Leitarniðurstöður
38 results found with an empty search
- Einar Örn Þorvaldsson | VERKVIST
Einar lauk BS.c í hugbúnaðarverkfræði og tölvunarfræði við HÍ og meistaranámi í fjárfestingastjórnun frá HR. Hann er einnig með BS-.c. í umhverfis- og byggingarverkfræði og stundaði skiptinám við LTH í Lundi í Svíþjóð. Hann starfar hjá VEKVIST á sviði dagsbirtuútreikninga orkuútreikninga og umhverfisvottunum. Einar Örn Þorvaldsson Umhverfi & sjálfbærni Sérfræðikunnátta/menntun: Orkuútreikningar Dagsbirtuútreikningar Umhverfisvottanir +354 899 0282 einar@verkvist.is Um Einar Einar hefur víðtæka reynslu úr bæði fjármálageiranum og upplýsingatækni, með áherslu á þróun hugbúnaðarlausna og greiningu gagna. Hann hefur starfað sem sérfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, við greiningu stórra gagnasetta um gjaldeyris- og önnur fjármálaviðskipti. Auk þess hefur hann komið að hugbúnaðargerð hjá fjárfestingabönkum, opinberum stofnunum og sprotafyrirtækjum. Með áherslu á hagnýta hugsun og krefjandi viðfangsefni hefur Einar unnið að þróun tæknilausna sem styðja við ákvarðanatöku, hvort sem um er að ræða fjármálagreiningu, eftirlitskerfi eða upplýsingamiðlun til almennings. Einar lauk B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og tölvunarfræði við Háskóla Íslands og bætti síðar við sig meistaranámi í fjárfestingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Eftir að hann sneri sér að byggingarverkfræði hefur hann einnig lokið B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og er að ljúka MS námi í Energy efficient and environmental building design frá LTH í Háskólanum í Lundi. Einar hefur tekið vottun í verkefnastjórnun. Hann býr nú í Lundi þar sem hann er að klára nám. Hlutverk Einars hjá VERKVIST snúa að orkuútreikningum, dagsbirtuútreikningum, og umhverfisvottunum. Hann starfar með þvegfaglegu teymi VERKVISTAR að því að bæta byggingar með vistvæni og heilbrigði að leiðarljósi. Verkefni & sérþekking 2025- VERKVIST Umhverfi & sjálfbærni Dagsbirtuútreikningar Orkuútreiningar Umhverfisgreiningar Greinandi Starfræn hugsun Menntun 2019-2022 2007-2008 Háskóli Íslands BS í umhverfis- og byggingarverkfræði Skiptinám við LTH í Lundi Háskólinn í Reykjavík Meistaranám í fjárfestingastjórnun - MSIM 2003-2006 Háskóli Íslands BS.c. nám í hugbúnaðarverkfræði og tölvunarfræði 2023-2025 LTH í Lundi Meistaranám í Energy efficient and environmental building design
- Spurningar & svör | VERKVIST
Spurningar & svör Almennt Rakaskemmdir & mygla 01 Ég þarf að fá skoðun heima hjá mér - ég óttast að það séu rakaskemmdir ? Það sem gefur alltaf bestu svörin er að byrja á að rakaskima og rakamæla. Þá er horft eftir bólgum í málningu, taumum, litabreytingum. þrútnun eða öðrum ummerkjum. Einnig eru skoðuð sérstaklega áhættusvæði og einnig þau svæði þar sem uppbygging er áhættusöm eða efnisval ekki alveg heppilegt miðað við aðstæður. Í framhaldi af því er ákveðið hvort þörf er á sýnatöku, byggingarefnissýni eða ryksýni sem fer í raðgreiningu ( DNA sýni). Sendið fyrirspurn á skodun@verkvist.is 02 Mig vantar aðstoð við lífsferilsgreiningar Frá og með 1. september 2025 verður skylt að skila inn lífsferilsgreiningu bæði við umsókn um byggingarleyfi og við lokaúttekt fyrir byggingar í umfangsflokki 2 og 3. VERKVIST er með sérfræðinga til aðstoðar við lífsferilsgreiningar og tekur að sér slíka þjónustu. Vinsamlega hafði samband við helgamaria@verkvist.is Hafa samband Hallgerðargata 13 105 Reykjavík + 354 419 1500 verkvist@verkvist.is Nafn Netfang Erindi Takk fyrir að hafa samband SENDA
- Vistvottun | VERKVIST
