top of page

Leitarniðurstöður

42 results found with an empty search

  • Vincent E. Merida | VERKVIST

    Vincent E. Merida er með M.Sc. í umhverfis- og auðlindafræði og er áætlað að hann ljúki doktorsnámi með áherslu á lífsferilsgreiningar vorið 2025. Vincent E. Merida Umhverfi & sjálfbærni Sérfræðikunnátta/menntun: Umhverfis- og auðlindafræði, M.Sc. Lífsferilsgreiningar (LCA) Umhverfishagfræði Umhverfisyfirlýsingar (EPD) Sjálfbærni +354 854 8661 vincent@verkvist.is Ensk útgáfa Um Vincent Vincent er með bakgrunn í hagfræði og lífsferilsgreiningum tengdum orkumálum, matvælakerfum og öðrum innviðum. Áætlað er að hann ljúki doktorsgráðu sinni vorið 2025. Vincent lauk B.A. gráðu í viðskiptafræði, frá California State University of Fullerton, árið 2018. Eftir að hafa lokið námi í í hagfræði og frumkvöðlafræði hóf hann framhaldsnám með áherslu á umhverfishagfræði og lífsferilsgreiningar. Árið 2021 útskrifaðist hann með M.Sc. gráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. Ástríða hans fyrir sjálfbærni hófst í Kaliforníu þar sem hann starfaði í sólarorkuiðnaðinum og stofnaði umhverfisvæna garðyrkjuþjónustu. Síðustu árin hefur hann verið í doktorsnámi í umhverfis- og auðlindafræði hjá Háskóla Íslands með áherslu á lífsferilsgreiningar. Samhliða doktorsnámi hefur Vincent einnig verið stundarkennari og fyrirlesari fyrir meistaranemendur í HÍ, birt ritrýndar greinar í ýmsum fagritum og haldið fjölda fyrirlestra á innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum. Þar með hefur hann öðlast verðmæta reynslu og þekkingu á sviði sjálfbærnireglugerða með áherslu á lífsferilsgreiningar, orku- og matvælakerfi. Helstu áherslur Vincents hjá VERKVIST eru: lífferilsgreiningar (LCA), umhverfisyfirlýsingar (EPD), líftímakostnaðargreiningar, EU taxonomy, vottanir og allt sem tengist sjálfbærni. Reynsla & verkefni 2024- 2021-2024 VERKVIST: Sjálfbærni & umhverfi Háskóli Íslands: Rannsakandi & fyrirlesari Líftímamat Vottanir (Svansvottun og BREEAM) Sjálfbærni Umhverfisyfirlýsingar 2020-2021 Momentum Solar: Sólarorkusérfræðingur & teymisstjóri Námskeið Vincent hefur sótt fjölmörg námskeið, ráðstefnur og fyrirlestra, þar á meðal: • EPD course and generator hjá LCA.no (október, 2024) • LCA Food Conference, Háskóli Barcelona, (september, 2024) • One Click LCA Bootcamp, (mars 2024) • Life Cycle Management Conference, Lille, Frakkland (september, 2023) • Jarðvegslíf, jarðgerð og verðmætasköpun í lífrænni ræktun - Málþing Fagráðs í lífrænni landbúnaði, (mars 2023)

  • Innivist | VERKVIST

    Hvernig er innivistin á þínu heimili eða vinnustað ? Fagleg og persónuleg þjónusta þar sem markmið er að finna lausnir og bæta innivist. Loftgæðamælingar, sýnatökur, mælingar á rokgjörnum efnum. Innivist Rakaástand Úttekt á rakaástandi felur í sér rakaskimun og mælingar á öllum áhættusvæðum. Úttekt byggir á eftirfarandi þáttum: Saga byggingar, notkun og viðhald Uppbygging og byggingarefni loftlekar loftræsing Rakaskimun Sýnataka, myglusýni, byggingarefnissýni Mælingar, síritun á loftgæðum eða loftsýni Loftgæðamælingar Loftgæðamælingar eru framkvæmdar með síritum frá ATMO. Með síritun loftgæða má fá upplýsingar um breytingar og frávik á eftirfarandi þáttum: hita, loftraka, svifryki (PM1, PM2,5, PM10), TVOC, formaldehýði, NOX, hávaða og lýsingu. Hægt er að fá beinan aðgang að upplýsingum í gegnum forrit í símanum og fylgjast þannig með loftgæðum í rauntíma. Einnig er hægt að fá úrvinnslu og greiningu á gögnum með tillögum til úrbóta. Sýnataka DNA sýni eru tekin þannig að strokið er af yfirborði til þess að ná uppsöfnuðu ryki og kanna hvort samsetning örvera eða magn sé yfir eðlilegum mörkum. Þessi sýnataka gefur vísbendingar um hvort einhvers staðar séu rakaskemmdir í nálægu rými eða svæði. Böðvar Bjarnason Stjórnarformaður Innivist & byggingatækni +354 665 6521 bodvar@verkvist.is Sylgja Dögg Framkvæmdastjóri Innivist & lýðheilsa +354 665 6244 sylgja@verkvist.is Arnar Þór Sævarsson Fagleiðtogi rakaöryggi Innivist & byggingatækni +354 662 3798 arnar@verkvist.is Hlynur Júlíusson Fagleiðtogi endurbætur Innivist & byggingatækni +354 790 9101 hlynur@verkvist.is

