Miðbæjarhótel: Endurbygging Morgunblaðshúss og TM húss að Aðalstræti 6-8 – breyting í hótel fyrir Kaup, endurhönnun og bygging Ingólfsstrætis 1, áður 3 hæða húss Fiskifélags íslands, breytt í 8 hæða hótel Arnarhvoll CCP ofl: Endurbygging Grandagarðs 6-8, áður hús Bæjarútgerðar Reykjavíkur, breytt í Sjóminjasafn og skrifstofur CCP ofl. Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Uppsteypa Schengen byggingar Flugleiðir: Hönnun og bygging Fragtmiðstöðvar, Keflavíkurflugvelli, alútboð Hafnarfjarðarbær: Fimleikafélagið Björk, fimleikahús, alútboð, einkaframkvæmd, sigurtillaga, unnin af Højgaard & Schultz Iceland. Byggt af ÍSTAKI Álftanes: Þróun og uppbygging 50 íbúða hverfis, kaup lands, ski pulag, gatnagerð og byggingar Álfanesskóli: Alútboð, hönnun og framkvæmdir Austurstræti 8-10: Kaup á lóð, hönnun og uppbygging á skrifstofubyggingum Alþingis og veitingastað á jarðhæð Stórhöfði 21-31: Skrifstofubyggingar, Eirberg, fagfélögin ofl. Þróun, hönnunarstjórnun, fjármögnun, bygging og sala. Fjöldi íbúðabygginga í fjölbýli og raðhúsum Samskip: Þróun á hafnarsvæði Samskipa í Sundahöfn, bygging Ísheima, frystigeymslu í alútboði (verkkaupi og verkefnisstjóri) Skipulag og þróun á flutningakerfum Samskipa á landi og sjó innanlands og alþjóðlega Gæðastjórnun Samskipa
- Jóhannes Ólafsson | VERKVIST
Jóhannes Ólafsson er með B.Sc. gráðu í Efnaverkfræði frá HÍ og mastersgráðu í Sjálfbærri Orkuverkfræði frá HR með áherslu á nýtingu jarðvarma. Áður hafði hann lokið sveinsprófi í Húsasmíði frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Jóhannes Ólafsson Byggingatækni Sérfræðikunnátta/menntun: Orkuverkfræðingur Efnaverkfræðingur Húsasmíði +354 849 3094 johannes@verkvist.is Um Jóhannes Jóhannes Ólafsson er með bakgrunn í landbúnaði og byggingariðnaði. Hann er með háskólamenntun á sviði raunvísinda, reynslu af akademískum vinnubrögðum og að vinna út frá verkfræðilegu sjónarhorni. Jóhannes útskrifaðist með B.Sc. gráðu í Efnaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2020. Hann lauk einnig mastersgráðu í Sjálfbærri Orkuverkfræði frá HR árið 2023 með áherslu á nýtingu jarðvarma. Áður hafði hann lokið sveinsprófi í Húsasmíði frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Jóhannes hóf störf hjá VERKVIST í október en af fyrri störfum hefur hann öðlast reynslu af sjálbærni bókhaldi (ESG), umsóknarferli fyrir Svansvottun m.a. metangass og umhverfisstefnu fyrirtækja. Hann hefur einnig komið að ýmsum verkefnum tengdum landbúnaði fyrir sveitarfélög, gæðamálum, innleiðingu hringrásarhagkefis á höfuðborgarsvæðinu o.fl. Sérstaða Jóhannesar hjá VERKVIST verður sýnataka á menguðum jarðvegi, efnum, orkumálum og vottunum. Hann kemur hins vegar til með að starfa á fleiri sviðum tengdum umhverfi og sjálfbærni, byggingartækni og innivist. Reynsla & verkefni 2024- 2022-2024 VERKVIST: Orku- og efnaverkfræðingur Sjálfbærni & byggingatækni SORPA: Orkuverkfræðingur 2021-2022 SORPA: Sérfræðingur í gæðamálum Sýnataka á menguðum jarðvegi og byggingarefnum Vottanir (Svansvottun & BREAM) Gæðamál Sjálfbærni Innivist, rakamælingar & ástandsskoðun Námskeið Jóhannes hefur sótt ýmis námskeið, ráðstefnur og fyrirlestra er málefnið varða s.s.: - Raki og mygla í húsum 1, Iðan fræðslusetur (sept 2024) - Raki og mygla í húsum 2, Iðan fræðslusetur (okt 2024) - Sýnataka á menguðum jarðvegi, EUROFINS haldið á vegum Verkís og FUMÍS (okt 2024) - Fjármál og rekstur fyrirtækja, Opni Háskólinn (jan 2024 - feb 2024) - Ferla- og gæðastjórnun, Opni Háskólinn (sep 2022 - okt 2022)
- Klara Sif Sverrisdóttir | VERKVIST
