Leitarniðurstöður
36 results found with an empty search
- Helga María Adolfsdóttir frá COWI til VERKVISTAR
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Helga María Adolfsdóttir , byggingarfræðingur með sérhæfingu í sjálfbærni og lífsferilsgreiningum, hefur gengið til liðs við VERKVIST. Frétt um það birtist á vef Viðskiptablaðsins í dag Frá vef Viðskiptablaðsins Helga María lauk B.Sc . gráðu í byggingarfræði frá UCL University College í Danmörku þar sem hún sérhæfði sig í lífsferilsgreiningum (LCA) í lokaverkefni sínu. Helga hefur aflað sér víðtækrar reynslu og þekkingar bæði hérlendis og í Danmörku á sviði byggingariðnarins frá árinu 2019. Hún hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum á sviði byggingarfræðinnar, umhverfismála, sérfræðiráðgjöf, starfað við kennslu, vistvottanir og loftgæði um árabil. „Það er mikill styrkur fyrir okkur og heiður að fá Helgu Maríu í hópinn. Hún hefur einstaka þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærni og lífsferilsgreininga sem mun nýtast við fjölbreytt verkefni okkar,“ segir Alma Dagbjört Ívarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn af eigendum VERKVISTAR. Dæmi um ráðgjöf og þjónustu sem Helga María og sviðið mun veita: Lífsferilsgreiningar Kolefnisspor Vottanir (BREEAM og Svanurinn) Sjálfsbærnisráðgjöf Byggingareðlisfræði Endurnýting byggingarefna Hringrásarhagkerfi Rakavarnareftirlit fyrir vistvottanir „Markmið mitt er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga á öllum stigum lífsferils þeirra. Í því felst að lágmarka kolefnisspor, kostnað, orkunotkun byggingarinnar og hafa á heildstæðan hátt jákvæð áhrif á hönnun og framkvæmd bygginga sem og líftíma þeirra,“ segir Helga María. Nánari upplýsingar um Helgu Maríu og þjónustuna má finna á starfsmannasíðu okkar. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna í hópinn.
- Flutti úr sólinni í Kaliforníu til Íslands í nám og svo til VERKVISTAR - Vincent E. Merida, umhverfis- og auðlindafræðingur
Vincent E. Merida hefur starfað með VERKVIST undanfarna mánuði í verkefnum tengdum lífsferilsgreiningum og gerð umhverfisyfirlýsinga, fyrst í hlutastarfi meðfram doktorsnámi en við vorum svo lánsöm að hann skrifaði undir samning við okkur nú í október um fullt starf. Um Vincent Vincent er með bakgrunn í hagfræði og lífsferilsgreiningum tengdum orkumálum, matvælakerfum og öðrum innviðum. Ástríða hans fyrir sjálfbærni hófst í Kaliforníu þar sem hann starfaði í sólarorkuiðnaðinum og stofnaði umhverfisvæna garðyrkjuþjónustu. Síðustu árin hefur hann verið í doktorsnámi í umhverfis- og auðlindafræði hjá Háskóla Íslands með áherslu á lífsferilsgreiningar ásamt því að vera rannsakandi, stundarkennari og fyrirlesari fyrir meistaranemendur í HÍ. Vincent hefur birt ritrýndar greinar í ýmsum fagritum og haldið fjölda fyrirlestra á innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum. Þar með hefur hann öðlast verðmæta reynslu og þekkingu á sviði sjálfbærni með áherslu á lífsferilsgreiningar, orku- og matvælakerfi. Enn annar gullmolinn í teymið okkar „Það er ómetanlegt að fá Vincent til okkar en með því styrkjum við stöðu okkar á sviði umhverfismála og sjálfbærni á alþjóðavettvangi. Samhliða vinnu sinni hjá Verkvist er Vincent að ljúka doktorsnámi við Háskóla Íslands“, segir Alma Dagbjört Ívarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn af eigendum VERKVISTAR. Vincent E. Merida og Alma Dagbjört Ívarsdóttir Lífsferilsgreiningar verður senn krafa í nýbyggingum Helstu verkefni Vincents hjá VERKVIST eru m.a.: lífsferilsgreiningar og umhverfisyfirlýsingar fyrir vörur (EPD blað) fyrir íslenska og erlenda framleiðendur. En töluverð aukning hefur verið á verkefnum í lífsferilsgreiningum bygginga undanfarið, þá aðalega verkefnum tengd við umhverfisvottanir bygginga þar sem slíkar