Leitarniðurstöður
42 results found with an empty search
- Dagsbirtuútreikningar | VERKVIST
Lýsing og birtuskilyrði hafa mikil áhrif á hvernig við upplifum húsnæði. Dagsbirtan er besta lýsingin fyrir vellíðan og heilsu fólks, hún styður við heilbrigða dægursveiflu líkamans með réttu litrófi kvölds og morgna, auk þess að vera umhverfisvæn. Dagsbirta Lýsing og birta Lýsing og birtuskilyrði hafa mikil áhrif á hvernig við upplifum húsnæði. Dagsbirtan er besta lýsingin fyrir vellíðan og heilsu fólks, hún styður við heilbrigða dægursveiflu líkamans með réttu litrófi kvölds og morgna, auk þess að vera umhverfisvæn. Rannsóknir hafa leitt í ljós margvíslegan ávinning þess að hafa vel dagslýst rými. Hann getur meðal annars falist í bættri vinnulýsingu, betri dægursveiflu, minnkaðri streitu, aukinni framleiðni á vinnustöðum og í skólum, lægri orkukostnaði, hærra húsnæðisverði og söluaukningu verslana. Dagsbirta Hægt er að meta hversu mikið náttúrulegt ljós fellur inn í byggingu með hjálp hermunarforrita og er það kallað dagsbirtuútreikningar. Útreikningarnir eru framkvæmdir samkvæmt staðli ÍST EN 17037 og miða að því að bæta lýsingargæði innandyra og orkusparnað. Svæði þar sem nægilegrar dagsbirtu gætir ekki eru svo lýst með raflýsingu. Dagsbirtuútreikninga er hægt að framkvæma á öllum tegundum bygginga, hvort sem um er að ræða íbúðarhús, atvinnuhúsnæði eða opinberar stofnanir. Útreikningarnir eru sérstaklega mikilvægir í hönnunarferlinu til að tryggja að allar byggingar nýti sér sem best náttúrulegt ljós. Dagsbirtuútreikningar & vistvottun Dagsbirtuútreikningar eru lykilatriði í vottuðum byggingum eins og þeim sem fá Svansvottun eða BREEAM-vottun. Þessar vottanir krefjast oft ákveðinna staðla varðandi orkunýtingu og umhverfisáhrif, þar með talið hvernig náttúrulegt ljós er nýtt til að hámarka orkusparnað og bæta innivist. Alma D. Ívarsdóttir Framkvæmdastjóri Umhverfi & sjálfbærni +354 660 2164 alma@verkvist.is Einar Örn Þorvaldsson Umhverfi & sjálfbærni +354 899 0282 einar@verkvist.is Klara Sif Sverrisdóttir Umhverfi & sjálfbærni +354 615 4885 klara@verkvist.is
- Sigursteinn Páll Sigurðsson | VERKVIST
Sigursteinn Páll Sigurðsson starfar á sviði innivistar og byggingatækni hjá VERKVIST. Hann er á lokametrunum í Byggingartæknifræði í Háskóla Reykjavíkur og er einnig blikksmiður. Frá fyrri störfum hefur hann reynslu af framkvæmdum, smíðum, efnisvinnu og verklegri útfærslu bygginga. Verkfræðingur Sigursteinn Páll Sigurðsson Innivist & byggingatækni Sérfræðikunnátta / menntun Nemi í byggingartæknifræði & blikksmiður Innivist Byggingatækni Viðhald og endurbætur Eftirlit +354 774 5505 sigursteinn@verkvist.is Um Sigurstein Sigursteinn Páll Sigurðsson er í námi í byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík og stefnir á útskrift árið 2026. Hann hefur einnig lokið sveinsprófi í blikksmíði frá Borgarholtsskóla og býr yfir