Svansvottun bygginga er okkar sérfag. Yfirumsjón með Svansvottun og verkefnastýring. Aðkoma að hönnunarforsendum og fundum. Ráðgjöf til hönnuða og verktaka í gegnum verkefnið og öll samskipti við Umhverfisstofnun. Vistvottun Vistvottun & sjálfbærni Vistvottun bygginga er formleg staðfesting á því að bygging uppfylli ákveðin viðmið um sjálfbærni, heilnæmt inniloft, orkunýtingu og umhverfisáhrif. Vottunin byggir oft á alþjóðlegum stöðlum eða svæðisbundnum kerfum og veitir þriðja aðila mat eða upplýsingar um hvernig hönnun, framkvæmd og rekstur byggingar hefur áhrif á umhverfi, heilsu og vellíðan fólks. Vistvottun bygginga er ekki bara "grænt orðspor" heldur kerfisbundin nálgun til að byggja eða bæta húsnæði með það að markmiði að skapa heilnæm, endingargóð og umhverfisvæn rými. Hún skilar sér bæði í bættum lífsgæðum og lægri rekstarkostnaði til langtíma. Vistvottun bygginga Áhersla er lögð á vistvænar lausnir og sjálfbærar byggingar þar sem sérstaklega er hugað að heilsu og vellíðan notenda, um leið og dregið er úr neikvæðum áhrifum á umhverfið yfir líftíma bygginga. VERKVIST veitir ráðgjöf og annast verkefnastýringu við vistvottun bygginga meðal annars fyrir Svansvottun og BREEAM-vottun á nýbyggingum, endurbótum og í rekstri. Svansvottun bygginga er lykilatriði þegar kemur að því að stuðla að sjálfbærni og nýsköpun í byggingariðnaðinum á meðan samfélagið nýtur góðs af minni umhverfisáhrifum, bættri heilsu og vellíðan. Svansvottun er því mikilvæg fyrir framtíð sjálfbærrar þróunar. Endurnýting og endurvinnsla Vottunarkerfi í byggingariðnaði leggja áherslu á umhverfisvæna nálgun. Mikilvægi endurnotkunar og skilvirkrar úrgangslosunar er einnig í forgrunni til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. Vistvottun stuðlar að minni losun skaðlegra efna, dregur úr hnattrænni hlýnun og verndar heilsu bæði notenda og byggingaraðila. Með því að innleiða endurnýtingu og ábyrga meðhöndlun úrgangs frá upphafi, er stuðlað að vistvænna byggingarferli og minna umhverfisfótspori. Alma D. Ívarsdóttir Framkvæmdastjóri Umhverfi & sjálfbærni +354 660 2164 alma@verkvist.is Helga María Adolfsd. Fagleiðtogi lífsferilsgreining Umhverfi & sjálfbærni +354 692 4815 helgamaria@verkvist.is Hulda Einarsdóttir Fagleiðtogi umhverfisvottun Umhverfi & sjálfbærni +354 773 8605 hulda@verkvist.is
- Hafa samband | VERKVIST
Þarft þú skoðun á fyrirtæki eða heimili vegna rakaskemmda eða myglu ? Við sérhæfum okkur einnig í öðrum hlutum innivistar s.s. loftgæðum, hljóðvist, vottunum, byggingartæknifræði, prófunum og vali á réttum byggingarefnum o.fl. Sendu okkur línu og við höfum samband eins fljótt og auðið er. Starfsfólk VERKVISTAR Hafa samband Hallgerðargata 13 105 Reykjavík + 354 419 1500 verkvist@verkvist.is Nafn Netfang Erindi Takk fyrir að hafa samband SENDA
- Böðvar Bjarnason | VERKVIST
Böðvar Bjarnason hefur yfir 40 ára reynslu í byggingageiranum og hefur komið að fjölmörgum verkefnum tengdum mannvirkjagerð sem ráðgjafi, eftirlitsaðili, hönnuður og framkvæmdaraðili. Böðvar Bjarnason Eigandi / stjórnarformaður/ sviðsstjóri Byggingatækni Sérfræðikunnátta/menntun: Byggingatæknifræðingur & byggingaeðlisfræði Byggingastjórn Innivist Byggingareðlisfræði Byggingatækni Viðhald +354 665 6521 bodvar@verkvist.is Um Böðvar Böðvar Bjarnason hefur yfir 40 ára reynslu í byggingageiranum og hefur komið að fjölmörgum verkefnum tengdum mannvirkjagerð sem ráðgjafi, eftirlitsaðili, hönnuður og framkvæmdaraðili. Hann er menntaður húsasmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík, lauk meistararéttindum árið 1992 og útskrifaðist sem tæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands / HR árið 1993. Böðvar hefur um margra áratuga skeið unnið að verkefnum tengdum endurbótum, tillögum og viðhaldi bygginga, innivist, rakaöryggi, ástandsskoðunum og gallagreiningum fyrir ríki, sveitarfélög og einkaaðila. Hann hefur komið að mörgum verkefnum er tengjast framkvæmdum, vistvottunum, rakaöryggi, rakamælingum, slagveðurprófunum og loftþéttleikaprófunum. Böðvar hefur víðtæka þekkingu og reynslu sem skilar sér inn í ráðgjöf fyrir endurbætur og viðhald bygginga, hvort sem eru atriði tengd hönnun, útfærslu eða framkvæmd. Að sama skapi nýtist þessi víðtæka reynsla við hönnun eða ráðgjöf við nýbyggingar og nýframkvæmdir. Á sínum ferli hefur hann komið að margvíslegum og fjölbreyttum verkefnum, meðal annars unnið talsvert við endurbyggingar gamalla húsa, byggingu jarðgangna og brúa, sinnt gæðaeftirliti á steypuframleiðslu og malbiki auk þess að hanna burðarvirki fyrir skólabyggingar í Noregi. Böðvar hefur komið að rekstri einingaverksmiðju, hannað gæðakerfi fyrir byggingastjóra og sinnt byggingastjórnun. Hann hefur yfirgripsmikla reynslu af verkefnastýringu og hefur