greiningar eru skylda. Búast má við ennþá meiri aukningu verkefna árið 2025 en frá og með 1. september verður skylda að gera lífsferilsgreiningar fyrir nýbyggingar til að fá byggingarleyfi og lokaúttekt. Niðurstöður úr umhverfisyfirlýsingum fyrir vöru (EPD-blaða) nýtast svo vel þegar slíkar lífsferilsgreiningar eru framkvæmdar fyrjr byggingar og verður forskot fyrir framleiðendur að eiga umhverfisyfirlýsingu fyrir sína vöru. Vincent er einmitt um þessar mundir að ljúka við fyrstu umhverfisyfirlýsinguna (EPD-blað) fyrir vöru frá Límtré Vírnet. Við komum til með að segja nánar frá því síðar í samvinnu við fyrirtækið en stefnt er á útgáfu blaðins í janúar 2025. „Með ráðningu Vincents inn í teymið okkar styrkjum við stöðu okkar og kemur hann sterkur inn í ýmis verkefni tengd m.a. líftímakostnaðargreiningum, EU taxonomy, umhverfisvottunum bygginga með öflugan bakgrunn, menntun og þekkingu “, segir Alma. Nánar um Vincent E. Merida má lesa á vefnum okkar. Önnur verkefni Vincents hjá VERKVIST eru: líftímakostnaðargreiningar, EU taxonomy, umhverfisvottanir bygginga og í raun allt sem tengist sjálfbærni og umhverfismálum. Vincent E. Merida, umhverfis- og auðlindafræðingur hjá VERKVIST
- Þrettán jólasveinar @VERKVIST og innflutningsjólaboð
Við hjá Verkvist höfum átt ógleymanlegt fyrsta starfsár og nýlega héldum við innflutningsjólaboð til að fagna þeim áfanga og flutningum í nýjar starfsstöðvar. Boðið var vel sótt af viðskiptavinum, samstarfsfélögum, vinum og ættingjum sem tóku sér tíma til að eiga góða stund með okkur. Þar var rætt um þjóðmál og byggingar yfir ljúffengum veitingum eins og smurbrauði, piparkökum, mandarínum og jólaöli. Svei mér þá ef þetta verður ekki árlegt! Það er okkur sannarlega gleði- og þakkarefni að segja frá því að frá því við byrjuðum þrjú saman 1. mars, verðum við orðin 13 starfsmenn um áramót – rétt eins og jólasveinarnir! Það er einstaklega viðeigandi á þessum hátíðartíma, og við erum þakklát fyrir þann mikla stuðning og traust sem við höfum fengið. Við erum einstaklega lánsöm að deila leigu að nýju, glæsilegu húsnæði okkar við Hallgerðargötu með nokkrum framsæknum fyrirtækjum, eins og til dæmis, Líf byggingar og 3H. Þetta gerir okkur kleift að njóta framúrskarandi innivistar, stórkostlegs útsýnis og hagkvæmrar aðstöðu. Sambýlið skapar lifandi og skemmtilegt andrúmsloft þar sem dagarnir eru bæði fjölbreyttir og skapandi – fullkomin blanda af vinnu og gleði! Á þessum tímamótum viljum við ekki aðeins horfa til baka, heldur líka til framtíðar. Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs, með þá von í brjósti að byggingariðnaðurinn haldi áfram að þróast í átt að heilnæmari og vistvænni byggingum – fyrir lýðheilsu þjóðarinnar og umhverfi okkar allra. Kærar þakkir fyrir góðar viðtökur á árinu sem er að líða – saman gerum við góðar hugmyndir að veruleika! – Jólakveðjur frá jólasveinum VERKVISTAR Jólasveinar VERKVISTAR og Líf bygginga búa saman í Hallgerðargötu 13
- Heiðdís prófaði fjölbreytt verkefni í starfsnámi hjá VERKVIST
Í starfsnámi sínu hjá VERKVIST fékk Heiðdís tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum sem snúa að greiningu og úrbótum á rakaástandi bygginga. Hún framkvæmdi loftþéttleikamælingar, slagregnspróf á gluggum, rakamælingar í botnplötum og rakaskimun húsnæðis. Einnig tók hún DNA-sýni til að meta rakaástand og myglu, auk þess að vinna með byggingarefnissýni. Til viðbótar lagði Heiðdís sitt af mörkum í að uppfæra og fara yfir gæðakerfi VERKVISTAR þar sem stefnan er að fá það vottað á nýju ári. Hún sýndi bæði fagmennsku og metnað, í takti við kjarnagildi VERKVISTAR þar sem er lögð áherlsa á samvinnu, fagmennsku og framsækni. Við þökkum Heiðdísi fyrir frábært samstarf og óskum henni alls hins besta í framtíðinni. Við vitum að hún á eftir að ná langt á sínu sviði.