fjölbreyttri starfsreynslu í byggingariðnaði. Hann hefur starfað bæði við smíðar og blikksmíði meðal annars hjá SÓ húsbyggingum, Límtré-Vírnet og Stjörnublikki. Þar öðlaðist Sigursteinn dýrmæta reynslu af framkvæmdum, efnisvinnu og verklegri útfærslu bygginga. Samhliða námi hefur hann einnig sinnt verktöku í smíðum. Hjá VERKVIST mun Sigursteinn koma að verkefnum tengdum byggingartæknifræði, hönnun, framkvæmdum og tæknilegri greiningu, þar sem hann nýtir bæði verklega og fræðilega þekkingu sína. Starfsreynsla 2025- VERKVIST Innivist & byggingatækni 2021-2025 Verktaki Smíði og blikksmíði 2019-2021 Stjörnublikk Blikksmiður 2017-2019 Límtré Vírnet Blikksmiður 2016 & 2021 Elkem Sumarstarf við að tappa af ofnum SÓ húsbyggingar Smiður 2015-2016 Menntun 2021-2023 Háskólagrunnur Háskólinn Reykjavík 2018-2021 Blikksmiður Borgarholtsskóli 2023-2026 Nám í Byggingartæknifræði Háskólinn Reykjavík
- EPD blöð | VERKVIST
Umhverfisyfirlýsing er íslenska þýðingin á „Environmental Product Declaration“, EPD. EPD blöð eru stöðluð og staðfest af utanaðkomandi þriðja aðila, EPD blöð gefa upp umhverfisáhrif vöru yfir allan lífsferil hennar og eru í raun samantekt á niðurstöðum lífsferilsgreiningar á vöru. EPD blöð Hvað er EPD? Umhverfisyfirlýsing er íslenska þýðingin á „Environmental Product Declaration“, EPD. EPD blöð eru stöðluð og staðfest af utanaðkomandi þriðja aðila, EPD blöð gefa upp umhverfisáhrif vöru yfir allan lífsferil hennar og eru í raun samantekt á niðurstöðum lífsferilsgreiningar á vöru. Lífsferilsgreining (LCA) er aðferðafræði sem að notuð er við gerð EPD blaða og fylgir stöðlum eins og ISO 14040, 14044 og EN15804 fyrir LCA almennt og fyrir byggingavörur. Eftirspurn eftir EPD blöðum fer ört vaxandi í byggingargeiranum, bæði vegna aukinnar vitundarvakningar um umhverfismál og breytinga á byggingarreglugerð. EPD sérfræðingar sjá um ferlið Sérfræðingar okkar hjá Verkvist hafa aðstoðað fyrirtæki við að einfalda ferlið við gerð á EPD blöðum. Gerð EPD blaða krefst yfirleitt sértækrar þekkingar og reynslu af LCA greiningum, þar sem ferlið er flókið og krefjandi. Ferlið felst í því að rata um landslag hýsingaraðila (program operators) og mismunandi reglur um vöruflokka (PCR – product category rules). Við bjóðum bæði sérfræðiþekkingu í LCA og reynslu af gerð EPD blaða fyrir fjölbreyttar vörur á íslenskum markaði. Hvort sem þú ætlar að gefa út þitt fyrsta EPD blað eða bæta við fleiri, þá getum við séð um allt ferlið fyrir þig. Bættu ferla, minnkaðu áhrif Með aðstoð LCA getum við lagt til breytingar á ferlum sem gætu haft jákvæð áhrif á umhverfið og rekstrarhagkvæmni. Kortlagning á helstu umhverfisáhrifum (hot spot analysis) er lykillinn að því að greina hvar er hægt að ná ávinning með minnkuðum umhverfisáhrifum. Auk þess að sjá um allt EPD ferlið frá upphafi til enda, geta sérfræðingar okkar veitt innsýn í umhverfisáhrif vöru eða efnis yfir allan líftíma þess, frá vinnslu hráefna til förgunar. Alma D. Ívarsdóttir Framkvæmdastjóri Umhverfi & sjálfbærni +354 660 2164 alma@verkvist.is Helga María Adolfsd. Fagleiðtogi Umhverfi & sjálfbærni +354 692 4815 helgamaria@verkvist.is Vincent E. Merida Umhverfi & sjálfbærni +354 854 8661 vincent@verkvist.is