verkefnastýrt stórum verkefnum eins og uppbyggingu á VÖK BATHS við Urriðavatn á Austurlandi og komið að nokkrum vegagerðar framkvæmdum svo eitthvað sé nefnt. Böðvar er stjórnarformaður VERKVISTAR og einn af þremur stofnendum og eigendum. Hann stýrir sviði tæknilegrar ráðgjafar og byggingareðlisfræði. Reynsla & verkefni 2024 - 2013 2023 VERKVIST: Stjórnarformaður Innivist & byggingatækni Efla verkfræðistofa: Sérfræðingur byggingatækni og innivist VHE Verkefnastjórnun og tæknistörf Malarvinnslan Tæknifræðingur ,Gæðastjóri, Verkefnastjórnun , Byggingarstjóri og fl. Héraðsverk Framkvæmdasjóri Austur hérað Byggingafulltrúi/bæjartæknifræðingur 2008 2012 2002 2008 2001 2002 1999 2001 Byggingareðlisfræði Rakaöryggi bygginga Ástandsmat, úttektir og gallagreiningar Innivist og loftgæði Verkefnastjórnun Umsjón og framkvæmdaeftirlit Ráðgjöf 1996 1999 Stormörken og Hamre as Verkfræðistofa í Noregi Námskeið, félagsstörf & fagráð Böðvar hefur í gegnum tíðina tekið fjölmörg námskeið til endurmenntunar er varða byggingatækni, byggingaeðlisfræði, raka, myglu, loftun byggingahluta o.fl. Betri byggingar fagráð, formaður frá 2024 - Dómkvaddur matsmaður frá 2023- Ráðstefnur sem tengjast innivist á Íslandi; Betri byggingar Ráðstefna varðandi Byggingareðlisfræði Danmörk 2023 Námskeið í Byggingareðlisfræði Joseph Lstiburek
- Þjónusta | VERKVIST
VERKVIST veitir ráðgjöf og þjónustu í byggingum með áherslu á sjálfbærni, innivist, vistvæni og heilbrigt húsnæði. Til dæmis Svansvottun til að draga úr umhverfisáhrifum og rannsóknir á rakaskemmdum og myglu til að bæta loftgæði. Við veitum einnig ráðgjöf og þjónustu við lífsferilsgreiningar LCA og EPD blöð. Þjónusta Þverfagleg nálgun Sérfræðingar okkar hjá VERKVIST eru leiðandi á sviði rakaástands bygginga, innivistar, rakaskemmda, loftgæða, sjálfbærni, vistvottana og heilnæmi bygginga. Teymið samanstendur af sérhæfðum ráðgjöfum úr húsasmíði, verkfræði, umhverfis- og auðlindafræði, tæknifræði, byggingafræði, líffræði og lýðheilsu. Við skiljum mikilvægi þess að skapa umhverfi sem er heilsusamlegt, öruggt og örvandi fyrir alla. Saman getum við skapað framúrskarandi rými sem styðja við bæði umhverfi og velferð notenda. Viðskiptavinir okkar eru arkitektar, hönnuðir, opinberar stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar. Við leggjum metnað okkar í að veita faglega og heiðarlega ráðgjöf. Við bjóðum upp á lausnir sem eru sérsniðnar að einstökum þörfum og markmiðum hvers viðskiptavinar og veitum persónulega þjónustu. Við hvetjum þig til að hafa samband til að fræðast nánar um hvernig VERKVIST getur stutt þig eða þitt fyrirtæki í að ná framúrskarandi árangri til að bæta innivist eða ná fram vistvænum byggingum á ábyrgan og heilbrigðan hátt. INNIVIST HEIMILI LOFTGÆÐI BYGGINGATÆKNI VISTVOTTUN LÍFSFERILSGREINING ORKUNÝTING DAGSBIRTA Þjónusta fyrirtæki / stofnanir Svansvottun Nýbyggingar eða endurbætur. Við erum sérfræðingar í Svansvottun Umhverfisgreining, þéttleika-mælingar. VERKBEIÐNI Loftgæði Mat á loftgæðum með síritum sem nema C02, VOC, Svifryk, mengun frá umferð, birtu og hávaða. VERKBEIÐNI Innivist Úttekt á innivist og ráðgjöf í framhaldi. Efnisval, efnisnotkun, loftskipti og almennt ástand. Hægt að óska eftir úttekt á loftræsingu, virkni og stillingum. VERKBEIÐNI Raki & mygla Ástandsskoðun, rakaskimun og sýnataka vegna gruns um rakavandamál eða myglu. DNA ryksýni til að fá stöðuna á loftbornum örverum . VERKBEIÐNI Rakaöryggi Rakaöryggi í hönnun, framkvæmd og við endurbætur .Hvernig fyrirbyggjum við rakaskemmdir VERKBEIÐNI SVANURINN BREEAM EPD Þjónusta heimili Heimilisskoðun Rakaskimun og úttekt á rakaástandi. Sýnataka með DNA ryksýnum eða úr byggingarefnum. BÓKAÐU SKOÐUN Viðtal Ráðgjöf vegna rakaskemmda, hreinsunar eða mótvægisaðgerða í gegnum síma eða fjarfundarbúnað . BÓKAÐU VIÐTAL Ráðgjöf Ráðgjöf vegna innivistar, endurbóta, fasteignakaupa, efnisvals eða endurheimtunar heilsu. BÓKAÐU RÁÐGJÖF
- Helga María Adolfsdóttir | VERKVIST