  • Lífsferilsgreiningar | VERKVIST

    VERKVIST sérhæfir sig í gerð lífsferilsgreininga fyrir byggingar - Lífsferilsgreining eða LCA ( Life cycle assessment) einnig nefnt vistferilsgreining. Lífsferilsgreiningar - LCA Lífsferilsgreiningar Verkvist sérhæfir sig í gerð lífsferilsgreininga fyrir byggingar – lífsferilsgreining eða LCA (e. Life Cycle Assessment), einnig nefnt vistferilsgreining. LCA er aðferðarfræði sem metur umhverfisáhrif viðfangsefnis á lífsferli þess og niðurstöður LCA eru settar fram í mismunandi umhverfisáhrifaflokkum sem eru fjölbreyttir, núverandi áhersla er einkum á gróðurhúsaáhrif (GWP, Global Warming Potential), mæld í kg CO₂-ígildi, sem í almennu tali er kallað kolefnisspor. Á næstu árum má vænta að fleiri umhverfisáhrifaflokkar verði teknir með í reikninginn. Lífsferilsgreining með VERKVIST Hjá VERKVIST hafa sérfræðingar okkar tekið þátt í þróun og innleiðingu lífsferilsgreininga á Íslandi. Jafnframt er víðtæk reynsla við lífsferilsgreiningar á byggingum og öðrum vörum ásamt því að taka þátt í stefnumótun og kennslu hjá Háskólanum í Reykajvík og Iðunni fræðslusetri. Það sem við getum gert fyrir þig: Framkvæmt lífsferilsgreiningu samkv. byggingarreglugerð og fyrir vistvottanir. Aðstoðað við lífsferilsgreiningu með ráðgjöf. Rýnt yfir greiningar og komið með tillögur að úrbótum. Framkvæmt valkostagreiningu við efnisval. Haldið námskeið fyrir starfsfólk. Útbúið sniðmát. Við notum hugbúnað við okkar greiningar og uppfærum hann reglulega. Minnkaðu umhverfisáhrif með LCA Með því að framkvæma LCA á hönnunarstigi má kortleggja og skipuleggja markmið hvers verkefnis á heildstæðan og meðvitaðan hátt. Á því stigi er kjörið tækifæri til að skoða efnisval, greina hvaðan mestu umhverfisáhrifin koma og skoða hvernig mætti bæta þau eða velja betri valkosti. Frá og með 1. september 2025 verður skylt að skila inn lífsferilsgreiningu bæði við umsókn um byggingarleyfi og við lokaúttekt fyrir byggingar í umfangsflokki 2 og 3. Gögnum skal skilað inn í skilagátt HMS þar sem þau verða geymd miðlægt og nýtt við áframhaldandi þróun. LCA fyrir byggingar Lífsferilsgreiningu má framkvæma fyrir hvaða vöru eða ferli sem er, lífsferilgreining er mælanleg aðferðafræði. Við framkvæmd LCA fyrir byggingar eru bæði innbyggt kolefni (frá byggingarefnum) og rekstrarkolefni (út líftímann) tekin með. Til þess notum við magntölur byggingarefna og gögn um áhrif á líftíma – til dæmis orkunotkun, endingartíma byggingarefna og viðhald. Umhverfisyfirlýsingar (EPD, Environmental Product Declarations) á vörum eru notaðar sem grunngögn í lífsferilsgreiningar. Alma D. Ívarsdóttir Framkvæmdastjóri Umhverfi & sjálfbærni +354 660 2164 alma@verkvist.is Helga María Adolfsd. Fagleiðtogi Umhverfi & sjálfbærni +354 692 4815 helgamaria@verkvist.is Vincent E. Merida Umhverfi & sjálfbærni +354 854 8661 vincent@verkvist.is