- Orku- og efnaverkfræðingur, Jóhannes Ólafsson, hefur störf hjá VERKVIST
„Við erum mjög lukkuleg að hafa fengið til liðs við okkur Orku- og efnaverkfræðinginn Jóhannes Ólafsson en hann hóf störf hjá VERKVIST í október. Jóhannes Ólafsson er með bakgrunn í landbúnaði og byggingariðnaði. Hann er með háskólamenntun á sviði raunvísinda, reynslu af húsasmíði, akademískum vinnubrögðum og að vinna út frá verkfræðilegu sjónarhorni. Jóhannes útskrifaðist með B.Sc. gráðu í Efnaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2020. Hann lauk einnig mastersgráðu í Sjálfbærri Orkuverkfræði frá HR árið 2023 með áherslu á nýtingu jarðvarma. Áður hafði hann lokið sveinsprófi í Húsasmíði frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Jóhannes hóf störf hjá VERKVIST í október en af fyrri störfum hefur hann öðlast reynslu af sjálbærni bókhaldi (ESG), umsóknarferli fyrir Svansvottun m.a. metangass og umhverfisstefnu fyrirtækja. Hann hefur einnig komið að ýmsum verkefnum tengdum landbúnaði fyrir sveitarfélög, gæðamálum, innleiðingu hringrásarhagkefis á höfuðborgarsvæðinu o.fl. Sérstaða Jóhannesar hjá VERKVIST verður sýnataka á menguðum jarðvegi, efnum, orkumálum og vottunum. Hann kemur til með að starfa þvert á sviðin okkar tengdum umhverfi og sjálfbærni, byggingartækni, innivist og áhrifa umhverfisins á heilnæmi manna og dýra, segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir. Við erum gríðarlega ánægð með af fá Jóhannes inn í þétt teymi sérfræðinga okkar og munum við kynna nýja þjónustu á næstu dögum því tengdu. Jóhannes er 14 starfsmaður okkar síðan fyrirtækið var stofnað í mars 2024. Nánar má lesa um Jóhannes Ólafsson og verkefni á vefsíðu okkar. Myndatexti: Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, Hlynur Júlíusson, Hulda Einarsdóttir, Jóhannes Ólafsson og Vincent E. Hluti af teyminu fönguðu Jóhannes á eina mynd á nýju skrifstofunni á Hallgerðargötu 13, 5 hæð.
- VERKVIST heimsækir Límtré Vírnet: Samstarf um sjálfbærni og EPD blöð
Í síðustu viku heimsótti VERKVIST fyrirtækið Límtré Vírnet í tengslum við samstarf um gerð og notkun umhverfisyfirlýsinga (EPD blaða). Heimsóknin markaði mikilvægt skref í þróun samstarfsins, þar sem EPD blöð verða notuð til að meta umhverfisáhrif af framleiðslu og notkun límtrésbita og steinullareininga. Fulltrúar VERKVIST fengu tækifæri til að kynna sér framleiðsluferla Límtré Vírnets, allt frá hráefnisvali til framleiðslu lokaafurða. Sérstaklega var áhugavert að sjá hvernig Límtré Vírnet leggur áherslu á sjálfbærni í framleiðslunni, meðal annars með því að endurnýta plastið utan af timbrinu sem fyrirtækið fær sent og nýta afgangstimbur til að framleiða kurl, sem er svo selt áfram. Þessar aðgerðir sýna hvernig Límtré Vírnet vinnur stöðugt að því að lágmarka úrgang og auka nýtingu hráefna, sem fellur vel að markmiðum samstarfsins um að auka gagnsæi um umhverfisáhrif byggingavara og stuðla að betri ákvarðanatöku í byggingaframkvæmdum. Með EPD blöðum getur Límtré Vírnet veitt viðskiptavinum sínum nákvæmar upplýsingar um umhverfisáhrif framleiðsluvara og þannig styrkt stöðu sína sem ábyrgur framleiðandi á Íslenskum byggingarmarkaði. "Við erum spennt fyrir þessu samstarfi, þar sem það gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar meiri yfirsýn yfir umhverfisáhrifin af vörum okkar, ásamt því að styrkja stöðu okkar á markaðnum sem leiðandi í sjálfbærri þróun byggingarefna " segir Einar Bjarnason, gæðastjóri hjá Límtré Vírnet.