Helga María er menntuð byggingafræðingur frá University College Lillebælt í Odense, Danmörku og tækniteiknari. Megin áherslur hennar hjá VERKVIST eru á allt sem tengist sjálfbærni, lífsferilsgreiningar, kolefnisspori, umhverfismálum á sviði byggingariðnarins , ráðgjöf, fræðslu o.fl. Helga María Adolfsdóttir Umhverfi & Sjálfbærni Sérfræðikunnátta/menntun: B.Sc., Byggingarfræði, UCL University College, Lillebælt, Odense, DK Sjálfbærni í byggingariðnaði Lífsferilsgreiningar (LCA) Byggingareðlisfræði Hringrásarhagkerfi Umhverfisáhrif Umhverfisvottanir Endurnotkun á byggingarefnum Tækniteiknun +354 692 4815 helgamaria@verkvist.is Um Helgu Maríu Helga María lærði byggingafræði í University College Lillebælt í Odense, Danmörk árið 2019. Í náminu lagði hún áherslu á sjálfbærni í byggingariðnaði og sérhæfði sig í lífsferilsgreiningum (LCA) á byggingum í lokaverkefni. Eftir námið hélt sú sérhæfing áfram í starfi í verkefnum tengdum umhverfisvottunum, lífsferilsgreiningum á byggingum, aðgengismálum og hringrásarlausnum. Helga kemur til okkar fra COWI (áður Mannvit) þar sem hennar helstu verkefni fólust í lífsferilsgreiningum og verkefnum tengdum umhverfisvottunum (BREEAM og Svaninum) bæði á hönnunar-, skipulags- og framkvæmdarstigi. Þar áður hafði hún unnið hjá VSÓ Ráðgjöf, á arkitektúrstofum í Danmörku og þar áður sem tækniteiknari hjá Eflu fyrir brýr og vegi. Helga María hefur því aflað sér víðtækrar reynslu og þekkingar bæði hérlendis og í Danmörku á sviði byggingariðnarins frá árinu 2019. Hún hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum á sviði byggingarfræðinnar, umhverfismála, sérfræðiráðgjöf, starfað við kennslu, vistvottanir og loftgæði um árabil. Markmið hennar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga á öllum stigum lífsferils þeirra. Í því felst að lágmarka kolefnisspor, kostnað, orkunotkun byggingarinnar og hafa á heildstæðan hátt jákvæð áhrif á hönnun og framkvæmd bygginga sem og líftíma þeirra. – frá hönnun til niðurrifs. Megin áherslur Helgu Maríu hjá VERKVIST eru á allt sem tengist sjálfbærni, kolefnisspori, umhverfismálum á sviði byggingariðnarins , lífsferilsgreiningar, ráðgjöf, fræðslu o.fl. Reynsla & verkefni 2025- 2023-2025 VERKVIST - sjálfbærni, lífsferilsgreiningar & umhverfi COWI (áður Mannvit) – Sérfræðingur í lífsferilgreiningum og sjálfbærni í byggingariðnaði 2019-2019 Rubow Arkitekter, CPH, DK – Starfsnám 1 önn, hluti af námi byggingafræði 2020-2023 VSÓ Ráðgjöf – Fjölbreytt ráðgjöf með áherslu á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi í byggingariðnaði 2017-2018 Johannesen Architects, teiknun og 3D prentun, hlutastarf með námi 2015-2016 Efla - Tækniteiknari á samgöngusviði, Brýr og vegir Dæmi um ráðgjöf og þjónustu: Lífsferilsgreiningar Kolefnisspor Vottanir (BREEAM og Svanurinn) Sjálfsbærnisráðgjöf Byggingareðlisfræði Endurnýting byggingarefna Hringrásarhagkerfi Rakavarnareftirlit fyrir vistvottanir Endurmenntun & ráðstefnur 2025 BAU Munchen, sýning fyrir byggingariðnaðinn 2024 Loftþéttleikamælingar húsa, Iðan Fræðslusetur 2024 Þök, rakaástand og mygla, Iðan Fræðslusetur 2023 Frágangur á öndunardúkum, rakavarnarlögum og íhlutum (SIGA, Noregi) 2022 Raki og mygla 1, 2 og 3, Iðan Fræðslusetur 2022 Future of Construction symposium, Zurich 2022 One Click LCA EPD Bootcamp 2022 2022 Rakaöryggi bygginga, Iðan Fræðslusetur 2022 Frágangur raka-, vind- og vatnsvarnarlaga með efnum frá SIGA 2021 Circular Economy Sustainable Material Management (Online) 2020 BREEAM International New Construction (Online) Kennsla & fyrirlestrar 2023 - 2025 Vistvæn hönnun og sjálfbærni – Háskóla Reykjavíkur. Kennsla á áfanganum Vistvæn hönnun og sjálfbærni sem er hluti af námi byggingafræðinga á 5.önn í Háskóla Reykjavíkur. 2022 - 2025 Lífsferilgreiningar – Iðan Fræðslusetur Námskeið um lífsferilgreiningar í byggingariðnaði, farið yfir hugmyndafræði og verkefni unnið í hugbúnaðinum One Click LCA (2022) Fagráð 2024 Hópstjóri starfshóps um samræmingu á aðferðarfræði fyrir lífsferilgreiningar á íslenskum byggingum. Innleiðing á LCA í byggingarreglugerð, leiðbeiningar og stoðgögn sem þarf til, hópurinn hefur haldið tvær opnar vinnustofur. Verkefnið var sprottið út frá aðgerðaráætlun Byggjum Grænni framtíð. Afrakstur vinnu: Lífsferilsgreiningar settar sem krafa á nýbyggingar frá september 2025 og HMS með skipulagt viðmót fyrir móttöku skilagagna.