  • Ævar Kærnested | VERKVIST

    Ævar Kærnested er með sveinspróf í húsasmiði frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og er á lokaári í byggingartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur 3 ára reynslu í húsasmíði og störfum hjá byggingarverktökum og verkfræðistofum við eftirlitsstörf, úttektir, frávikagreiningum, ástandsskoðunum, rakatjónum o.fl.Ævar er starfsnemi hjá VERKVIST og vinnur hann þvert á teymin að heilnæmri innivist, greiningum, byggingatækni, umhverfismálum, loftgæðum og margt fleira. ​ Ævar Kærnested Byggingatækni Sérfræðikunnátta/menntun: Byggingatæknifræðingur & húsasmiður Innivist Byggingareðlisfræði Loftgæði og rakaskemmdir Eftirlit Úttektir +354 780 3070 aevar@verkvist.is Um Ævar Ævar Kærnested er með sveinspróf í húsasmiði frá Fjölbrautaskólanum og B.Sc. í byggingartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur 6 ára reynslu í húsasmíði og störfum hjá byggingarverktökum og verkfræðistofum við eftirlitsstörf, úttektir, frávikagreiningar, ástandsskoðanir, rakatjón o.fl. Hjá VERKVIST vinnur Ævar þvert á teymin að heilnæmri innivist, greiningum, byggingatækni, umhverfismálum, loftgæðum og mörgu fleira. Hér má sjá lokaverkefni Ævars frá 2025 um varðveitingu íslenskra útveggja þar sem Böðvar Bjarnason var leiðbeinandi og hlaut Ævar fyrstu einkunn. Ævar er glöggur og lætur ekkert framhjá sér fara, fyrirmyndar nemandi og björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta. Reynsla & verkefni 2024 2023 VERKVIST: Innivist & byggingatækni Áður sumarstarf og starfsnám Efla verkfræðistofa: Starfsnemi á sviði húss og heilsu 2023 VSB verkfræðistofa: Sumarstarf á byggingarsviði 2018-2021 Bogaverk og MótX Húsasmíðanemi, ýmis verkefni tengd húsasmíði 2022 - 2023 Nýmót Húsasmiður Námskeið Ævar hefur einnig setið námskeið er varða raka og myglu.