- Hlynur Júlíusson | VERKVIST
Hlynur Júlíusson er menntaður húsasmiðameistari frá Tækniskólanum. Hans megin áherslur hjá VERKVIST eru á heilnæma innivist, byggingatækni, byggingaeðlisfræði, ástandsskoðanir, loftgæði og margt fleira. Hann hefur yfirumsjón með heimilisskoðunum og mælitækjum s.s. loftgæðamælum og rakamælum. Hlynur Júlíusson Fagleiðtogi Endurbætur & úttektir Sérfræðikunnátta/menntun: Húsasmíðameistari Innivist Byggingareðlisfræði Byggingatækni Byggingastjórn Verkefnastjórn Viðhald og endurbætur +354 790 9101 hlynur@verkvist.is Um Hlyn Hlynur Júlíusson er menntaður húsasmiðameistari frá Tækniskólanum. Hann hefur yfir 9 ára reynslu í húsasmíði, úttektum og ráðgjöf við endurbætur, viðhaldsaðgerðir og rakaskemmdir. Hann hefur um margra ára skeið unnið að fjölmörgum verkefnum tengdum innivist, ástandsskoðunum, gallagreiningum, tillögum að endurbótum og viðhaldi bygginga fyrir sveitarfélög, fyrirtæki, opinbera aðila og einkaaðila. Megin áherslur Hlyns hjá VERKVIST eru á heilnæma innivist, byggingatækni, byggingaeðlisfræði, ástandsskoðanir, loftgæði og margt fleira. Hann hefur yfirumsjón með heimilisskoðunum og mælitækjum s.s. loftgæðamælum og rakamælum. Hlynur hefur komið að fjölmörgum verkefnum tengdum innivist s.s. ástandsskoðunum fyrirtækja og heimila, eftirfylgni með framkvæmdum og verkefnastjórnun í endurbótum og viðgerðum skólum og stofnunum, loftþéttleikaprófanir, slagveðursprófanir, rakaöryggi, framkvæmdareftirliti o.fl. Hlynur hefur hafið nám við Háskólann í Reykjavík í byggingariðnfræði samhliða starfi hjá VERKVIST. Reynsla & verkefni 2024- 2023-2024 VERKVIST: Innivist & byggingatækni Vörustjórn mælitækja og heimilisskoðanna Efla verkfræðistofa: Sérfræðingur á sviði byggingatækni og innivistar 2017-2023 Húsasmiður, sérhæfing í rakaskemmdum og myglu Rakaöryggi bygginga Ástandsmat, úttektir og gallagreiningar Innivist og loftgæði Verkefnastjórnun Umsjón og framkvæmdareftirlit Ráðgjöf 2015-2017 Húsasmiður, ýmis fyrirtæki Námskeið & endurmenntun Hlynur hefur í gegnum tíðina tekið fjölmörg námskeið til endurmenntunar er varða byggingatækni, byggingaeðlisfræði, raka, myglu, loftun byggingahluta o.fl. Þau helstu má nefna: Loftþéttleikamælingar húsa (IÐAN 2024) Rakaöryggi bygginga, (Iðan 2023) Krosslímdar timbureiningar, (Iðan 2023) Ábyrgð byggingastjóra, (Iðan 2023) Útþornun steyptra gólfa, (Iðan 2021) Álgluggar, (Iðan 2021) Gallar í byggingum, (Iðan 2020) Sólpallar og skjólgirðingar, (Iðan 2019) Raki og mygla í húsum, (Iðan 2019) Frágangur raka-, vind- og vatnsvarnarlaga með efnum frá SIGA, (Iðan 2019) Raki og mygla í húsum, (Iðan 2019) Tilboðsgerð verktaka, (Iðan 2019) Loftun byggingarhluta, (Iðan 2019) Proclima gluggaþéttingar, raka- vind- og vatnsvarnarlög, (Iðan 2019) Asbest, (Vinnueftirlitið, 2019) Raki og mygla í húsum, (Iðan 2019) Raunkostnaður útseldrar þjónustu, (Iðan 2017)