“ EPD blöð hafa orðið sífellt mikilvægari í byggingariðnaðinum vegna vaxandi umhverfisvitundar og aukinna krafa um gagnsæi og sjálfbærar lausnir. Þau gegna lykilhlutverki í því að framkvæma nákvæmar lífsferilsgreiningar, þar sem notast er við rauntölur sem EPD blöðin veita yfir umhverfisáhrif varanna. Með nýjum ákvæðum í byggingareglugerð, sem taka gildi 1. september 2025, verður krafist lífsferilsgreininga fyrir byggingar. Ef rauntölur fyrir vöru liggja ekki fyrir er hægt að nota meðaltalstölur frá HMS, en þá bætist við 25% álag. Þessi krafa undirstrikar mikilvægi EPD blaða fyrir framleiðendur, þar sem þau tryggja að unnið sé með nákvæmar og áreiðanlegar upplýsingar um umhverfisáhrif byggingarefna og veitir einnig samkeppnisforskot yfir vörur sem hafa ekki EPD blað. Fyrir Límtré Vírnet er þetta samstarf mikilvægt skref í átt að flýta fyrir innleiðingu á sjálfbærum vinnubrögðum og nýtingu umhverfivottana í íslenskum byggingariðnaði. Með EPD skýrslum munu þeir geta veitt viðskiptavinum sínum tækifæri til að taka upplýstar ákvarðanir um val á byggingarefnum, sem einnig mun auka gagnsæi í umhverfisáhrifum. Þetta samstarf við VERKVIST er ekki aðeins tækifæri til að styrkja vöruþróun, heldur einnig til að staðfesta stöðu Límtré Vírnets sem ábyrgur og traustur framleiðandi. Með innleiðingu EPD blaða geta þeir sýnt fram á skuldbindingu sína til að mæta vaxandi kröfum um umhverfisupplýsingar í byggingariðnaði. "Þessi heimsókn og samstarfið við Límtré Vírnet eru lykilþættir í stefnu okkar að styðja viðskiptavini okkar í átt að sjálfbærari framtíð," segir Alma D. Ívarsdóttir framkvæmdastjóri sjálfbærni og umhverfismála hjá VERKVIST . Það er ljóst að bæði fyrirtækin hafa mikinn áhuga á að vinna saman að því að bjóða upp á lausnir sem minnka umhverfisáhrif byggingarframkvæmda. Samstarfið við Límtré Vírnet er aðeins einn liður í stefnu VERKVISTAR að vera leiðandi í umhverfisvænum lausnum fyrir byggingariðnaðinn. Um VERKVIST Hjá VERKVIST verkfræðistofu er lögð rík áhersla á að byggingar séu fyrir fólk, heilsu, vellíðan og að lágmarka vistspor bygginga. Fyrirtækið sem stofnað var þann 1. mars 2024 af Ölmu D. Ívarsdóttur, Böðvari Bjarnasyni og Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur hefur vaxið ört og telur nú 12 sérfræðinga með yfirgripsmikla, þverfaglega þekkingu og reynslu. Sem fyrsta íslenska ráðgjafafyrirtækið sem sérhæfir sig í heilnæmi og sjálfbærni bygginga er sterk áhersla lögð á innivist og umhverfismál. Unnt er að veita ráðgjöf allt frá hönnunarstigi og í gegnum allt ferlið til að tryggja að byggingar séu bæði hagkvæmar í rekstri og umhverfisvænar. VERKVIST býður nú upp á fjölbreytta þjónustu í umhverfislýsingum (EPD) fyrir vörur, Svansvottunum og BREEAM vottunum bygginga ásamt byggingatækni, byggingareðlisfræði, innivist, orkusparnaði, loftgæðum, rakaöryggi og rakaskemmdum. Um Límtré Vírnet Límtré Vírnet er öflugt íslenskt iðnfyrirtæki sem hefur byggt upp starfsemi sína á traustum og reyndum framleiðsluferlum. Með áratuga reynslu í framleiðslu og sölu á hágæða vörum fyrir íslenskan byggingariðnað tryggja þeir viðskiptavinum áreiðanleika og fagmennsku. Starfsfólk þeirra býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu og víðtækri reynslu, sem gerir þeim kleift að bjóða framúrskarandi lausnir í takt við þarfir markaðarins. Þeir leggja áherslu á stöðuga nýsköpun og þróun til að mæta síbreytilegum kröfum og stuðla að sjálfbærni í byggingargeiranum. Límtré Vírnet sérhæfir sig í framleiðslu á stál- og álklæðningum, límtré og yleiningum og selur vörur sínar aðallega til Íslensks byggingariðnaðar. Nánari upplýsingar um samstarfið veita: Alma Dagbjört Ívarsdóttir , alma@verkvist.is , +354 6602164 Framkvæmdastjóri, Sjálfbærni og umhverfi, VERKVIST