- Ævar Kærnested | VERKVIST
Ævar Kærnested er með sveinspróf í húsasmiði frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og er á lokaári í byggingartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur 3 ára reynslu í húsasmíði og störfum hjá byggingarverktökum og verkfræðistofum við eftirlitsstörf, úttektir, frávikagreiningum, ástandsskoðunum, rakatjónum o.fl.Ævar er starfsnemi hjá VERKVIST og vinnur hann þvert á teymin að heilnæmri innivist, greiningum, byggingatækni, umhverfismálum, loftgæðum og margt fleira. Ævar Kærnested Byggingatækni Sérfræðikunnátta/menntun: Byggingatæknifræðingur & húsasmiður Innivist Byggingareðlisfræði Loftgæði og rakaskemmdir Eftirlit Úttektir +354 780 3070 aevar@verkvist.is Um Ævar Ævar Kærnested er með sveinspróf í húsasmiði frá Fjölbrautaskólanum og B.Sc. í byggingartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur 6 ára reynslu í húsasmíði og störfum hjá byggingarverktökum og verkfræðistofum við eftirlitsstörf, úttektir, frávikagreiningar, ástandsskoðanir, rakatjón o.fl. Hjá VERKVIST vinnur Ævar þvert á teymin að heilnæmri innivist, greiningum, byggingatækni, umhverfismálum, loftgæðum og mörgu fleira. Hér má sjá lokaverkefni Ævars frá 2025 um varðveitingu íslenskra útveggja þar sem Böðvar Bjarnason var leiðbeinandi og hlaut Ævar fyrstu einkunn. Ævar er glöggur og lætur ekkert framhjá sér fara, fyrirmyndar nemandi og björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta. Reynsla & verkefni 2024 2023 VERKVIST: Innivist & byggingatækni Áður sumarstarf og starfsnám Efla verkfræðistofa: Starfsnemi á sviði húss og heilsu 2023 VSB verkfræðistofa: Sumarstarf á byggingarsviði 2018-2021 Bogaverk og MótX Húsasmíðanemi, ýmis verkefni tengd húsasmíði 2022 - 2023 Nýmót Húsasmiður Námskeið Ævar hefur einnig setið námskeið er varða raka og myglu.
- Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir | VERKVIST
Sylgja Dögg er líffræðingur með gráðu í lýðheilsuvísindum og hefur starfað í byggingariðnaði frá árinu 2006 þar sem hún hefur aflað sér fjölbreyttrar reynslu og þekkingar við sérfræðiráðgjöf, kennslu, mælingar og rannsóknir á byggingum vegna rakavandamála, rakaflæðis, innivistar, efnisvals, heilnæmis, vistvottana og loftgæða um árabil. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Eigandi / framkvæmdastjóri/sviðsstjóri Innivist & lýðheilsa Líffræði B.sc., Lýðheilsa Mdpl Líffræði og landfræði Lýðheilsa og forvarnir Byggt umhverfi Innivist og loftgæði +354 665 6244 sylgja@verkvist.is Um Sylgju Sylgja Dögg er einn af stofnendum og eigendum VERKVISTAR en hún er með B.Sc. í líffræði með landfræði sem aukafag. Hún hefur einnig lokið viðbótardiplómu og lýkur brátt meistaragráðu í lýðheilsuvísindum MPH (Public/Global health) frá læknadeild HÍ . Sylgja Dögg hefur starfað í byggingariðnaði frá árinu 2006 þar sem hún hefur aflað sér fjölbreyttrar reynslu og þekkingar við sérfræðiráðgjöf, kennslu, mælingar og rannsóknir á byggingum vegna rakavandamála, rakaflæðis, innivistar, efnisvals, heilnæmis, vistvottana og loftgæða um árabil. Sylgja Dögg er stofnandi frumkvöðlafyrirtækisins „Hús og heilsa” sem stofnað var árið 2006 og var forsprakki húsaskoðanna á Íslandi með rakaöryggi og úttektir að leiðarljósi. Hún starfaði sem fagstjóri hjá EFLU verkfræðistofu á sviði bygginga frá árinu 2015-2023. Helstu verkefni hennar síðastliðin ár hafa verið við: verkefnastjórnun, þróun nýrrar þjónustu í byggingareðlisfræði, uppbyggingu innivistardeildar, uppsetningu rannsóknarstofu vegna myglugreininga, stuðningur við þróun, verkefnum í innivist, viðhaldsaðgerðum og úttektum. Sylgja hefur einnig komið að skipulagningu fjölda viðburða og ráðstefna tengdum málefninu. Hún hefur verið virkur fyrirlesari, unnið að framsetningu gagna, áhættumati, gæðastjórnun, gerð verkferla og kennslu víðs