- Orkuútreikningar | VERKVIST
VERKVIST leggur áherslu á ráðgjöf þar sem hönnun bygginga og samspil tæknikerfa er metin strax á fyrstu stigum. Þannig er hægt að tryggja hagkvæma byggingu með minna kolefnisfótspor en um leið bestu innivistina. Orkuútreikningar Orkunýting Mikilvægt er að huga vel að orkunýtingu bygginga strax á hönnunarstigi, hvort sem er í nýbyggingum eða við endurbætur eldri bygginga. Þannig er hægt að hámarka orkusparnað á hagkvæman máta. VERKVIST leggur áherslu á ráðgjöf þar sem hönnun bygginga og samspil tæknikerfa er metin strax á fyrstu stigum. Þannig er hægt að tryggja hagkvæma byggingu með minna kolefnisfótspor en um leið bestu innivistina. Hjá VERKVIST leggjum við mikla áherslu á að mannvirki séu hönnuð bæði sjálfbær og orkunýtin. Orkuútreikningar Við orkuútreikninga nýtum við öflug hermiforrit til orkuútreikninga og greiningar á innivist, dagsbirtu og varmavist. Með hermun framkvæmum við greiningu með dýnamískum líkönum sem taka mið af raunverulegum aðstæðum yfir heilt ár. Þannig getum við metið orkunotkun og hitajafnvægi bygginga og lagt mat á frammistöðu byggingarhjúps, loftræsikerfa og annarra tæknikerfa. Þessi greining gefur tækifæri til að velja t.d. gler, einangrun og tæknibúnað sem tryggir betri orkunýtingu, innivist og þægindi. Hermun & ráðgjöf Með greiningum getum við hjá VERKVIST: 1. Tryggt skilvirka útfærslu byggingarhjúps og tæknikerfa. Gert ítarlega orku- , dagsbirtu, varma- og innivistargreiningu á hönnunarstigi. Stutt við vottunarferli samkvæmt alþjóðlegum. umhverfisstöðlum (BREEAM, Svansvottun, Passivhús o.fl.), Lagt mat á kolefnisspor mismunandi orkugjafa og valið vistvænustu lausnirnar. 2. Ráðlagt við val á glerjum vegna sólarálags, dagsbirtu og varmavistar innandyra. Ráðlagt við val á einangrun. Ráðlagt við stærð á gluggum eða staðsetningu til að skapa góða varmavist og tryggja dagsbirtu. Alma D. Ívarsdóttir Framkvæmdastjóri Umhverfi & sjálfbærni +354 660 2164 alma@verkvist.is Einar Örn Þorvaldsson Umhverfi & sjálfbærni +354 899 0282 einar@verkvist.is Klara Sif Sverrisdóttir Umhverfi & sjálfbærni +354 615 4885 klara@verkvist.is
- Hulda Einarsdóttir | VERKVIST