  • Um okkur | VERKVIST

    VERKVIST samanstendur af einstöku teymi með yfirgripsmikla og þverfaglega þekkingu og reynslu. Rík áhersla er lögð á að byggingar eru fyrir fólk, heilsa og vellíðan eru í fyrirrúmi og að vistspor bygginga sé lágmarkað. Um okkur Teymið VERKVIST samanstendur af einstöku teymi með yfirgripsmikla, þverfaglega þekkingu og reynslu. Rík áhersla er lögð á að byggingar eru fyrir fólk, heilsa og vellíðan eru í fyrirrúmi og að vistspor bygginga sé lágmarkað. Þann 1. mars 2024 var VERKVIST verkfræðistofa stofnuð af Ölmu, Böðvari og Sylgju. Sérfræðingar hver á sínu sviði með sameiginlega sýn og markmið. Fljótlega bættist í hópinn og voru Hlynur og Árna komin strax fyrsta mánuðinn. Í september 2025 erum við orðin 17 talsins meðtalin starfsnemi frá HR. Nánari upplýsingar um sérsvið, reynslu og þekkingu hvers starfsmanns má sjá hér að neðan. Gildin okkar UMHYGGJA Við berum virðingu fyrir hvert öðru og viljum hlúa að samfélagi og umhverfi. FAGMENNSKA Við erum fagleg og veitum heiðarlega ráðgjöf. FRAMSÆKNI Við leitum nýrra lausna og erum drifin áfram af nýsköpun og þekkingarleit. Alma Dagbjört Ívarsdóttir Framkvæmdastjóri Umhverfi & sjálfbærni +354 660 2164 alma@verkvist.is Böðvar Bjarnason Stjórnarformaður Innivist & byggingatækni +354 665 6521 bodvar@verkvist.is Sylgja Dögg Framkvæmdastjóri Innivist & lýðheilsa +354 665 6244 sylgja@verkvist.is Arnar Þór Sævarsson Fagleiðtogi rakaöryggi Innivist & byggingatækni +354 662 3798 arnar@verkvist.is Árna Benediktsdóttir Innivist & byggingatækni +354 770 2780 arna@verkvist.is Einar Örn Þorvaldsson Umhverfi & sjálfbærni +354 899 0282 einar@verkvist.is Heiðdís Tinna Guðmundsd. Innivist & byggingatækni +354 848 9700 heiddis@verkvist.is Helga María Adolfsd. Fagleiðtogi lífsferilsgreining Umhverfi & sjálfbærni +354 692 4815 helgamaria@verkvist.is Hlynur Júlíusson Fagleiðtogi endurbætur Innivist & byggingatækni +354 790 9101 hlynur@verkvist.is Hulda Einarsdóttir Fagleiðtogi umhverfisvottun Umhverfi & sjálfbærni +354 773 8605 hulda@verkvist.is Íris Magnúsdóttir Kynningarmál & fræðsla +354 779 1800 iris@verkvist.is Jóhannes Ólafsson Innivist & byggingatækni +354 849 3094 johannes@verkvist.is Jón Pálsson Sviðsstjóri Verkefnastjórnun +354 664 2802 jonp@verkvist.is Klara Sif Sverrisdóttir Umhverfi & sjálfbærni +354 615 4885 klara@verkvist.is Kristján Ingi Þórðarson Innivist & byggingatækni +354 695 4250 kristjan@verkvist.is Sigursteinn Páll Sigurðsson Innivist & byggingatækni +354 774 5505 sigursteinn@verkvist.is Vincent E. Merida Umhverfi & sjálfbærni +354 854 8661 vincent@verkvist.is Ævar Kærnested Innivist & byggingatækni +354 780 3070 aevar@verkvist.is Markmið VERKVIST veitir sérfræðiráðgjöf til hönnuða, arkitekta, byggingarverktaka, húseigenda og notenda varðandi innivist, vistvottun, orkunýtingu, loftgæði og rakaástand. Vistvænar byggingar eru fyrst og fremst byggingar sem endast, skemmast ekki vegna raka og þurfa ekki ótímabært viðhald. Gæði bygginga endurspeglast þannig í lægri viðhaldskostnaði og vellíðan notenda. Góð innivist skilar sér í jákvæðum áhrifum á vitræna starfsemi, betri námsárangri, meiri afköstum og framlegð. Góð innivist þýðir færri fjarvistardagar á vinnustað og minni áhætta á þeim skertu lífsgæðum sem fylgt geta veikindum vegna rakaskemmda og myglu. Góð loftgæði eru þar lykilatriði. Við leggjum áherslu á samstarf og virðingu fyrir öllum aðilum í byggingarferlinu og stefnum að framúrskarandi þjónustu sem skilar varanlegum árangri. Sagan VERKVIST verkfræðistofa er meðal annars byggð á sprotafyrirtækinu, Húsi og heilsu stofnað árið 2006, sem er fyrsta ráðgjafafyrirtækið á Íslandi til að hefja rannsóknir og ráðgjöf á rakaskemmdum og myglu. Í byrjun árs 2024 tóku Alma, Böðvar og Sylgja sig saman og stofnuðu verkfræði- og ráðgjafastofuna VERKVIST þar sem lögð er áhersla á vistvæni og heilnæmi bygginga í víðu samhengi. Þessi hópur á það sameiginlegt að hafa unnið við rannsóknir, ráðgjöf og hönnun á sviði byggingartækni, innivistar og vistvænna bygginga á síðustu áratugum og hefur brennandi áhuga á að leggja sitt af mörkum til þess að bæta byggingar á Íslandi þar sem fólk og umhverfi eru í forgrunni. Vinnuumhverfi Við leggjum ríka áherslu á teymisvinnu, nýjungar og stöðugar umbætur, þar sem hver teymismeðlimur nýtir sérhæfða þekkingu sína til að mæta þörfum viðskiptavina. Með gagnkvæmum stuðningi og samvinnu viljum við skapa nýjar og traustar lausnir sem standast mismunandi kröfur. VERKVIST er sveigjanlegur, heilsueflandi og fjölskylduvænn vinnustaður þar sem virðing og skoðanafrelsi er í forgrunni. Við trúum því að hver einstaklingur eigi rétt á að þróast og vaxa í starfi, í samræmi við eigin áhuga og styrkleika. Okkar markmið er að veita umhverfi sem hvetur til þekkingarleitar, skapandi hugsunar og persónulegs vaxtar, með áherslu á andlega og líkamlega vellíðan. Við sjáum fjölbreytileika og skoðanir sem auðlind; þær eru grundvöllur fyrir nýsköpun og framfarir. Hjá VERKVIST leggjum við ríka áherslu á vellíðan starfsfólks, góða innivist og gott vinnuumhverfi.

  • Vistvottun | VERKVIST

    Svansvottun bygginga er okkar sérfag. Yfirumsjón með Svansvottun og verkefnastýring. Aðkoma að hönnunarforsendum og fundum. Ráðgjöf til hönnuða og verktaka í gegnum verkefnið og öll samskipti við Umhverfisstofnun. Vistvottun Vistvottun & sjálfbærni Vistvottun bygginga er formleg staðfesting á því að bygging uppfylli ákveðin viðmið um sjálfbærni, heilnæmt inniloft, orkunýtingu og umhverfisáhrif. Vottunin byggir oft á alþjóðlegum stöðlum eða svæðisbundnum kerfum og veitir þriðja aðila mat eða upplýsingar um hvernig hönnun, framkvæmd og rekstur byggingar hefur áhrif á umhverfi, heilsu og vellíðan fólks. Vistvottun bygginga er ekki bara "grænt orðspor" heldur kerfisbundin nálgun til að byggja eða bæta húsnæði með það að markmiði að skapa heilnæm, endingargóð og umhverfisvæn rými. Hún skilar sér bæði í bættum lífsgæðum og lægri rekstarkostnaði til langtíma. Vistvottun bygginga Áhersla er lögð á vistvænar lausnir og sjálfbærar byggingar þar sem sérstaklega er hugað að heilsu og vellíðan notenda, um leið og dregið er úr neikvæðum áhrifum á umhverfið yfir líftíma bygginga. VERKVIST veitir ráðgjöf og annast verkefnastýringu við vistvottun bygginga meðal annars fyrir Svansvottun og BREEAM-vottun á nýbyggingum, endurbótum og í rekstri. Svansvottun bygginga er lykilatriði þegar kemur að því að stuðla að sjálfbærni og nýsköpun í byggingariðnaðinum á meðan samfélagið nýtur góðs af minni umhverfisáhrifum, bættri heilsu og vellíðan. Svansvottun er því mikilvæg fyrir framtíð sjálfbærrar þróunar. Endurnýting og endurvinnsla Vottunarkerfi í byggingariðnaði leggja áherslu á umhverfisvæna nálgun. Mikilvægi endurnotkunar og skilvirkrar úrgangslosunar er einnig í forgrunni til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. Vistvottun stuðlar að minni losun skaðlegra efna, dregur úr hnattrænni hlýnun og verndar heilsu bæði notenda og byggingaraðila. Með því að innleiða endurnýtingu og ábyrga meðhöndlun úrgangs frá upphafi, er stuðlað að vistvænna byggingarferli og minna umhverfisfótspori. Alma D. Ívarsdóttir Framkvæmdastjóri Umhverfi & sjálfbærni +354 660 2164 alma@verkvist.is Helga María Adolfsd. Fagleiðtogi lífsferilsgreining Umhverfi & sjálfbærni +354 692 4815 helgamaria@verkvist.is Hulda Einarsdóttir Fagleiðtogi umhverfisvottun Umhverfi & sjálfbærni +354 773 8605 hulda@verkvist.is