vegar fyrir fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög, einstaklinga og umhverfisveika. Megin áherslur Sylgju Daggar hjá VERKVIST eru á alla þætti sem tengjast heilnæmri innivist, rannsóknum, vísindum, fræðslu, fyrirlestrum, ráðgjöf, loftgæðum og fleira. Sylgja stýrir sviði Innivistar & lýðheilsu ásamt því að vera einn af tveimur framkvæmdastjórum VERKVISTAR. Reynsla & verkefni 2024- 2015-2023 VERKVIST Framkvæmdastjóri/eigandi EFLA fagstjóri Húss og heilsu, sérfræðingur innivist, Byggingasvið 2006-2015 Hús og heilsa, framkvæmdastjóri og eigandi 2018-2020 Rb: Rannsóknarstofnun byggingariðnaðar, Verkefnastjóri, rannsóknir á myglusækni byggingarefna Dæmi um ráðgjöf og þjónustu Innivistarráðgjafi Rakaástand og mygluskoðun Fræðsla og kynningar Byggingartækni og -eðlisfræði Loftgæði Lýðheilsa og forvarnir Verkefnastjórn Einstaklingsráðgjöf vegna innivistar Viðburðastjórnun og ráðstefnur Ráðgjöf við fasteignakaup Rannsóknarverkefni, námskeið & ráðstefnur NORDFORSK - fjarvinna í breyttu vinnuumhverfi, umhverfisáhrif og innivist. ASKUR - Loftgæði í skólabyggingum, Leiðarvísir um úttektir á rakaástandi bygginga. Rannsókn á vegum NMÍ Rb. Verkefnastjórnun Heilsueflandi vinnustaður, EFLA Verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ (við upphaf verkefnisins) 2009-2023 2011-2017 2012-2018 2012-2013 2021 2020 2020 2020 2019 2018 2018 2018 2018 2018 2018 2018 2017 2017 2017 2017 2017 2016 2016 2015 Indoor air ISIAQ (2009, 2011, 2015, 2018, 2019, 2022) Healthy buildings ISIAQ (2010, 2012, 2014, 2016, 2017, 2020, 2021, 2022, 2023) Ráðstefnur sem tengjast innivist á Íslandi (2012, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019) Bioaerosoles (2012, 2013) CE merking - byggingarvörur Svansvottaðar byggingar Microsoft Teams, IÐAN Áhættumat í byggingariðnaði COVID, IÐAN Ajour í byggingariðnaði, IÐAN Design of moisture safe buildings, EHÍ Leiðtogaþjálfun, Opni háskólinn í Reykjavík Sex lyklar að velgengni, Hita og rakaástand í byggingarhlutum EHÍ Málþing NMÍ um vatnsskaða Málþing NMÍ um íslenska útvegginn Vistbyggðaráð: Umhverfisvænar byggingar Hita og rakaástand byggingarhluta, EHÍ Byggingargátt MVS, IÐAN Málþing Íslenska byggingavettvangsins Loftun byggingahluta, IÐAN Frágangur votrýma, IÐAN Rakaflæði í byggingum, WUFI SINTEF/ NTNU Frágangur rakavarnarlaga, SIGA, IÐAN Þök, rakaástand og mygla. IÐAN Félagsstörf og fagráð Vísindaráð mannvirkjarannsókna, HMS 2024 Fagráð Embættis Landlæknis um rakaskemmdir 2019 – Betri byggingar fagráð, NMI Rb .,Stjórnarmaður frá 2021, 2014- Rauði kross Íslands, viðbragðsteymi 2014-2017 (sjálfboðavinna) Félag lýðheilsufræðinga, stjórnarmaður frá 2018+ IceAQ samtök um loftgæði á Íslandi, formaður frá árinu 2012+ ISIAQ alþjóðasamtök um innivist aðili frá árinu 2009+ Heilsuvin í Mosfellsbæ, klasi, stjórnarformaður, 2011-2014 Heilsuvin í Mosfellsbæ, klasi, stjórnarmeðlimur, 2014+ Heilsueflandi samfélag Mosfellsbæ, verkefnastjórnun 2012+ Iðunn nemendafélag í lýðheilsuvísindum, formaður 2010-2014 Vatnsvarnarbandalagið MVS, 2013 Dómkvaddur matsmaður frá 2012+ Matsmannafélag Íslands frá 2012+ Kennsla og fyrirlestrar Háskólinn í Reykjavík Byggingartæknifræði leiðbeinandi nemanda í lokaverkefni BSc., 2019 og 2024 Háskólinn í Reykjavík Stundakennari byggingarfræði og byggingareðlisfræði 2012-2024 Háskóli Íslands Stundakennari í örverufræði II fyrir meistaranám 2017-2022 IÐAN fræðslusetur, Raki og mygla I, II og III. Hef haldið 36 námskeið á árunum 2011-2022 Tækniskólinn, gestafyrirlesari Endurmenntun Háskóla Íslands Raki og mygla í byggingum, Rakaöryggi 2014, 2015, 2021, 2022 Endurmenntun Háskóla Íslands Innivist og heilsa 2014 , 2015 Læknadagar 2012 Faglegur fyrirlestur Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ársfundur 2019 Byggingar og heilsa Nýsköpunarmiðstöð íslands Allir vinna 2009- 2010 Bandalag háskólamanna BHM Myglusveppur; ógn við heilsu starfsfóks ráðstefna 2017 Lýðheilsa og skipulag Ráðstefna 2017 Vistbyggðaráð Innivist og loftgæði 2019 Innivist og heilsa Ráðstefna Grand hótel 2019