Klara Sif Sverrisdóttir er með BSc gráðu í Umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og stundar einnig mastersnám í Civil and Architectural Engineering í Svíþjóð. Helstu verkefni Klöru hjá Verkvist eru í sjálfbærni, umhverfismálum og orkuútreikningum. Klara Sif Sverrisdóttir Umhverfi & sjálfbærni Sérfræðikunnátta/menntun: Umhverfis- & byggingarverkfræði Sjálfbærni Umhverfismál +354 615 4885 klara@verkvist.is Um Klöru Klara er með B.Sc. gráðu í Umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún stundar einnig mastersnám í Civil and Architectural Engineering hjá KTH Royal Institute of Technology í Svíþjóð með sérhæfingu í Sustainable buildings (sjálfbærum byggingum). Klara hefur undanfarin ár starfað hjá verkfræðistofu samhliða námi og hefur öðlast þar víðtæka reynslu og þekkingu er viðkoma gæðamálum, umhverfismálum og heilnæmri innivist. Klara hefur reynslu af hönnun á timburvirkni, stáltengingum, almennum burðarþolsútreikningum, áhættumati, gæðamálum, öryggisúttektum, ferlagreiningum, sýnatökum og hefur einning komið inn á Svansvottanir. Megin áherslur Klöru hjá VERKVIST eru: sjálfbærni, umhverfismál, orkuútreikningar, vottanir, rakaöryggi og allt sem viðkemur heilnæmri innivist. Reynsla & verkefni 2024- 2022-2023 VERKVIST: Umhverfi & sjálfbærni Efla verkfræðistofa - byggingartækni: Sérfræðingur á sviði byggingatækni og innivistar. Rakamælingar, sýnataka, úrbótavinna, öryggisúttektir og sýnataka fyrir Svansvottun. 2022- Efla verkfræðistofa - burðarvirki: Timburvirki, stáltengingar og burðaþolsútreikningar. 2021-2022 Colas Ísland Ferlagreiningar, þróun áhættumats, gæðaskjöl, umbótaverkefni, umhverfis- og öryggismál Umhvefismál Gæðamál Öryggisúttektir Ferlagreiningar Rakamælingar Sýnataka Orkuútreikningar Innivist Námskeið Klara hefur sótt ýmis námskeið, ráðstefnur og fyrirlestra er málefnið varða s.s.: - Raki og mygla í húsum 1, 2 og 3 hjá IÐAN fræðslusetur - How can we halve the carbon emission from construction (minnkun kolefnisspors) - Nýsköpun í mannvirkjagerð - Framkvæmdir til framtíðar
- Hulda Einarsdóttir | VERKVIST
Hulda Einarsdóttir er útskrifuð með B.A í Arkitektúr og M.S í Umhverfis- og auðlindafræði. Hennar megin áherslur hjá VERKVIST eru á umhverfi, sjálfbærni og kolefnissporsgreiningar. Hulda Einarsdóttir Fagleiðtogi Umhverfisvottun Umhverfi & sjálfbærni Sérfræðikunnátta/menntun: Arkitektúr, Umhverfis- & auðlindafræði M.Sc. Umhverfi Sjálfbærni Vistvottanir BREEAM, Svanurinn Kolefnissporsgreiningar +354 773 8605 hulda@verkvist.is Um Huldu Hulda Einarsdóttir er útskrifuð með B.A í Arkitektúr og M.S í Umhverfis- og auðlindafræði. Hulda er mikill umhverfissinni og stundar einnig doktorsnám þar sem hún vinnur m.a. að verkefninu „Carbon Sink Cities“. Hulda hefur brennandi áhuga á lausnum til að draga úr losun frà byggðu umhverfi. Samhliða doktorsnáminu sinnti Hulda rannsóknarstarfi fyrir frjálsu félagasamtökin ,,Grænni byggð“ á losunarlausum verkstöðum sem snýr að því að draga úr kolefnislosun og annarri beinni losun á byggingarsvæðum. Á árunum 2018-2022 starfaði Hulda sem sérfæðingur sem stýrir verkefnum á Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og síðar við verkefni Borgarlínunnar en í þeim störfum fólst m.a. yfirferð og úrvinnsla leyfisumsókna um skipulagsbreytingar og deiliskipulagsgerð borgarlínunnar. Hennar megin áherslur hjá VERKVIST eru á umhverfi, sjálfbærni og kolefnissporsgreiningar. Reynsla & rannsóknarverkefni 2024- 2022-2023 VERKVIST: Umhverfi & sjálfbærni Grænni byggð: - losunarlausir verkstaðir - rannsakandi 2018-2022 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar: - deiliskipulag borgarlínunnar - sérfræðingur sem stýrir verkefnum BREEAM og BREAM in use 1,5 degree Compatible Living in the Nordic Conditions. Perceptions of the built environment as disabling or enabling of low carbon lifestyles in the Nordic Context. Grein í Infrastructure and Sustainability: Carbon storage in the built environment : a review. Nánar um rannsóknarverkefni Huldu Doktorsverkefnið hennar ber heitið ,,Carbon Sink Cities“ og snýr að því að leita leiða til þess að minnka losun frá hinu byggða umhverfi ásamt því að draga í sig og geyma kolefni (e. Carbon Sink and Storage). Rannsóknarverkefnið er unnið undir handleiðslu Dr. Jukka Heinonen og snýr að því að rannsaka hvaða þættir í hinu byggða umhverfi hafa með beinum eða óbeinum hætti áhrif á umhverfislega hegðun (e. Pro-climate behaviour) fólks á norðurlöndum. Í desember 2023 birtist vísindagreinin ,,Carbon Storage in the Built Environment: a review“. í tímaritinu Infrastructure and sustainability sem hún skrifaði með samstarfsfélögum sínum. Í greininni er fjallað um hvernig hægt er að geyma kolefni í byggðu umhverfi.