- Hlynur setur upp rakanema í Kársnesskóla
Hlynur Júlíusson fagleiðtogi hjá VERKVIST hefur verið að setja upp rakamæla í þakhluta á Kársnesskóla til þess að hægt sé að fylgjast með til frambúðar hvenær eða hvort leki inn í þakið - mælingarnar er hægt að vakta á netinu eða fá viðvörunarskeyti í símann. Sjá frétt á vefsíðu Tector https://www.tector.com/.../karsnesskoli-icelands-largest ... Nú þegar hafa þessir skynjarar afstýrt tjóni þegar veðurhlíf rofnaði í vondu veðri við uppbyggingu þaksins og hægt var að bregðast hratt og örugglega við. Það væri frábært að sjá fleiri nýta sér þessa tækni með mælum frá Tector. Sérstaklega í KLT eða krosslímdum timburhúsum þar sem mikil áhætta felst í því ef raki kemst inn í lokaða byggingarhluta. Ef þið viljið frekari upplýsingar ekki hika við að senda línu hlynur@verkvist.is
- Fyrsti Svansvottaði leikskólinn: Skref í átt að aukinni sjálfbærni
Þann 3.október síðastliðinn tók Garðabær við fyrsta Svansleyfinu sem veitt hefur verið til sveitarfélags fyrir Svansvottaða byggingu. Um er að ræða leikskólann Urriðaból við Holtsveg 20 í Garðabæ, byggðan úr krosslímdum timbureiningum (CLT). Verkefnið hlaut einnig Grænu skófluna, sem er viðurkenning sem Grænni byggð veitir árlega fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum. Alma Dagbjört einn af eigendum og stofnendum VERKVISTAR tók þátt í verkefninu Urriðaból, sem Svansvottunarfulltrúi verkefnisins. Alma hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á Svansvottunarferlinu bæði sem ráðgjafi til húseiganda, verktaka og birgja sem vilja fá vörur sínar Svansvottaðar eða samþykktar til notkunar í Svansvottuðum verkefnum. Svansvottun leggur áherslu á lækkun kolefnisspors, hringrásarhagkerfið, orkunotkun, loftgæði, innivist og lágmörkun skaðlegra efna bæði fyrir heilsu og umhverfi. Bæði er hægt að svansvotta nýbyggingar og endurbætur bygginga. Með því að fara með nýbyggingu eða endurbætur í gegnum Svansvottunarferli er tryggt ákveðið eftirlit á framkvæmdartíma og gæðastjórnun á verkstað. Umræður um skort á eftirliti í íslenska byggingariðnaðinum og tengsl þess við galla í nýbyggingum hafa verið áberandi. Svansvottunarkerfið er ákveðið svar við þessu ákalli þar sem kröfur eru settar á ákveðna þætti í nýbyggingar- og endurbótaferlinu og farið er í gegnum skilyrði og gátlista sem þarf að fylgja eftir, sem kallar á aukið eftirlit. Rakaöryggi : Gott dæmi um aukið eftirlit er skipun rakaöryggisfulltrúa fyrir Svansvottuð verkefni. Rakaöryggisfulltrúi leggur fram rakaöryggisáætlun samkvæmt kröfum Svansins og sér um eftirfylgni og eftirlit með þeim kröfum. Meðal annars fylgist hann með raka og þornun byggingarefna á verktíma með því að framkvæma viðeigandi rakamælingar, fylgjast með frágangi við glugga og hurðir, efnisvali á svæðum þar sem er rakaálag og frágangi í votrýmum svo fátt eitt sé nefnt. Rétt efnisval er síðan lykilatriði til að tryggja heilnæm loftgæði innandyra, endurnýtingu á efnum og lágmörkun kolefnisspors, í samræmi við markmið um sjálfbærni og umhverfisvernd. Lífsferilsgreining (LCA) sem er hluti af Svansvottunarferlinu, er aðferð til að meta umhverfisáhrif byggingar, vöru eða þjónustu í gegnum allan lífsferil hennar. Með því að framkvæma LCA greiningar við val á efnum er hægt að meta umhverfisáhrif þeirra, sem gefur okkur tækifæri til að velja byggingarefni sem stuðla að