- Alma Dagbjört Ívarsdóttir | VERKVIST
Alma er einn af stofnendum Verkvistar. Alma Dagbjört hefur lagt áherslu í sínu starfi á innivist, sjálfbærni og orkunýtingu bygginga. Alma hefur komið að fjölmörgum verkefnum tengtdum loftgæðum, greiningu á innivist, byggingaeðlisfræði, orkunýtni bygginga og umhverfisvottunum. Sérhæfing í orkunýtni og orkuútreikningum bygginga með notkun á dýnamískum hermihugbúnaði til útreikninga á orkunotkun og til að greina gæði og hönnun á innivist. Svansvottun nýbygginga og endurbóta, og BREEAM AP vottun. Alma Dagbjört Ívarsdóttir Eigandi / framkvæmdastjóri/sviðsstjóri Umhverfi & sjálfbærni Verkfræði, innivist og orkunýting bygginga M.Sc. Innivist og loftgæði Orkunýting bygginga Vistvottanir Dagsbirtuútreikningar +354 660 2164 alma@verkvist.is Um Ölmu Alma er einn af stofnendum og eigendum Verkvistar. Alma Dagbjört hefur lagt áherslu í sínu starfi á innivist, sjálfbærni og orkunýtingu bygginga. Alma hefur komið að fjölmörgum verkefnum tengt loftgæðum, greiningu á innivist, byggingaeðlisfræði, orkunýtni bygginga og umhverfisvottunum. Hún hefur einnig sérhæft sig í orkunýtni og orkuútreikningum bygginga með notkun á dýnamískum hermihugbúnaði til útreikninga á orkunotkun og til að greina gæði og hönnun á innivist. Síðustu ár hefur hún unnið mikið við Svansvottun nýbygginga og endurbóta, og hefur einnig BREEAM AP vottun. Alma stýrir sviði Umhverfi & sjálfbærni ásamt því að vera einn af tveimur framkvæmdastjórum VERKVISTAR. Reynsla & verkefni 2024- 2020-2024 VERKVIST Framkvæmdastjóri/eigandi Mannvit / COWI Fagstjóri Bættar byggingar 2017-2020 Mannvit Verkfræðingur, Innivist og orkunýtni bygginga Svansvottunarfulltrúi nýbygginga og endurbóta verkefna Orkunýtni bygginga, orku- og innivistarútreikningar Byggingareðlisfræði Innivist og loftgæði Styrkleikar Ölmu Orka Svansvottun Innivist Loftgæði Uppsetning og vinna á 3D módeli bygginga í dýnamíska hermi-hugbúnaðinum IDA-ICE ásamt orkuútreikningum. Loftgæði og varmaþægindi reiknuð og greind með hugbúnaðinum fyrir hönnun lagna- og loftræstikerfa ásamt útreikningum á PPD og PMV (þæginda stuðul innivistar fyrir notendur húsnæðis). Nauðsynleg sönnunargögn fyrir Svaninn og BREEAM búin til Alma hefur reynslu af að vera verkefnastjóri, svansvottunarfulltrúi og/eða rakavarnarfulltrúi í ýmsum svansvottunar verkefnum, nýbyggingum og endurbótaverkefnum. Alma hefur mikla reynslu við að leiða gerð sönnunargagna fyrir Svansvottun fyrir hönd verkkaupa og/eða verktaka og veitirráðgjöf til annara hönnuða. Alma veitir aðstoð og ráðgjöf til verktaka í gegnum framkvæmdarferlið og leiðir uppsetningu og gerð rakavarnaráætlunnar í sumum verkum. Einnig ráðgjöf við byggingareðlisfræði. Hermun í hugbúnaðinum IDA-ICE, hagkvæm leið til að meta aðstæður og frammistöðu bygginga með tilliti til m.a. orkunotkunar, lagna- og loftræstikerfa og innivistar. Hugbúnaðinn má bæði nota í þeim tilgangi að meta nýjar og eldri byggingar, með það markmið að bæta hönnun og frammistöðu á hagkvæman hátt. Hermilíkönin veita mikinn stuðning við samanburð á mögulegum lausnum svo að markvissar og fullgildar ákvarðanir séu teknar hvort sem það er í grunnhönnun bygginga, endurnýjun, viðhaldi eða rekstri. Með því er stuðlað að hagkvæmustu og bestu fjárfestingunni sem skilar hámarks orkunýtingu og góðri innivist. Greining og mælingar á loftgæðum í ýmsum tegunda bygginga. Loftgæðamælingar, sýnataka, ástandsskoðanir á húsnæði og kerfum bygginga. Ráðgjöf veitt á úrbótum til að bæta innivist og loftgæði. Samtöl við notendur húsnæðis og kynningar. Eftirlit með framkvæmdum.