- Arnar Þór Sævarsson | VERKVIST
Arnar Þór Sævarsson hefur B.Sc. gráðu í byggingartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík og sveinspróf í húsasmíði frá Tækniskólanum. Hans megin áherslur hjá VERKVIST eru á heilnæma innivist, byggingatæknifræði, byggingaeðlisfræði, ástandsskoðanir, loftgæði og margt fleira. Arnar Þór Sævarsson Fagleiðtogi Innivist & byggingartækni Sérfræðikunnátta/menntun: Byggingatæknifræðingur & húsasmiður Innivist Byggingatækni Viðhald og endurbætur Eftirlit Verkefnastjórn Rakaöryggi +354 662 3798 arnar@verkvist.is Um Arnar Arnar Þór hefur B.Sc. gráðu í byggingartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík og sveinspróf í húsasmíði frá Tækniskólanum. Arnar hefur 6 ára starfsreynslu sem húsasmiður. Arnar hefur komið að fjölmörgum verkefnum tengdum innivist, framkvæmdareftirliti, gerð kostnaðargreininga, verklýsinga og útboðsgagna. Arnar hefur séð um loftgæðamælingar og loftþéttleikaprófanir vegna BREEAM vottana. Hans megin áherslur hjá VERKVIST eru á heilnæma innivist, byggingatæknifræði, byggingaeðlisfræði, ástandsskoðanir, loftgæði og margt fleira. Reynsla & verkefni 2024- 2021-2024 VERKVIST: Innivist & byggingatækni Efla verkfræðistofa: Sérfræðingur á sviði byggingatækni og innivistar 2020-2021 Ístak: Tæknimaður 2014-2018 Húsasmiður: Ýmis fyrirtæki Ástandsmat og úttektir Innivist og loftgæði Verkefnastjórnun Umsjón og framkvæmdareftirlit Útboðsgögn og kostnaðaráætlanir Námskeið Arnar hefur sótt fjölmörg námskeið er varða raka og myglu, brunaþéttingar og námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn.
- Um okkur | VERKVIST
VERKVIST samanstendur af einstöku teymi með yfirgripsmikla og þverfaglega þekkingu og reynslu. Rík áhersla er lögð á að byggingar eru fyrir fólk, heilsa og vellíðan eru í fyrirrúmi og að vistspor bygginga sé lágmarkað. Um okkur Teymið VERKVIST samanstendur af einstöku teymi með yfirgripsmikla, þverfaglega þekkingu og reynslu. Rík áhersla er lögð á að byggingar eru fyrir fólk, heilsa og vellíðan eru í fyrirrúmi og að vistspor bygginga sé lágmarkað. Þann 1. mars 2024 var VERKVIST verkfræðistofa stofnuð af Ölmu, Böðvari og Sylgju. Sérfræðingar hver á sínu sviði með sameiginlega sýn og markmið. Fljótlega bættist í hópinn og voru Hlynur og Árna komin strax fyrsta mánuðinn. Í september 2025 erum við orðin 17 talsins meðtalin starfsnemi frá HR. Nánari upplýsingar um sérsvið, reynslu og þekkingu hvers starfsmanns má sjá hér að neðan. Gildin okkar UMHYGGJA Við berum virðingu fyrir hvert öðru og viljum hlúa að samfélagi og umhverfi. FAGMENNSKA Við erum fagleg og veitum heiðarlega ráðgjöf. FRAMSÆKNI Við leitum nýrra lausna og erum drifin áfram af nýsköpun og þekkingarleit. Alma D. Ívarsdóttir Framkvæmdastjóri Umhverfi & sjálfbærni +354 660 2164 alma@verkvist.is Böðvar Bjarnason Stjórnarformaður Innivist & byggingatækni +354 665 6521 bodvar@verkvist.is Sylgja Dögg Framkvæmdastjóri Innivist & lýðheilsa +354 665 6244 sylgja@verkvist.is Arnar Þór Sævarsson Fagleiðtogi rakaöryggi Innivist & byggingatækni +354 662 3798 arnar@verkvist.is Árna Benediktsdóttir Innivist & byggingatækni +354 770 2780 arna@verkvist.is Einar Örn Þorvaldsson Umhverfi & sjálfbærni +354 899 0282 einar@verkvist.is Heiðdís Tinna Innivist & byggingatækni +354 848 9700 heiddis@verkvist.is Helga María Adolfsd. Fagleiðtogi lífsferilsgreining Umhverfi & sjálfbærni +354 692 4815 helgamaria@verkvist.is Hlynur Júlíusson Fagleiðtogi endurbætur Innivist & byggingatækni +354 790 9101 hlynur@verkvist.is Hulda Einarsdóttir Fagleiðtogi umhverfisvottun Umhverfi & sjálfbærni +354 773 8605 hulda@verkvist.is Jóhannes Ólafsson Innivist & byggingatækni +354 849 3094 johannes@verkvist.is Jón Pálsson Sviðsstjóri Verkefnastjórnun +354 664 2802 jonp@verkvist.is Íris Magnúsdóttir Kynningarmál & fræðsla +354 779 1800 iris@verkvist.is Klara Sif Sverrisdóttir Umhverfi & sjálfbærni +354 615 4885 klara@verkvist.is Sigursteinn Páll Sigurðsson Innivist & byggingatækni +354 774 5505 