  • Dagsbirtuútreikningar | VERKVIST

    Lýsing og birtuskilyrði hafa mikil áhrif á hvernig við upplifum húsnæði. Dagsbirtan er besta lýsingin fyrir vellíðan og heilsu fólks, hún styður við heilbrigða dægursveiflu líkamans með réttu litrófi kvölds og morgna, auk þess að vera umhverfisvæn. Dagsbirta Lýsing og birta Lýsing og birtuskilyrði hafa mikil áhrif á hvernig við upplifum húsnæði. Dagsbirtan er besta lýsingin fyrir vellíðan og heilsu fólks, hún styður við heilbrigða dægursveiflu líkamans með réttu litrófi kvölds og morgna, auk þess að vera umhverfisvæn. Rannsóknir hafa leitt í ljós margvíslegan ávinning þess að hafa vel dagslýst rými. Hann getur meðal annars falist í bættri vinnulýsingu, betri dægursveiflu, minnkaðri streitu, aukinni framleiðni á vinnustöðum og í skólum, lægri orkukostnaði, hærra húsnæðisverði og söluaukningu verslana. Dagsbirta Hægt er að meta hversu mikið náttúrulegt ljós fellur inn í byggingu með hjálp hermunarforrita og er það kallað dagsbirtuútreikningar. Útreikningarnir eru framkvæmdir samkvæmt staðli ÍST EN 17037 og miða að því að bæta lýsingargæði innandyra og orkusparnað. Svæði þar sem nægilegrar dagsbirtu gætir ekki eru svo lýst með raflýsingu. Dagsbirtuútreikninga er hægt að framkvæma á öllum tegundum bygginga, hvort sem um er að ræða íbúðarhús, atvinnuhúsnæði eða opinberar stofnanir. Útreikningarnir eru sérstaklega mikilvægir í hönnunarferlinu til að tryggja að allar byggingar nýti sér sem best náttúrulegt ljós. Dagsbirtuútreikningar & vistvottun Dagsbirtuútreikningar eru lykilatriði í vottuðum byggingum eins og þeim sem fá Svansvottun eða BREEAM-vottun. Þessar vottanir krefjast oft ákveðinna staðla varðandi orkunýtingu og umhverfisáhrif, þar með talið hvernig náttúrulegt ljós er nýtt til að hámarka orkusparnað og bæta innivist. Alma D. Ívarsdóttir Framkvæmdastjóri Umhverfi & sjálfbærni +354 660 2164 alma@verkvist.is Einar Örn Þorvaldsson Umhverfi & sjálfbærni +354 899 0282 einar@verkvist.is Klara Sif Sverrisdóttir Umhverfi & sjálfbærni +354 615 4885 klara@verkvist.is