hringrásarhagkerfinu og draga úr kolefnisspori bygginga. Þar sem slík krafa er ekki aðeins í vottunarkerfum heldur mun einnig taka gildi í byggingarreglugerð haustið 2025 þá er mikilvægt að iðnaðurinn nýti vel þann aðlögunartíma sem er nú framundan. Mikilvægt er fyrir birgja og framleiðendur að eiga umhverfislýsingu eða EPD blað fyrir sínar vörur. EPD blöð miðla upplýsingum um umhverfisáhrif á einfaldan og skýran hátt, ásamt því að vera vottuð af þriðja aðila sem eykur gagnsæi og dregur úr áhættu á grænþvotti. Þannig stuðla þau að því að hönnuðir, verktakar og fyrirtæki geti tekið upplýstar ákvarðanir um val á vörum. EPD blað eða umhverfislýsing eru einnig forsenda þess að vara sé valin til notkunar í byggingu þegar framkvæma á lífsferilsgreiningar. Svansvottun nýbygginga, við endurbætur og í rekstri bygginga er því skref í átt að aukinni sjálfbærni í byggingariðnaði og eftirlit með ákveðnum áhættuþáttum er sérstaklega aukið. Það er okkar trú að þetta ferli tryggi aukna endingu, gæði og heilnæmara húsnæði fyrir notendur ásamt því að draga úr umhverfisáhrifum bygginga. Til þess að nálgast nánari upplýsingar um þjónustu VERKVISTAR varðandi Svansvottun, lífsferilsgreiningar og EPD blöð vinsamlega sendið póst á Ölmu eða Huldu . alma@verkvist.is hulda@verkvist.is
- VERKVIST hefur samstarf við LCA.no, norskt ráðgjafafyrirtæki í umhverfisyfirlýsingum vöru (EPD)
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að VERKVIST hefur hafið samstarf við LCA.no , norskt ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í umhverfisyfirlýsingum (EPD) á alþjóðamarkaði. Samstarfið styrkir stöðu fyrirtækisins í átt að vistvænni þróun í mannvirkjagerð og gerir okkur kleift að ráðast saman í fjölbreyttari verkefni af öllum stærðargráðum. Með umhverfisyfirlýsingum (EPD) aukum við gegnsæi um umhverfisáhrif byggingarefna í gegnum allan lífsferil þeirra frá hráefnaöflun til urðunar. Umhverfisyfirlýsingar vöru, betur þekkt sem Environmental Product Declaration (EPD), eru öflug verkfæri fyrir neytendur og framleiðendur sem krefjast aukins gagnsæis í umhverfismálum. Þessar yfirlýsingar veita skýrar, mælanlegar og vottaðar upplýsingar um umhverfisáhrif vara út frá niðurstöðum lífsferilsgreininga (LCA). Umhverfisyfirlýsingar verða sífellt mikilvægari fyrir framleiðendur þar sem framkvæmdaaðilar óska í auknum mæli eftir slíkum upplýsingum þegar votta á byggingu t.d. með Svaninum eða BREEAM. EPD blöð munu einnig verða lykilþáttur fyrir hönnuði við val á byggingarefnum, í ljósi nýrra ákvæða í byggingareglugerð um kröfu á lífsferilsgreiningum, sem taka gildi þann 1. september 2025. Minni umhverfisáhrif og aukin samkeppnisfærni EPD blöð eru ekki aðeins gagnleg fyrir framleiðendur heldur einnig hönnuði, framkvæmdaaðila og aðra hagaðila í byggingariðnaðinum. Umhverfisyfirlýsingar auka gagnsæi með því að veita skýrar og vottaðar upplýsingar um umhverfisáhrif vara sem gera neytendum kleift að taka upplýstar ákvarðanir um val á vörum í samræmi við auknar kröfur um sjálfbærni, vottanir og reglugerðir í byggingariðnaðinum. Innleiðing á EPD blöðum getur dregið úr kostnaði og úrgangi sem leiðir til betri rekstrarhagkvæmni og minni umhverfisáhrifa. Með því að auka skilvirkni er einnig hægt að koma betur auga á tækifæri til samkeppnisforskots og vaxtar. Um samstarfið Samstarfið milli LCA.no og VERKVIST verkfræðistofu miðar að því að sameina krafta sína og sérþekkingu á sviði umhverfismála. Í sameiningu er ætlunin að gera byggingar heilnæmari, vistvænni og sjálfbærari. “Við erum stolt af