sigursteinn@verkvist.is Vincent E. Merida Umhverfi & sjálfbærni +354 854 8661 vincent@verkvist.is Ævar Kærnested Innivist & byggingatækni +354 780 3070 aevar@verkvist.is Alma D. Ívarsdóttir Framkvæmdastjóri Umhverfi & sjálfbærni +354 660 2164 alma@verkvist.is Böðvar Bjarnason Stjórnarformaður Innivist & byggingatækni +354 665 6521 bodvar@verkvist.is Sylgja Dögg Framkvæmdastjóri Innivist & lýðheilsa +354 665 6244 sylgja@verkvist.is Arnar Þór Sævarsson Fagleiðtogi rakaöryggi Innivist & byggingatækni +354 662 3798 arnar@verkvist.is Árna Benediktsdóttir Innivist & byggingatækni +354 770 2780 arna@verkvist.is Einar Örn Þorvaldsson Umhverfi & sjálfbærni +354 899 0282 einar@verkvist.is Heiðdís Tinna Innivist & byggingatækni +354 848 9700 heiddis@verkvist.is Helga María Adolfsd. Fagleiðtogi lífsferilsgreining Umhverfi & sjálfbærni +354 692 4815 helgamaria@verkvist.is Hlynur Júlíusson Fagleiðtogi endurbætur Innivist & byggingatækni +354 790 9101 hlynur@verkvist.is Hulda Einarsdóttir Fagleiðtogi umhverfisvottun Umhverfi & sjálfbærni +354 773 8605 hulda@verkvist.is Jóhannes Ólafsson Innivist & byggingatækni +354 849 3094 johannes@verkvist.is Jón Pálsson Sviðsstjóri Verkefnastjórnun +354 664 2802 jonp@verkvist.is Íris Magnúsdóttir Kynningarmál & fræðsla +354 779 1800 iris@verkvist.is Klara Sif Sverrisdóttir Umhverfi & sjálfbærni +354 615 4885 klara@verkvist.is Sigursteinn Páll Sigurðsson Innivist & byggingatækni +354 774 5505 sigursteinn@verkvist.is Vincent E. Merida Umhverfi & sjálfbærni +354 854 8661 vincent@verkvist.is Ævar Kærnested Innivist & byggingatækni +354 780 3070 aevar@verkvist.is Markmið VERKVIST veitir sérfræðiráðgjöf til hönnuða, arkitekta, byggingarverktaka, húseigenda og notenda varðandi innivist, vistvottun, orkunýtingu, loftgæði og rakaástand. Vistvænar byggingar eru fyrst og fremst byggingar sem endast, skemmast ekki vegna raka og þurfa ekki ótímabært viðhald. Gæði bygginga endurspeglast þannig í lægri viðhaldskostnaði og vellíðan notenda. Góð innivist skilar sér í jákvæðum áhrifum á vitræna starfsemi, betri námsárangri, meiri afköstum og framlegð. Góð innivist þýðir færri fjarvistardagar á vinnustað og minni áhætta á þeim skertu lífsgæðum sem fylgt geta veikindum vegna rakaskemmda og myglu. Góð loftgæði eru þar lykilatriði. Við leggjum áherslu á samstarf og virðingu fyrir öllum aðilum í byggingarferlinu og stefnum að framúrskarandi þjónustu sem skilar varanlegum árangri. Sagan VERKVIST verkfræðistofa er meðal annars byggð á sprotafyrirtækinu, Húsi og heilsu stofnað árið 2006, sem er fyrsta ráðgjafafyrirtækið á Íslandi til að hefja rannsóknir og ráðgjöf á rakaskemmdum og myglu. Í byrjun árs 2024 tóku Alma, Böðvar og Sylgja sig saman og stofnuðu verkfræði- og ráðgjafastofuna VERKVIST þar sem lögð er áhersla á vistvæni og heilnæmi bygginga í víðu samhengi. Þessi hópur á það sameiginlegt að hafa unnið við rannsóknir, ráðgjöf og hönnun á sviði byggingartækni, innivistar og vistvænna bygginga á síðustu áratugum og hefur brennandi áhuga á að leggja sitt af mörkum til þess að bæta byggingar á Íslandi þar sem fólk og umhverfi eru í forgrunni. Vinnuumhverfi Við leggjum ríka áherslu á teymisvinnu, nýjungar og stöðugar umbætur, þar sem hver teymismeðlimur nýtir sérhæfða þekkingu sína til að mæta þörfum viðskiptavina. Með gagnkvæmum stuðningi og samvinnu viljum við skapa nýjar og traustar lausnir sem standast mismunandi kröfur. VERKVIST er sveigjanlegur, heilsueflandi og fjölskylduvænn vinnustaður þar sem virðing og skoðanafrelsi er í forgrunni. Við trúum því að hver einstaklingur eigi rétt á að þróast og vaxa í starfi, í samræmi við eigin áhuga og styrkleika. Okkar markmið er að veita umhverfi sem hvetur til þekkingarleitar, skapandi hugsunar og persónulegs vaxtar, með áherslu á andlega og líkamlega vellíðan. Við sjáum fjölbreytileika og skoðanir sem auðlind; þær eru grundvöllur fyrir nýsköpun og framfarir. Hjá VERKVIST leggjum við ríka áherslu á vellíðan starfsfólks, góða innivist og gott vinnuumhverfi.