- Svanurinn | VERKVIST
VERKVIST veitir tæknilega ráðgjöf og verkefnastjórn fyrir Svansvottun við endurbætur, nýbyggingar og rekstur bygginga. Svanurinn er norrænt umhverfismerki. Svanurinn Svansvottun Svansvottun er opinber umhverfisvottun Norðurlandanna, og á Íslandi er hún í umsjón Umhverfis- og orkustofnunar. Upphaflega var Svanurinn einungis notaður til vottunar á vörum og þjónustu, en í dag nær hann einnig yfir vottun bygginga og nýjasta viðbótin er Svansvottun á rekstri. Svansvottun miðar að því að draga úr umhverfisáhrifum og tryggja heilsusamlegt og öruggt húsnæði. Lögð er sérstök áhersla á: Minni notkun eiturefna í byggingarefnum. Heilnæma innivist fyrir íbúa og notendur. Sjálfbærni með áherslu á umhverfis-, efnahags- og samfélagslega þætti. Byggingar Tegundir bygginga sem hægt er að votta. Svansvottun stendur til boða fyrir fjölbreyttar byggingar, bæði nýbyggingar og endurbætur: Einbýli og raðhús Fjölbýlishús Þjónustuíbúðir Grunnskóla Leikskóla Skrifstofubyggingar Hótel og gistirými Líftíma- og orkuútreikningar Til að fá Svansvottun þarf að: Sækja um hjá Svaninum á Íslandi. Skila inn nauðsynlegum gögnum og gangast undir úttektir á verkstað. Uppfylla skyldukröfur og stigakerfi. Uppfylla þarf allarskyldukröfur og ná lágmarksfjölda stiga til að öðlast vottun. Byggingar eru metnar út frá lífsferli þeirra, orkunotkun, umhverfiskröfum og heilsuáhrifum. Helstu kostir Svansvottaðra bygginga Heilnæmari og öruggari húsnæði. Aukin gæði og langlífi bygginga. Minni rekstrar- og viðhaldskostnaður. Lægri orku- og hitunarkostnaður. Dregið er úr umhverfisáhrifum bygginga. Vottað með VERKVIST Hvað getur Verkvist gert fyrir þig? Við hjá Verkvist sérhæfum okkur í þjónustu við Svansvottun bygginga og bjóðum eftirfarandi: Aðstoð í hönnunarferli nýbygginga og endurbóta. Úttektir og útreikningar. Gerð skilagagna fyrir vottunarferli. Verkumsjón og ábyrgð Svansvottunarferlisins. Veldu Svansvottun með Verkvist – tryggjum saman betri byggingar og umhverfi! Alma D. Ívarsdóttir Framkvæmdastjóri Umhverfi & sjálfbærni +354 660 2164 alma@verkvist.is Sylgja Dögg Framkvæmdastjóri Innivist & lýðheilsa +354 665 6244 sylgja@verkvist.is Arnar Þór Sævarsson Fagleiðtogi rakaöryggi Innivist & byggingatækni +354 662 3798 arnar@verkvist.is Hulda Einarsdóttir Fagleiðtogi umhverfisvottun Umhverfi & sjálfbærni +354 773 8605 hulda@verkvist.is
- Vincent E. Merida (English) | VERKVIST
Vincent has an interdisciplinary background in economics and life cycle analysis related to energy systems, food systems, and other infrastructure. He has education in these fields at the highest level and is expected to complete his PhD in the spring of 2025. Vincent E. Merida Sustainability & Environment Expertise/Education Environment and Natural Resources, M.Sc. Life cycle assessment (LCA) Environmental economics Environmental product declaration (EPD) Sustainability +354 854 8661 vincent@verkvist.is Icelandic version About Vincent Vincent has an interdisciplinary background in economics and life cycle analysis related to energy systems, food systems, and other infrastructure. He has education in these fields at the highest level and is expected to complete his PhD in the spring of 2025. Vincent completed his B.A. in Business Administration from California State University of Fullerton in 2018. Building on his undergraduate education in economics and entrepreneurship, his graduate studies emphasized environmental economics and life cycle assessment. In 2021, he received a M.Sc. in Environment and Natural Resources from the University of Iceland. His passion for sustainability began in California where he worked in distributed solar generation and started an environmentally friendly landscaping service. For the past few years, he has been pursuing a PhD in Environment and Natural Resources from the University of Iceland. During this time, he has supervised students and lectured at the master’s level, given presentations at domestic and international conferences, published multiple articles in peer-reviewed academic journals, and advanced his knowledge of sustainability principles, including life cycle assessment of energy and food systems. Vincent’s main focuses at VERKVIST include: life cycle assessment (LCA), environmental product declaration (EPD), life cycle costing, certifications, and everything related to sustainability. Experience & projects 2024- 2021-2024 VERKVIST: Sustainability & environment Háskóli Íslands: Researcher & lecturer 2020-2021 Momentum Solar: Solar specialist & team leader Life cycle assessment Certifications (Nordic Swan & BREEAM) Sustainability Environmental product declaration Courses Vincent has attended many courses, conferences and lectures such as.: - LCA Food Conference, University of Barcelona (Sep 2024) - One Click LCA Bootcamp (March 2024) - Life Cycle Management Conference, Lille, France (Sep 2023) - Jarðvegslíf, jarðgerð og verðmætasköpun í lífrænni ræktun - Málþing Fagráðs í lífrænum landbúnaði (March 2023)