því að vera valin sem samstarfsaðili LCA.no á Íslandi. Íslenski byggingariðnaðurinn er að stíga stórt stökk. Æ fleiri leggja sig fram við að uppfylla lögmætar kröfur og vaxandi væntingar neytenda. Samstarfið styrkir okkur í að veita hágæða þjónustu á markaðnum á þessu sviði og verða leiðandi í ráðgjöf um sjálfbærni og EPD þjónustu á Íslandi. Innan fyrirtækjanna er verðmætur mannauður með áratuga þekkingu, reynslu og sérmenntun í byggingariðnaðinum, mannvirkjagerð og umhverfisgreiningum“, segir Alma D. Ívarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og umhverfismála hjá VERKVIST. Um VERKVIST Hjá VERKVIST verkfræðistofu er lögð rík áhersla á að byggingar séu fyrir fólk, heilsu, vellíðan og að lágmarka vistspor bygginga. Fyrirtækið sem stofnað var þann 1. mars 2024 af Ölmu D. Ívarsdóttur, Böðvari Bjarnasyni og Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur hefur vaxið ört og telur nú 11 sérfræðinga með yfirgripsmikla, þverfaglega þekkingu og reynslu. Sem fyrsta íslenska fyrirtækið sem sérhæfir sig í heilnæmi bygginga er sterk áhersla lögð á innivist og umhverfismál. Unnt er að veita ráðgjöf allt frá hönnunarstigi og í gegnum allt ferlið til að tryggja að byggingar séu bæði hagkvæmar í rekstri og umhverfisvænar. VERKVIST býður nú upp á fjölbreytta þjónustu í umhverfislýsingum (EPD), Svansvottunum og BREEAM ásamt byggingatækni, byggingareðlisfræði, innivist, orkusparnaði, loftgæðum, rakaöryggi og rakaskemmdum. Um LCA.no LCA.no var stofnað árið 2016 en grunnur fyrirtækisins byggir á yfir 35 ára rannsóknum, þróun á LCA lífsferilsgreiningum og EPD umhverfislýsingum. Fyrirtækið var stofnað á sinni tíð af rannsóknastofnuninni Norsus og er með viðskiptavini í fjórum heimsálfum. Nánari upplýsingar um LCA.no má finna á vefsíðu fyrirtækisins . „Samstarf okkar við VERKVIST marka tímamót fyrir LCA.no með frekari tengingum við íslenska markaðinn. Með því að sameina sérfræðiþekkingu fyrirtækjanna styrkjum við okkur í verkefnum í tengslum við umhverfisvottanir og EPD. Með því eflum við samkeppnishæfni fyrirtækja í sjálfbærni“, segir Trond Edvardsen, forstjóri LCA.no . Nánari upplýsingar um samstarfið veita: Alma Dagbjört Ívarsdóttir , alma@verkvist.is , +354 6602164 Forstöðukona umhverfismála og sjálfbærni, VERKVIST Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir , sylgja@verkvist.is , +354 6656244 Forstöðukona innivistar og lýðheilsu, VERKVIST Trond Edvardsen, trond@lca.no , +47 905 71 091 CEO, LCA.no Terese Troy Prebensen, terese@lca.no , +47 958 61 254 CFO, LCA.no
- Klara flýgur til Svíþjóðar
Á föstudaginn gerðum við samstarfsfélagarnir hjá VERKVIST okkur glaðan dag og skelltum okkar á Billiard barinn og út að borða en tilefnið var að kveðja hana Klöru okkar í bili. Klara er að fara til að ljúka mastersnámi í Civil and Architectural Engineering hjá KTH Royal Institute of Technology í Svíþjóð með sérhæfingu í Sustainable buildings (sjálfbærum byggingum). Klara verður þó enn hluti af teyminu í fjarvinnu en hún mun taka að sér einhver verkefni með okkur samhliða námi ef tími gefst sem tengjast sjálfbærni, umhverfismálum, orkuútreikningum, vottunum, rakaöryggi og heilnæmri innivist. Við samstarfsfélagarnir munum sakna Klöru enda mikill orkubolti og gleðigjafi og óskum henni góðrar ferðar og góðs gengis í skólanum. Hlökkum til að fá hana aftur til okkar um jólin. Látum nokkrar myndir frá deginum fylgja með. Starfsmannafélag VERKVISTAR er vel virkt og heitir FÉLAGSVIST en gott er að þétta hópinn og gera okkur dagamun reglulega saman.