- Loftgæði | VERKVIST
VERKVIST er með sérfræðinga í efnaverkfræði, líffræði og byggingartækni til að skoða og meta loftgæði í byggingum. Við erum með mælitæki og búnað sem hægt er að leigja eða kaupa hjá okkur. Loftgæði Loftgæði innandyra Loftgæði í byggingu eða rými skipta miklu máli fyrir heilsu, vellíðan og frammistöðu þeirra sem dvelja eða starfa í því rými. Loftgæði eru metin út frá þekktum efnum og áhrifavöldum eins og loftraka, hitastigi, koltvísýringi, svifryki og ögnum auk rokgjarnra efna. Ekki er hægt að segja að slík mæling endurspegli allt það sem loftið inniheldur eða við öndum að okkur en það gefur okkur nokkuð góða mynd af stöðunni og þekktum áhrifavöldum á heilsu. Loftgæðamælingar eru framkvæmdar meðal annars þegar: Kanna þarf virkni loftræsingar miða við notkun rýma. Athugasemdir koma fram hjá notendum s.s. vanlíðan, erting eða óþægindi. Lyktarmengun er til staðar. Eftir framkvæmdir eða endurbætur. Grunur er um mengun frá umferð Grunur er um mengun vegna eldgoss eða annarra þátta utandyra. Loftgæðamælingar Loftgæðamælingar eru framkvæmdar með síritum frá ATMO, Inbiot eða Airgradient. Með síritun loftgæða má fá upplýsingar um breytingar og frávik á eftirfarandi þáttum: hita, loftraka, svifryki (PM1, PM2,5, PM10), TVOC, formaldehýði, NOX, hávaða og lýsingu. Síritun á C02 gefur upplýsingar um virkni loftskipta miðað við notkun og hvort að loftskipti í rými standist byggingarreglugerð þar sem krafan er sú að C02 fari að jafnaði ekki yfir 800 ppm. Hægt er að fá beinan aðgang að upplýsingum í gegnum forrit í símanum og fylgjast þannig með loftgæðum í rauntíma. Einnig er hægt að fá úrvinnslu og greiningu á gögnum með tillögum til úrbóta. Loftgæðamæling & skimun VERKVIST notar Graywolf loftgæðamæli til þess að koma í úttektir og meta loftgæði hvort sem er með punktmælingum eða með síritun. Hægt er að mæla og meta styrk mismunandi lofttegunda eftir aðstæðum hverju sinni. Síritun og punktmælingar með Graywolf mæli styðja við og gefa nákvæmari niðurstöður en síritamælingar með einfaldari loftgæðamælum eins og eru nefndir hér ofar. Graywolf mælingar koma að gagni þegar meta á styrk ávkeðinna rokgjarnra efna á meðan hefðbundinr loftgæðamælar meta breytingar eða frávik á TVOC (total volatile organic compounds) eða heildarmagn slíkra efna í loftinu hverju sinni. Hægt er að skoða og meta meðal annars styrk formaldehýðs, köfnunarefnisoxíðs (NOX) frá umferð, brennisteinsdíoxíð frá eldgosum eða brennisteinsvetni frá jarðavarmavirkjunum svo eitthvað sé nefnt. Efnagreiningar & rokgjörn efni VOC Ítarlegri VOC mælingar eru framkvæmdar með ákveðnum búnaði til þess að greina nánar þær rokgjörnu lofttegundir sem eru í loftinu. Þær gagnast til að: Meta hvaða rokgjörnu efni eru til staðar ef síritamælingar sýna frávik. Kanna styrk efna í innilofti. Skoða uppruna efnanna, frá notendum eða byggingu. Gefa tillögur til úrbóta. Staðfesta efnisval við vistvottanir eins og BREEAM eða Svaninn. Sylgja Dögg Framkvæmdastjóri Innivist & lýðheilsa +354 665 6244 sylgja@verkvist.is Arnar Þór Sævarsson Fagleiðtogi rakaöryggi Innivist & byggingatækni +354 662 3798 arnar@verkvist.is Jóhannes Ólafsson Innivist & byggingatækni +354 849 3094 johannes@verkvist.is Klara Sif Sverrisdóttir Umhverfi & sjálfbærni +354 615 4885 klara@verkvist.is
- VERKVIST | innivist | rakaskemmdir | mygla | svansvottun
