top of page

VERKVIST heimsækir Límtré Vírnet: Samstarf um sjálfbærni og EPD blöð

Updated: Oct 28

Í síðustu viku heimsótti VERKVIST fyrirtækið Límtré Vírnet í tengslum við samstarf um gerð og notkun umhverfisyfirlýsinga (EPD blaða). Heimsóknin markaði mikilvægt skref í þróun samstarfsins, þar sem EPD blöð verða notuð til að meta umhverfisáhrif af framleiðslu og notkun límtrésbita og steinullareininga.


Fulltrúar VERKVIST fengu tækifæri til að kynna sér framleiðsluferla Límtré Vírnets, allt frá hráefnisvali til framleiðslu lokaafurða. Sérstaklega var áhugavert að sjá hvernig Límtré Vírnet leggur áherslu á sjálfbærni í framleiðslunni, meðal annars með því að endurnýta plastið utan af timbrinu sem fyrirtækið fær sent og nýta afgangstimbur til að framleiða kurl, sem er svo selt áfram.


Þessar aðgerðir sýna hvernig Límtré Vírnet vinnur stöðugt að því að lágmarka úrgang og auka nýtingu hráefna, sem fellur vel að markmiðum samstarfsins um að auka gagnsæi um umhverfisáhrif byggingavara og stuðla að betri ákvarðanatöku í byggingaframkvæmdum. Með EPD blöðum getur Límtré Vírnet veitt viðskiptavinum sínum nákvæmar upplýsingar um umhverfisáhrif framleiðsluvara og þannig styrkt stöðu sína sem ábyrgur framleiðandi á Íslenskum byggingarmarkaði.


"Við erum spennt fyrir þessu samstarfi, þar sem það gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar meiri yfirsýn yfir umhverfisáhrifin af vörum okkar, ásamt því að styrkja stöðu okkar á markaðnum sem leiðandi í sjálfbærri þróun byggingarefna " segir Einar Bjarnason, gæðastjóri hjá Límtré Vírnet.“


Einar gæðastjóri hjá Limtré Vírnet og Alma framkvæmdastjóri VERKVISTAR ræða framleiðsluferli yleininga.

EPD blöð hafa orðið sífellt mikilvægari í byggingariðnaðinum vegna vaxandi umhverfisvitundar og aukinna krafa um gagnsæi og sjálfbærar lausnir. Þau gegna lykilhlutverki í því að framkvæma nákvæmar lífsferilsgreiningar, þar sem notast er við rauntölur sem EPD blöðin veita yfir umhverfisáhrif varanna. Með nýjum ákvæðum í byggingareglugerð, sem taka gildi 1. september 2025, verður krafist lífsferilsgreininga fyrir byggingar. Ef rauntölur fyrir vöru liggja ekki fyrir er hægt að nota meðaltalstölur frá HMS, en þá bætist við 25% álag. Þessi krafa undirstrikar mikilvægi EPD blaða fyrir framleiðendur, þar sem þau tryggja að unnið sé með nákvæmar og áreiðanlegar upplýsingar um umhverfisáhrif byggingarefna og veitir einnig samkeppnisforskot yfir vörur sem hafa ekki EPD blað.


Fyrir Límtré Vírnet er þetta samstarf mikilvægt skref í átt að flýta fyrir innleiðingu á sjálfbærum vinnubrögðum og nýtingu umhverfivottana í íslenskum byggingariðnaði. Með EPD skýrslum munu þeir geta veitt viðskiptavinum sínum tækifæri til að taka upplýstar ákvarðanir um val á byggingarefnum, sem einnig mun auka gagnsæi í umhverfisáhrifum.


Þetta samstarf við VERKVIST er ekki aðeins tækifæri til að styrkja vöruþróun, heldur einnig til að staðfesta stöðu Límtré Vírnets sem ábyrgur og traustur framleiðandi. Með innleiðingu EPD blaða geta þeir sýnt fram á skuldbindingu sína til að mæta vaxandi kröfum um umhverfisupplýsingar í byggingariðnaði.


"Þessi heimsókn og samstarfið við Límtré Vírnet eru lykilþættir í stefnu okkar að styðja viðskiptavini okkar í átt að sjálfbærari framtíð," segir Alma D. Ívarsdóttir framkvæmdastjóri sjálfbærni og umhverfismála hjá VERKVIST.


Það er ljóst að bæði fyrirtækin hafa mikinn áhuga á að vinna saman að því að bjóða upp á lausnir sem minnka umhverfisáhrif byggingarframkvæmda. Samstarfið við Límtré Vírnet er aðeins einn liður í stefnu VERKVISTAR að vera leiðandi í umhverfisvænum lausnum fyrir byggingariðnaðinn.


Um VERKVIST

Hjá VERKVIST verkfræðistofu er lögð rík áhersla á að byggingar séu fyrir fólk, heilsu, vellíðan og að lágmarka vistspor bygginga. Fyrirtækið sem stofnað var þann 1. mars 2024 af Ölmu D. Ívarsdóttur, Böðvari Bjarnasyni og Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur hefur vaxið ört og telur nú 12 sérfræðinga með yfirgripsmikla, þverfaglega þekkingu og reynslu.

Sem fyrsta íslenska ráðgjafafyrirtækið sem sérhæfir sig í heilnæmi og sjálfbærni bygginga er sterk áhersla lögð á innivist og umhverfismál. Unnt er að veita ráðgjöf allt frá hönnunarstigi og í gegnum allt ferlið til að tryggja að byggingar séu bæði hagkvæmar í rekstri og umhverfisvænar. VERKVIST býður nú upp á fjölbreytta þjónustu í umhverfislýsingum (EPD) fyrir vörur, Svansvottunum og BREEAM vottunum bygginga ásamt byggingatækni, byggingareðlisfræði, innivist, orkusparnaði, loftgæðum, rakaöryggi og rakaskemmdum.


Um Límtré Vírnet

Límtré Vírnet er öflugt íslenskt iðnfyrirtæki sem hefur byggt upp starfsemi sína á traustum og reyndum framleiðsluferlum. Með áratuga reynslu í framleiðslu og sölu á hágæða vörum fyrir íslenskan byggingariðnað tryggja þeir viðskiptavinum áreiðanleika og fagmennsku. Starfsfólk þeirra býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu og víðtækri reynslu, sem gerir þeim kleift að bjóða framúrskarandi lausnir í takt við þarfir markaðarins. Þeir leggja áherslu á stöðuga nýsköpun og þróun til að mæta síbreytilegum kröfum og stuðla að sjálfbærni í byggingargeiranum.

Límtré Vírnet sérhæfir sig í framleiðslu á stál- og álklæðningum, límtré og yleiningum og selur vörur sínar aðallega til Íslensks byggingariðnaðar.


Nánari upplýsingar um samstarfið veita: 

Framkvæmdastjóri, Sjálfbærni og umhverfi, VERKVIST









 

Comments


bottom of page