- Viltu vera með í VISTAR hópnum ?
Sjálfbærni, innivist, byggingareðlisfræði, orkuútreikningar VERKVIST leitar eftir kröftugu og metnaðarfullu fagfólki til framtíðarstarfa. Hefur þú áhuga á að taka þátt í að byggja upp einstaka verkfræðistofu og sérhæfast í sjálfbærni, vistvæni, orkuútreikningum, vistvottunum, rakaöryggi, innivist og heilnæmum byggingum. Leitað er eftir fagfólki á sviðum byggingarfræði, arkitektúr, byggingartæknifræði, verkfræði. sjálfbærni, vistvæni, líffræði, innivist, húsasmíði eða heilnæmi bygginga. Helstu verkefni og ábyrgð Orkunýting bygginga, orkuútreikningar, vottunarkerfi og sjálfbærni. Byggingareðlisfræði, byggingatækni og ástandsúttektir. Rakaöryggi, eftirlit og ráðgjöf. Verkefnastjórnun og eftirlit með nýframkvæmdum og endurbótum. Menntunar- og hæfniskröfur Verkfræði, tæknifræði, byggingafræði, líffræði, iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Reynsla, þekking eða áhugi á einhverju af eftirfarandi er æskileg en ekki skilyrði; hönnun, húsasmíði, ástandsskoðun, rakaskimun, rakamælingum, sýnatökum, loftþéttleikamælingum, eftirliti eða verkefnastjórn með framkvæmdum og endurbótum, innivist, rakaöryggi, loftgæðum, loftskiptum, umhverfisvottunum eða orkunotkun mannvirkja. Fríðindi í starfi Sveigjanlegur vinnutími, fjarvinna í boði, heilsustyrkur, skemmtilegt starfsumhverfi og nýtt skrifstofuhúsnæði með frábæru útsýni og góðri innivist. FélagsVIST er starfsmannafélagið okkar. Hæfni Frumkvæði. Sjálfstæð vinnubrögð. Góð samskiptafærni. Metnaður í starfi Framsetning á gögnum Gott skipulag Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í því að móta framtíðina með okkur og leggja þitt af mörkum í átt að betri innivist, vistvænum byggingum og auknum gæðum mannvirkja, hvort sem er á hönnunarstigi, við nýframkvæmdir eða endurbætur, þá hvetjum við þig til að sækja um eða hafa samband. Umsóknir ásamt kynninngarbréfi sendist á: verkvist@verkvist.is
- Fjölbreytt verkefni
VERKVIST sinnir fjölbreyttum og spennandi verkefnum sem tengjast innivist og sjálfbærni í byggðu umhverfi. Með yfir 20 ára reynslu í rannsóknum og ráðgjöf vegna rakavandamála og myglu, erum við vel í stakk búin til að fyrirbyggja og minnka tíðni rakavandamála. Við leggjum áherslu á að nýta þekkingu okkar í verkefnin og miðla áfram með námskeiðum og greinaskrifum. Við trúum því að umhverfismál séu heilbrigðismál. Sjálfbærni og vistvæni í byggingariðnaði er lykilatriði til að tryggja heilsu og vellíðan notenda bygginga, auk þess að huga að endingu og virkni byggingarefna. Verkefni okkar við Svansvottun endurspegla þessa sýn, þar sem þverfagleg þekking okkar er nýtt í umhverfisgreiningar, ástandsskoðun og mat á rakaástandi, auk lífsferilsgreininga og orkunýtingar. Samvinna og samtal milli ólíkra hagaðila er lykillinn að framförum í byggingariðnaði. Við metum þekkingu annarra mikils og leggjum áherslu á stöðugt nám og miðlun þekkingar. Með nýjum áskorunum sem fylgja breyttu umhverfi, veðurfari og kröfum er mikilvægt að læra af öðrum og deila þekkingu og reynslu til að bæta og þróa starfsemi og ráðgjöf. Við lærum eins lengi og við lifum. Hér eru nokkur dæmi um verkefnin okkar www.verkvist.is/verkefni Frá vinstri: Alma, Böðvar, Arnar, Íris, Hlynur, Árna, Hulda, Sylgja (vantar Ævar, Klöru og Vincent á myndina)
