VERKVIST veitir sérfræðiráðgjöf varðandi dagsbirtu, lífsferilsgreiningar, Svansvottun, BREEAM, byggingareðlisfræði, innivist, vistvottun, orkunýtingu, loftgæði og rakaástand, rakaskemmdir og myglu. BYGGINGAR FYRIR FÓLK Öflugt teymi sérfræðinga með áratuga reynslu. Fagleg ráðgjöf til opinberra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga varðandi innivist, loftgæði, rakaskemmdir, myglu, orkunýtingu, byggingareðlisfræði, sjálfbærni og vistvottun. VERKBEIÐNI Þjónusta INNIVIST HEIMILI LOFTGÆÐI BYGGINGATÆKNI VISTVOTTUN LÍFSFERILSGREINING ORKUNÝTING DAGSBIRTA Fréttir 2024 317 222 17 Stofnár Verkefni Viðskiptavinir Starfsmenn Um okkur Alma D. Ívarsdóttir Framkvæmdastjóri Umhverfi & sjálfbærni +354 660 2164 alma@verkvist.is Böðvar Bjarnason Stjórnarformaður Innivist & byggingatækni +354 665 6521 bodvar@verkvist.is Sylgja Dögg Framkvæmdastjóri Innivist & lýðheilsa +354 665 6244 sylgja@verkvist.is Arnar Þór Sævarsson Fagleiðtogi Innivist & byggingatækni +354 662 3798 arnar@verkvist.is Árna Benediktsdóttir Innivist & loftgæði +354 770 2780 arna@verkvist.is Einar Örn Þorvaldsson Umhverfi & sjálfbærni +354 899 0282 einar@verkvist.is Heiðdís Tinna Innivist & byggingatækni +354 848 9700 heiddis@verkvist.is Helga María Adolfsd. Umhverfi & sjálfbærni +354 692 4815 helgamaria@verkvist.is Hlynur Júlíusson Fagleiðtogi Endurbætur & úttektir +354 790 9101 hlynur@verkvist.is Hulda Einarsdóttir Umhverfi & sjálfbærni +354 773 8605 hulda@verkvist.is Jóhannes Ólafsson Innivist & byggingatækni +354 849 3094 johannes@verkvist.is Jón Pálsson Sviðsstjóri Verkefnastjórnun +354 664 2802 jonp@verkvist.is Íris Magnúsdóttir Kynningarmál & fræðsla +354 779 1800 iris@verkvist.is Klara Sif Sverrisdóttir Umhverfi & sjálfbærni +354 615 4885 klara@verkvist.is Sigursteinn P. Sigurðs, Innivist & byggingatækni +354 774 5505 sigursteinn@verkvist.is Vincent E. Merida Umhverfi & sjálfbærni +354 854 8661 vincent@verkvist.is Ævar Kærnested Innivist & byggingatækni +354 780 3070 aevar@verkvist.is Alma Dagbjört Ívarsdóttir Framkvæmdastjóri Umhverfi & sjálfbærni +354 660 2164 alma@verkvist.is Böðvar Bjarnason Stjórnarformaður Innivist & byggingatækni +354 665 6521 bodvar@verkvist.is Sylgja Dögg Framkvæmdastjóri Innivist & lýðheilsa +354 665 6244 sylgja@verkvist.is Arnar Þór Sævarsson Fagleiðtogi rakaöryggi Innivist & byggingatækni +354 662 3798 arnar@verkvist.is Árna Benediktsdóttir Innivist & byggingatækni +354 770 2780 arna@verkvist.is Einar Örn Þorvaldsson Umhverfi & sjálfbærni +354 899 0282 einar@verkvist.is Heiðdís Tinna Guðmundsd. Innivist & byggingatækni +354 848 9700 heiddis@verkvist.is Helga María Adolfsd. Fagleiðtogi lífsferilsgreining Umhverfi & sjálfbærni +354 692 4815 helgamaria@verkvist.is Hlynur Júlíusson Fagleiðtogi endurbætur Innivist & byggingatækni +354 790 9101 hlynur@verkvist.is Hulda Einarsdóttir Fagleiðtogi umhverfisvottun Umhverfi & sjálfbærni +354 773 8605 hulda@verkvist.is Jóhannes Ólafsson Innivist & byggingatækni +354 849 3094 johannes@verkvist.is Jón Pálsson Sviðsstjóri Verkefnastjórnun +354 664 2802 jonp@verkvist.is Íris Magnúsdóttir Kynningarmál & fræðsla +354 779 1800 iris@verkvist.is Klara Sif Sverrisdóttir Umhverfi & sjálfbærni +354 615 4885 klara@verkvist.is Sigursteinn Páll Sigurðsson Innivist & byggingatækni +354 774 5505 sigursteinn@verkvist.is Vincent E. Merida Umhverfi & sjálfbærni +354 854 8661 vincent@verkvist.is Ævar Kærnested Innivist & byggingatækni +354 780 3070 aevar@verkvist.is Þjónusta Sérfræðingar okkar hjá VERKVIST eru leiðandi á sviði rakaástands bygginga, innivistar, rakaskemmda, loftgæða, sjálfbærni, vistvottana og heilnæmi bygginga. Teymið samanstendur af sérhæfðum ráðgjöfum úr húsasmíði, verkfræði, umhverfis- og auðlindafræði, tæknifræði, líffræði og lýðheilsu. Við skiljum mikilvægi þess að skapa umhverfi sem er heilsusamlegt, öruggt og örvandi fyrir alla. Saman getum við skapað framúrskarandi rými sem styðja við bæði umhverfi og velferð notenda. Viðskiptavinir okkar eru arkitektar, hönnuðir, opinberar stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar. Við leggjum metnað okkar í að veita faglega og heiðarlega ráðgjöf. Við bjóðum upp á lausnir sem eru sérsniðnar að einstökum þörfum og markmiðum hvers viðskiptavinar og veitum persónulega þjónustu. Við hvetjum þig til að hafa samband til að fræðast nánar um hvernig VERKVIST getur stutt þig eða þitt fyrirtæki í