  • Sigursteinn Páll Sigurðsson | VERKVIST

    Sigursteinn Páll Sigurðsson starfar á sviði innivistar og byggingatækni hjá VERKVIST. Hann er á lokametrunum í Byggingartæknifræði í Háskóla Reykjavíkur og er einnig blikksmiður. Frá fyrri störfum hefur hann reynslu af framkvæmdum, smíðum, efnisvinnu og verklegri útfærslu bygginga. Verkfræðingur Sigursteinn Páll Sigurðsson Innivist & byggingatækni Sérfræðikunnátta / menntun Nemi í byggingartæknifræði & blikksmiður Innivist Byggingatækni Viðhald og endurbætur Eftirlit +354 774 5505 sigursteinn@verkvist.is Um Sigurstein Sigursteinn Páll Sigurðsson er í námi í byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík og stefnir á útskrift árið 2026. Hann hefur einnig lokið sveinsprófi í blikksmíði frá Borgarholtsskóla og býr yfir fjölbreyttri starfsreynslu í byggingariðnaði. Hann hefur starfað bæði við smíðar og blikksmíði meðal annars hjá SÓ húsbyggingum, Límtré-Vírnet og Stjörnublikki. Þar öðlaðist Sigursteinn dýrmæta reynslu af framkvæmdum, efnisvinnu og verklegri útfærslu bygginga. Samhliða námi hefur hann einnig sinnt verktöku í smíðum. Hjá VERKVIST mun Sigursteinn koma að verkefnum tengdum byggingartæknifræði, hönnun, framkvæmdum og tæknilegri greiningu, þar sem hann nýtir bæði verklega og fræðilega þekkingu sína. Starfsreynsla 2025- VERKVIST Innivist & byggingatækni 2021-2025 Verktaki Smíði og blikksmíði 2019-2021 Stjörnublikk Blikksmiður 2017-2019 Límtré Vírnet Blikksmiður 2016 & 2021 Elkem Sumarstarf við að tappa af ofnum SÓ húsbyggingar Smiður 2015-2016 Menntun 2021-2023 Háskólagrunnur Háskólinn Reykjavík 2018-2021 Blikksmiður Borgarholtsskóli 2023-2026 Nám í Byggingartæknifræði Háskólinn Reykjavík

  • EPD blöð | VERKVIST

    Umhverfisyfirlýsing er íslenska þýðingin á „Environmental Product Declaration“, EPD. EPD blöð eru stöðluð og staðfest af utanaðkomandi þriðja aðila, EPD blöð gefa upp umhverfisáhrif vöru yfir allan lífsferil hennar og eru í raun samantekt á niðurstöðum lífsferilsgreiningar á vöru. EPD blöð Hvað er EPD? Umhverfisyfirlýsing er íslenska þýðingin á „Environmental Product Declaration“, EPD. EPD blöð eru stöðluð og staðfest af utanaðkomandi þriðja aðila, EPD blöð gefa upp umhverfisáhrif vöru yfir allan lífsferil hennar og eru í raun samantekt á niðurstöðum lífsferilsgreiningar á vöru. Lífsferilsgreining (LCA) er aðferðafræði sem að notuð er við gerð EPD blaða og fylgir stöðlum eins og ISO 14040, 14044 og EN15804 fyrir LCA almennt og fyrir byggingavörur. Eftirspurn eftir EPD blöðum fer ört vaxandi í byggingargeiranum, bæði vegna aukinnar vitundarvakningar um umhverfismál og breytinga á byggingarreglugerð. EPD sérfræðingar sjá um ferlið Sérfræðingar okkar hjá Verkvist hafa aðstoðað fyrirtæki við að einfalda ferlið við gerð á EPD blöðum. Gerð EPD blaða krefst yfirleitt sértækrar þekkingar og reynslu af LCA greiningum, þar sem ferlið er flókið og krefjandi. Ferlið felst í því að rata um landslag hýsingaraðila (program operators) og mismunandi reglur um vöruflokka (PCR – product category rules). Við bjóðum bæði sérfræðiþekkingu í LCA og reynslu af gerð EPD blaða fyrir fjölbreyttar vörur á íslenskum markaði. Hvort sem þú ætlar að gefa út þitt fyrsta EPD blað eða bæta við fleiri, þá getum við séð um allt ferlið fyrir þig. Bættu ferla, minnkaðu áhrif Með aðstoð LCA getum við lagt til breytingar á ferlum sem gætu haft jákvæð áhrif á umhverfið og rekstrarhagkvæmni. Kortlagning á helstu umhverfisáhrifum (hot spot analysis) er lykillinn að því að greina hvar er hægt að ná ávinning með minnkuðum umhverfisáhrifum. Auk þess að sjá um allt EPD ferlið frá upphafi til enda, geta sérfræðingar okkar veitt innsýn í umhverfisáhrif vöru eða efnis yfir allan líftíma þess, frá vinnslu hráefna til förgunar. Alma D. Ívarsdóttir Framkvæmdastjóri Umhverfi & sjálfbærni +354 660 2164 alma@verkvist.is Helga María Adolfsd. Fagleiðtogi Umhverfi & sjálfbærni +354 692 4815 helgamaria@verkvist.is Vincent E. Merida Umhverfi & sjálfbærni +354 854 8661 vincent@verkvist.is