að ná framúrskarandi árangri til að bæta innivist eða ná fram vistvænum byggingum á ábyrgan og heilbrigðan hátt. SVANURINN BREEAM BREEAM EPD LCA Svansvottun Nýbyggingar eða endurbætur. Við erum sérfræðingar í Svansvottun Umhverfisgreining, þéttleika-mælingar. VERKBEIÐNI Loftgæði Mat á loftgæðum með síritum sem nema C02, VOC, Svifryk, mengun frá umferð, birtu og hávaða. VERKBEIÐNI Innivist Úttekt á innivist og ráðgjöf í framhaldi. Efnisval, efnisnotkun, loftskipti og almennt ástand. Hægt að óska eftir úttekt á loftræsingu, virkni og stillingum. VERKBEIÐNI Raki & mygla Ástandsskoðun, rakaskimun og sýnataka vegna gruns um rakavandamál eða myglu. DNA ryksýni til að fá stöðuna á loftbornum örverum . VERKBEIÐNI Rakaöryggi Rakaöryggi í hönnun, framkvæmd og við endurbætur .Hvernig fyrirbyggjum við rakaskemmdir VERKBEIÐNI Hafa samband Hallgerðargata 13 + 354 419 1500 verkvist@verkvist.is Nafn Netfang Erindi SENDA
- Innivist | VERKVIST
Hvernig er innivistin á þínu heimili eða vinnustað ? Fagleg og persónuleg þjónusta þar sem markmið er að finna lausnir og bæta innivist. Loftgæðamælingar, sýnatökur, mælingar á rokgjörnum efnum. Innivist Rakaástand Úttekt á rakaástandi felur í sér rakaskimun og mælingar á öllum áhættusvæðum. Úttekt byggir á eftirfarandi þáttum: Saga byggingar, notkun og viðhald Uppbygging og byggingarefni loftlekar loftræsing Rakaskimun Sýnataka, myglusýni, byggingarefnissýni Mælingar, síritun á loftgæðum eða loftsýni Loftgæðamælingar Loftgæðamælingar eru framkvæmdar með síritum frá ATMO. Með síritun loftgæða má fá upplýsingar um breytingar og frávik á eftirfarandi þáttum: hita, loftraka, svifryki (PM1, PM2,5, PM10), TVOC, formaldehýði, NOX, hávaða og lýsingu. Hægt er að fá beinan aðgang að upplýsingum í gegnum forrit í símanum og fylgjast þannig með loftgæðum í rauntíma. Einnig er hægt að fá úrvinnslu og greiningu á gögnum með tillögum til úrbóta. Sýnataka DNA sýni eru tekin þannig að strokið er af yfirborði til þess að ná uppsöfnuðu ryki og kanna hvort samsetning örvera eða magn sé yfir eðlilegum mörkum. Þessi sýnataka gefur vísbendingar um hvort einhvers staðar séu rakaskemmdir í nálægu rými eða svæði. Böðvar Bjarnason Stjórnarformaður Innivist & byggingatækni +354 665 6521 bodvar@verkvist.is Sylgja Dögg Framkvæmdastjóri Innivist & lýðheilsa +354 665 6244 sylgja@verkvist.is Arnar Þór Sævarsson Fagleiðtogi rakaöryggi Innivist & byggingatækni +354 662 3798 arnar@verkvist.is Hlynur Júlíusson Fagleiðtogi endurbætur Innivist & byggingatækni +354 790 9101 hlynur@verkvist.is
- Tæknileg ráðgjöf fyrir vistvænar byggingar | VERKVIST
VERKVIST býður tæknilega ráðgjöf fyrir byggingar. Við sérhæfum okkur í lausnum fyrir rakavandamál. Byggingatækni Rakaöryggi Rakaöryggi við hönnun og framkvæmd felur í sér að takmarka skemmdir og afleiðingar raka. Ef rakaástand fer út fyrir öryggismörk raka geta afleiðingar komið fram eins og fúi í timbri eða trjákenndum efnum, örveru- og mygluvöxtur, aukin útgufun frá byggingarefnum og aukin varmaleiðni í einangrandi byggingarefnum. Einnig geta komið fram frostskemmdir, tæring málma, úrfellingar eða hreyfingar á byggingarefnum. Síðast en ekki síst hefur óeðlilegt rakaástand bygginga áhrif á loftgæði. Rakaöryggiseftirlit á verktíma felst í því að tryggja veðurvarnir á framkvæmdatíma og að verkþáttaröð valdi ekki óþarfa rakaálagi. Rakaöryggi eykur endingu, hámarkar nýtingu og lágmarkar vistspor bygginga. VERKVIST útbýr rakavarnaráætlanir fyrir Svansvottun og sinnir hlutverki rakavarnarfulltrúa. Byggingareðlisfræði Við hjá VERKVIST teljum að byggingaeðlisfræði sé lykillinn að sjálfbærum, heilnæmum og vistvænum byggingum. Með samþættingu sjálfbærni og byggingaeðlisfræði getum við stefnt að því að byggja húsnæði sem er ekki aðeins öruggt og endingargott, heldur einnig í sátt við náttúru, heilsu og vellíðan. Við notum meðal annars WUFI hermihugbúnað í okkar vinnu. Greiningar eða hermun með WUFI gefur upplýsingar um raka- og hitaflutning í gegnum byggingarhluta en það gagnast við val á byggingarefnum m.a. til að forðast byggingargalla og stuðla að orkusparnaði. Einnig er hægt að spá fyrir um líkur á myglu í ákveðinni uppbyggingu. Hermun er framkvæmd með íslenskum veðurgögnum eitt ár í senn og metið í framhaldi hver hættan er á rakaþéttingu og jafnvel mygluvexti miðað við ákveðna uppbyggingu. Á þennan hátt mótar VERKVIST framtíðina í byggingariðnaði með viðskiptavinum sínum. Líftíma- og orkuútreikningar Líftímaútreikningar (LCC) fyrir byggingar á Íslandi eru lykilatriði í þróun varanlegra og sjálfbærra mannvirkja. Þessir útreikningar eru grundvallarþættir í að takast á við veðurfarslegar áskoranir eins og breytilegt veður, mikinn vind og raka. Útreikningarnir gera okkur kleift að meta orkunotkun og umhverfisáhrif yfir æviferil bygginga auk þess að stuðla að hagkvæmni og tryggja öryggi. Viðhald og endurnýjun er einnig mikilvægur þáttur, sem tryggir langlífi bygginga. Fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur af slíkum útreikningum er umtalsverður, bæði þegar kemur að kostnaði og minni umhverfisáhrifum auk þess að vera nauðsynlegir til að uppfylla reglugerðir og staðla. Böðvar Bjarnason Stjórnarformaður Innivist & byggingatækni +354 665 6521 bodvar@verkvist.is Arnar Þór Sævarsson Fagleiðtogi rakaöryggi Innivist & byggingatækni +354 662 3798 arnar@verkvist.is Hlynur Júlíusson Fagleiðtogi endurbætur Innivist & byggingatækni +354 790 9101 hlynur@verkvist.is
- EPD blöð | VERKVIST
Umhverfisyfirlýsing er íslenska þýðingin á „Environmental Product Declaration“, EPD. EPD blöð eru stöðluð og staðfest af utanaðkomandi þriðja aðila, EPD blöð gefa upp umhverfisáhrif vöru yfir allan lífsferil hennar og eru í raun samantekt á niðurstöðum lífsferilsgreiningar á vöru. EPD blöð Hvað er EPD? Umhverfisyfirlýsing er íslenska þýðingin á „Environmental Product Declaration“, EPD. EPD blöð eru stöðluð og staðfest af utanaðkomandi þriðja aðila, EPD blöð gefa upp umhverfisáhrif vöru yfir allan lífsferil hennar og eru í raun samantekt á niðurstöðum lífsferilsgreiningar á vöru. Lífsferilsgreining (LCA) er aðferðafræði sem að notuð er við gerð EPD blaða og fylgir stöðlum eins og ISO 14040, 14044 og EN15804 fyrir LCA almennt og fyrir byggingavörur. Eftirspurn eftir EPD blöðum fer ört vaxandi í byggingargeiranum, bæði vegna aukinnar vitundarvakningar um umhverfismál og breytinga á byggingarreglugerð. EPD sérfræðingar sjá um ferlið Sérfræðingar okkar hjá Verkvist hafa aðstoðað fyrirtæki við að einfalda ferlið við gerð á EPD blöðum. Gerð EPD blaða krefst yfirleitt sértækrar þekkingar og reynslu af LCA greiningum, þar sem ferlið er flókið og krefjandi. Ferlið felst í því að rata um landslag hýsingaraðila (program operators) og mismunandi reglur um vöruflokka (PCR – product category rules). Við bjóðum bæði sérfræðiþekkingu í LCA og reynslu af gerð EPD blaða fyrir fjölbreyttar vörur á íslenskum markaði. Hvort sem þú ætlar að gefa út þitt fyrsta EPD blað eða bæta við fleiri, þá getum við séð um allt ferlið fyrir þig. Bættu ferla, minnkaðu áhrif Með aðstoð LCA getum við lagt til breytingar á ferlum sem gætu haft jákvæð áhrif á umhverfið og rekstrarhagkvæmni. Kortlagning á helstu umhverfisáhrifum (hot spot analysis) er lykillinn að því að greina hvar er hægt að ná ávinning með minnkuðum umhverfisáhrifum. Auk þess að sjá um allt EPD ferlið frá upphafi til enda, geta sérfræðingar okkar veitt innsýn í umhverfisáhrif vöru eða efnis yfir allan líftíma þess, frá vinnslu hráefna til förgunar. Alma D. Ívarsdóttir Framkvæmdastjóri Umhverfi & sjálfbærni +354 660 2164 alma@verkvist.is Helga María Adolfsd. Fagleiðtogi Umhverfi & sjálfbærni +354 692 4815 helgamaria@verkvist.is Vincent E. Merida Umhverfi & sjálfbærni +354 854 8661 vincent@verkvist.is