  • Hlynur Júlíusson | VERKVIST

    Hlynur Júlíusson er menntaður húsasmiðameistari frá Tækniskólanum. Hans megin áherslur hjá VERKVIST eru á heilnæma innivist, byggingatækni, byggingaeðlisfræði, ástandsskoðanir,  loftgæði og margt fleira. ​Hann hefur yfirumsjón með heimilisskoðunum og mælitækjum s.s. loftgæðamælum og rakamælum.  Hlynur Júlíusson Fagleiðtogi Endurbætur & úttektir Sérfræðikunnátta/menntun: Húsasmíðameistari Innivist Byggingareðlisfræði Byggingatækni Byggingastjórn Verkefnastjórn Viðhald og endurbætur +354 790 9101 hlynur@verkvist.is Um Hlyn Hlynur Júlíusson er menntaður húsasmiðameistari frá Tækniskólanum. Hann hefur yfir 9 ára reynslu í húsasmíði, úttektum og ráðgjöf við endurbætur, viðhaldsaðgerðir og rakaskemmdir. Hann hefur um margra ára skeið unnið að fjölmörgum verkefnum tengdum innivist, ástandsskoðunum, gallagreiningum, tillögum að endurbótum og viðhaldi bygginga fyrir sveitarfélög, fyrirtæki, opinbera aðila og einkaaðila. Megin áherslur Hlyns hjá VERKVIST eru á heilnæma innivist, byggingatækni, byggingaeðlisfræði, ástandsskoðanir, loftgæði og margt fleira. Hann hefur yfirumsjón með heimilisskoðunum og mælitækjum s.s. loftgæðamælum og rakamælum. Hlynur hefur komið að fjölmörgum verkefnum tengdum innivist s.s. ástandsskoðunum fyrirtækja og heimila, eftirfylgni með framkvæmdum og verkefnastjórnun í endurbótum og viðgerðum skólum og stofnunum, loftþéttleikaprófanir, slagveðursprófanir, rakaöryggi, framkvæmdareftirliti o.fl. Hlynur hefur hafið nám við Háskólann í Reykjavík í byggingariðnfræði samhliða starfi hjá VERKVIST. Reynsla & verkefni 2024- 2023-2024 VERKVIST: Innivist & byggingatækni Vörustjórn mælitækja og heimilisskoðanna Efla verkfræðistofa: Sérfræðingur á sviði byggingatækni og innivistar 2017-2023 Húsasmiður, sérhæfing í rakaskemmdum og myglu Rakaöryggi bygginga Ástandsmat, úttektir og gallagreiningar Innivist og loftgæði Verkefnastjórnun Umsjón og framkvæmdareftirlit Ráðgjöf 2015-2017 Húsasmiður, ýmis fyrirtæki Námskeið & endurmenntun Hlynur hefur í gegnum tíðina tekið fjölmörg námskeið til endurmenntunar er varða byggingatækni, byggingaeðlisfræði, raka, myglu, loftun byggingahluta o.fl. Þau helstu má nefna: Loftþéttleikamælingar húsa (IÐAN 2024) Rakaöryggi bygginga, (Iðan 2023) Krosslímdar timbureiningar, (Iðan 2023) Ábyrgð byggingastjóra, (Iðan 2023) Útþornun steyptra gólfa, (Iðan 2021) Álgluggar, (Iðan 2021) Gallar í byggingum, (Iðan 2020) Sólpallar og skjólgirðingar, (Iðan 2019) Raki og mygla í húsum, (Iðan 2019) Frágangur raka-, vind- og vatnsvarnarlaga með efnum frá SIGA, (Iðan 2019) Raki og mygla í húsum, (Iðan 2019) Tilboðsgerð verktaka, (Iðan 2019) Loftun byggingarhluta, (Iðan 2019) Proclima gluggaþéttingar, raka- vind- og vatnsvarnarlög, (Iðan 2019) Asbest, (Vinnueftirlitið, 2019) Raki og mygla í húsum, (Iðan 2019) Raunkostnaður útseldrar þjónustu, (Iðan 2017)

  • Orkuútreikningar | VERKVIST

    VERKVIST leggur áherslu á ráðgjöf þar sem hönnun bygginga og samspil tæknikerfa er metin strax á fyrstu stigum. Þannig er hægt að tryggja hagkvæma byggingu með minna kolefnisfótspor en um leið bestu innivistina. Orkuútreikningar Orkunýting Mikilvægt er að huga vel að orkunýtingu bygginga strax á hönnunarstigi, hvort sem er í nýbyggingum eða við endurbætur eldri bygginga. Þannig er hægt að hámarka orkusparnað á hagkvæman máta. VERKVIST leggur áherslu á ráðgjöf þar sem hönnun bygginga og samspil tæknikerfa er metin strax á fyrstu stigum. Þannig er hægt að tryggja hagkvæma byggingu með minna kolefnisfótspor en um leið bestu innivistina. Hjá VERKVIST leggjum við mikla áherslu á að mannvirki séu hönnuð bæði sjálfbær og orkunýtin. Orkuútreikningar Við orkuútreikninga nýtum við öflug hermiforrit til orkuútreikninga og greiningar á innivist, dagsbirtu og varmavist. Með hermun framkvæmum við greiningu með dýnamískum líkönum sem taka mið af raunverulegum aðstæðum yfir heilt ár. Þannig getum við metið orkunotkun og hitajafnvægi bygginga og lagt mat á frammistöðu byggingarhjúps, loftræsikerfa og annarra tæknikerfa. Þessi greining gefur tækifæri til að velja t.d. gler, einangrun og tæknibúnað sem tryggir betri orkunýtingu, innivist og þægindi. Hermun & ráðgjöf Með greiningum getum við hjá VERKVIST: 1. Tryggt skilvirka útfærslu byggingarhjúps og tæknikerfa. Gert ítarlega orku- , dagsbirtu, varma- og innivistargreiningu á hönnunarstigi. Stutt við vottunarferli samkvæmt alþjóðlegum. umhverfisstöðlum (BREEAM, Svansvottun, Passivhús o.fl.), Lagt mat á kolefnisspor mismunandi orkugjafa og valið vistvænustu lausnirnar. 2. Ráðlagt við val á glerjum vegna sólarálags, dagsbirtu og varmavistar innandyra. Ráðlagt við val á einangrun. Ráðlagt við stærð á gluggum eða staðsetningu til að skapa góða varmavist og tryggja dagsbirtu. Alma D. Ívarsdóttir Framkvæmdastjóri Umhverfi & sjálfbærni +354 660 2164 alma@verkvist.is Einar Örn Þorvaldsson Umhverfi & sjálfbærni +354 899 0282 einar@verkvist.is Klara Sif Sverrisdóttir Umhverfi & sjálfbærni +354 615 4885 klara@verkvist.is

  • Hulda Einarsdóttir | VERKVIST

    Hulda Einarsdóttir er útskrifuð með B.A í Arkitektúr og M.S í Umhverfis- og auðlindafræði. Hennar megin áherslur hjá VERKVIST eru á umhverfi, sjálfbærni og kolefnissporsgreiningar. Hulda Einarsdóttir Fagleiðtogi Umhverfisvottun Umhverfi & sjálfbærni Sérfræðikunnátta/menntun: Arkitektúr, Umhverfis- & auðlindafræði M.Sc. Umhverfi Sjálfbærni Vistvottanir BREEAM, Svanurinn Kolefnissporsgreiningar +354 773 8605 hulda@verkvist.is Um Huldu Hulda Einarsdóttir er útskrifuð með B.A í Arkitektúr og M.S í Umhverfis- og auðlindafræði. Hulda er mikill umhverfissinni og stundar einnig doktorsnám þar sem hún vinnur m.a. að verkefninu „Carbon Sink Cities“. Hulda hefur brennandi áhuga á lausnum til að draga úr losun frà byggðu umhverfi. Samhliða doktorsnáminu sinnti Hulda rannsóknarstarfi fyrir frjálsu félagasamtökin ,,Grænni byggð“ á losunarlausum verkstöðum sem snýr að því að draga úr kolefnislosun og annarri beinni losun á byggingarsvæðum. Á árunum 2018-2022 starfaði Hulda sem sérfæðingur sem stýrir verkefnum á Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og síðar við verkefni Borgarlínunnar en í þeim störfum fólst m.a. yfirferð og úrvinnsla leyfisumsókna um skipulagsbreytingar og deiliskipulagsgerð borgarlínunnar. Hennar megin áherslur hjá VERKVIST eru á umhverfi, sjálfbærni og kolefnissporsgreiningar. Reynsla & rannsóknarverkefni 2024- 2022-2023 VERKVIST: Umhverfi & sjálfbærni Grænni byggð: - losunarlausir verkstaðir - rannsakandi 2018-2022 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar: - deiliskipulag borgarlínunnar - sérfræðingur sem stýrir verkefnum BREEAM og BREAM in use 1,5 degree Compatible Living in the Nordic Conditions. Perceptions of the built environment as disabling or enabling of low carbon lifestyles in the Nordic Context. Grein í Infrastructure and Sustainability: Carbon storage in the built environment : a review. Nánar um rannsóknarverkefni Huldu Doktorsverkefnið hennar ber heitið ,,Carbon Sink Cities“ og snýr að því að leita leiða til þess að minnka losun frá hinu byggða umhverfi ásamt því að draga í sig og geyma kolefni (e. Carbon Sink and Storage). Rannsóknarverkefnið er unnið undir handleiðslu Dr. Jukka Heinonen og snýr að því að rannsaka hvaða þættir í hinu byggða umhverfi hafa með beinum eða óbeinum hætti áhrif á umhverfislega hegðun (e. Pro-climate behaviour) fólks á norðurlöndum. Í desember 2023 birtist vísindagreinin ,,Carbon Storage in the Built Environment: a review“. í tímaritinu Infrastructure and sustainability sem hún skrifaði með samstarfsfélögum sínum. Í greininni er fjallað um hvernig hægt er að geyma kolefni í byggðu umhverfi.

bottom of page