Hulda Einarsdóttir er útskrifuð með B.A í Arkitektúr og M.S í Umhverfis- og auðlindafræði. Hennar megin áherslur hjá VERKVIST eru á umhverfi, sjálfbærni og kolefnissporsgreiningar. Hulda Einarsdóttir Fagleiðtogi Umhverfisvottun Umhverfi & sjálfbærni Sérfræðikunnátta/menntun: Arkitektúr, Umhverfis- & auðlindafræði M.Sc. Umhverfi Sjálfbærni Vistvottanir BREEAM, Svanurinn Kolefnissporsgreiningar +354 773 8605 hulda@verkvist.is Um Huldu Hulda Einarsdóttir er útskrifuð með B.A í Arkitektúr og M.S í Umhverfis- og auðlindafræði. Hulda er mikill umhverfissinni og stundar einnig doktorsnám þar sem hún vinnur m.a. að verkefninu „Carbon Sink Cities“. Hulda hefur brennandi áhuga á lausnum til að draga úr losun frà byggðu umhverfi. Samhliða doktorsnáminu sinnti Hulda rannsóknarstarfi fyrir frjálsu félagasamtökin ,,Grænni byggð“ á losunarlausum verkstöðum sem snýr að því að draga úr kolefnislosun og annarri beinni losun á byggingarsvæðum. Á árunum 2018-2022 starfaði Hulda sem sérfæðingur sem stýrir verkefnum á Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og síðar við verkefni Borgarlínunnar en í þeim störfum fólst m.a. yfirferð og úrvinnsla leyfisumsókna um skipulagsbreytingar og deiliskipulagsgerð borgarlínunnar. Hennar megin áherslur hjá VERKVIST eru á umhverfi, sjálfbærni og kolefnissporsgreiningar. Reynsla & rannsóknarverkefni 2024- 2022-2023 VERKVIST: Umhverfi & sjálfbærni Grænni byggð: - losunarlausir verkstaðir - rannsakandi 2018-2022 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar: - deiliskipulag borgarlínunnar - sérfræðingur sem stýrir verkefnum BREEAM og BREAM in use 1,5 degree Compatible Living in the Nordic Conditions. Perceptions of the built environment as disabling or enabling of low carbon lifestyles in the Nordic Context. Grein í Infrastructure and Sustainability: Carbon storage in the built environment : a review. Nánar um rannsóknarverkefni Huldu Doktorsverkefnið hennar ber heitið ,,Carbon Sink Cities“ og snýr að því að leita leiða til þess að minnka losun frá hinu byggða umhverfi ásamt því að draga í sig og geyma kolefni (e. Carbon Sink and Storage). Rannsóknarverkefnið er unnið undir handleiðslu Dr. Jukka Heinonen og snýr að því að rannsaka hvaða þættir í hinu byggða umhverfi hafa með beinum eða óbeinum hætti áhrif á umhverfislega hegðun (e. Pro-climate behaviour) fólks á norðurlöndum. Í desember 2023 birtist vísindagreinin ,,Carbon Storage in the Built Environment: a review“. í tímaritinu Infrastructure and sustainability sem hún skrifaði með samstarfsfélögum sínum. Í greininni er fjallað um hvernig hægt er að geyma kolefni í byggðu umhverfi.
- Heiðdís Tinna Guðmundsdóttir | VERKVIST
Heiðdís Tinna Guðmundsdóttir er útskrifuð með B.S í Byggingartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hennar megin áherslur hjá VERKVIST eru á endurbætur og viðhald, innivist og orkunotkun. Heiðdís Tinna Guðmundsdóttir Innivist & byggingatækni Sérfræðikunnátta/menntun: Byggingatæknifræðingur Innivist Byggingatækni Endurbætur & viðhald +354 8489700 heiddis@verkvist.is Um Heiðdísi Heiðdís Tinna Guðmundsdóttir er byggingartæknifræðingur með B.Sc. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Heiðdís hefur fjölbreytta starfsreynslu og hefur meðal annars komið að úttektarvinnu, móttöku- og þjónustustörfum. Sú reynsla hefur mótað hana sem lausnamiðaðan, skipulagðan og ábyrgðarfullan starfskraft með sterka samskiptahæfni. Hún er vön því að vinna bæði sjálfstætt og í teymi og tekst vel á við krefjandi verkefni. Samhliða námi hefur Heiðdís byggt upp góða tæknilega færni og hefur reynslu af helstu hugbúnaðarlausnum á sviði byggingartækni, þar á meðal Revit, AutoCAD, Civil 3D, SAP2000 og Matlab. Hún leggur áherslu á vönduð vinnubrögð, greiningu og heildstæða nálgun á byggingar og mannvirki. Hjá VERKVIST starfar Heiðdís að verkefnum tengdum byggingartæknifræði, viðhaldi og endurbótum mannvirkja, innivist, orkunýtingu og tæknilegri greiningu. Sérstakir styrkleikar hennar liggja í nákvæmni, faglegri hugsun og áhuga á heilnæmum og sjálfbærum byggingum. Reynsla & verkefni 2024- 2024-2024 VERKVIST: Innivist & byggingatækni Efla starfsmaður í móttöku 2023 2018-2019 Sólhús Úttektarvinna & bókhald 2023-2024 Eir Starfsmaður í aðhlynningu 2020-2022 Ikea Þjónustustarf 2021-2022 Salaskóli Stuðningsfulltrúi Innivist Byggingatækni Endurbætur og viðhald Loftgæðamælingar Sýnataka Raki & mygla Ástandsskoðanir Um lokaverkefni Heiðdísar Lokaverkefni Heiðdísar í HR fjallaði um forsendur endurbóta og viðhalds mannvirkja með tilliti til innivistar og orkunotkunar á Íslandi og var unnið sem hluti af alþjóðlega rannsóknarverkefninu RIAQ (Retrofit Indoor Air Quality), styrktu af Interreg Northern Periphery and Arctic (NPA) áætluninni. Lokaverkefnið bar heitið „Forsendur endurbóta og viðhalds mannvirkja sem snerta innivist og orkunotkun á Íslandi “ Þar lagði Heiðdís áherslu á samspil orkunýtni, innivistar og inniloftgæða við endurbætur bygginga í köldu loftslagi. Verkefnið leggur mikilvægt framlag til þekkingar á viðhaldi og endurbótum mannvirkja og nýtist beint í faglegu starfi á sviði byggingartækni, innivistar og sjálfbærni. Leiðbeinandi hennar í verkefninu var Sylga Dögg Sigurjónsdóttir
- Pottery Workshop | VERKVIST
Pottery Workshop Price $200 Duration 2 Weeks Enroll < Back About the Course This is placeholder text. To change this content, double-click on the element and click Change Content. Want to view and manage all your collections? Click on the Content Manager button in the Add panel on the left. Here, you can make changes to your content, add new fields, create dynamic pages and more. Your collection is already set up for you with fields and content. Add your own content or import it from a CSV file. Add fields for any type of content you want to display, such as rich text, images, and videos. Be sure to click Sync after making changes in a collection, so visitors can see your newest content on your live site. Your Instructor Brian Chung This is placeholder text. To change this content, double-click on the element and click Change Content. To manage all your collections, click on the Content Manager button in the Add panel on the left.
- Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir | VERKVIST
Sylgja Dögg er líffræðingur með gráðu í lýðheilsuvísindum og hefur starfað í byggingariðnaði frá árinu 2006 þar sem hún hefur aflað sér fjölbreyttrar reynslu og þekkingar við sérfræðiráðgjöf, kennslu, mælingar og rannsóknir á byggingum vegna rakavandamála, rakaflæðis, innivistar, efnisvals, heilnæmis, vistvottana og loftgæða um árabil. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Eigandi / framkvæmdastjóri/sviðsstjóri Innivist & lýðheilsa Líffræði B.sc., Lýðheilsa Mdpl Líffræði og landfræði Lýðheilsa og forvarnir Byggt umhverfi Innivist og loftgæði +354 665 6244 sylgja@verkvist.is Um Sylgju Sylgja Dögg er einn af stofnendum og eigendum VERKVISTAR en hún er með B.Sc. í líffræði með landfræði sem aukafag. Hún hefur einnig lokið viðbótardiplómu og lýkur brátt meistaragráðu í lýðheilsuvísindum MPH (Public/Global health) frá læknadeild HÍ . Sylgja Dögg hefur starfað í byggingariðnaði frá árinu 2006 þar sem hún hefur aflað sér fjölbreyttrar reynslu og þekkingar við sérfræðiráðgjöf, kennslu, mælingar og rannsóknir á byggingum vegna rakavandamála, rakaflæðis, innivistar, efnisvals, heilnæmis, vistvottana og loftgæða um árabil. Sylgja Dögg er stofnandi frumkvöðlafyrirtækisins „Hús og heilsa” sem stofnað var árið 2006 og var forsprakki húsaskoðanna á Íslandi með rakaöryggi og úttektir að leiðarljósi. Hún starfaði sem fagstjóri hjá EFLU verkfræðistofu á sviði bygginga frá árinu 2015-2023. Helstu verkefni hennar síðastliðin ár hafa verið við: verkefnastjórnun, þróun nýrrar þjónustu í byggingareðlisfræði, uppbyggingu innivistardeildar, uppsetningu rannsóknarstofu vegna myglugreininga, stuðningur við þróun, verkefnum í innivist, viðhaldsaðgerðum og úttektum. Sylgja hefur einnig komið að skipulagningu fjölda viðburða og ráðstefna tengdum málefninu. Hún hefur verið virkur fyrirlesari, unnið að framsetningu gagna, áhættumati, gæðastjórnun, gerð verkferla og kennslu víðs vegar fyrir fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög, einstaklinga og umhverfisveika. Megin áherslur Sylgju Daggar hjá VERKVIST eru á alla þætti sem tengjast heilnæmri innivist, rannsóknum, vísindum, fræðslu, fyrirlestrum, ráðgjöf, loftgæðum og fleira. Sylgja stýrir sviði Innivistar & lýðheilsu ásamt því að vera einn af tveimur framkvæmdastjórum VERKVISTAR. Reynsla & verkefni 2024- 2015-2023 VERKVIST Framkvæmdastjóri/eigandi EFLA fagstjóri Húss og heilsu, sérfræðingur innivist, Byggingasvið 2006-2015 Hús og heilsa, framkvæmdastjóri og eigandi 2018-2020 Rb: Rannsóknarstofnun byggingariðnaðar, Verkefnastjóri, rannsóknir á myglusækni byggingarefna Dæmi um ráðgjöf og þjónustu Innivistarráðgjafi Rakaástand og mygluskoðun Fræðsla og kynningar Byggingartækni og -eðlisfræði Loftgæði Lýðheilsa og forvarnir Verkefnastjórn Einstaklingsráðgjöf vegna innivistar Viðburðastjórnun og ráðstefnur Ráðgjöf við fasteignakaup Rannsóknarverkefni, námskeið & ráðstefnur NORDFORSK - fjarvinna í breyttu vinnuumhverfi, umhverfisáhrif og innivist. ASKUR - Loftgæði í skólabyggingum, Leiðarvísir um úttektir á rakaástandi bygginga. Rannsókn á vegum NMÍ Rb. Verkefnastjórnun Heilsueflandi vinnustaður, EFLA Verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ (við upphaf verkefnisins) 2009-2023 2011-2017 2012-2018 2012-2013 2021 2020 2020 2020 2019 2018 2018 2018 2018 2018 2018 2018 2017 2017 2017 2017 2017 2016 2016 2015 Indoor air ISIAQ (2009, 2011, 2015, 2018, 2019, 2022) Healthy buildings ISIAQ (2010, 2012, 2014, 2016, 2017, 2020, 2021, 2022, 2023) Ráðstefnur sem tengjast innivist á Íslandi (2012, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019) Bioaerosoles (2012, 2013) CE merking - byggingarvörur Svansvottaðar byggingar Microsoft Teams, IÐAN Áhættumat í byggingariðnaði COVID, IÐAN Ajour í byggingariðnaði, IÐAN Design of moisture safe buildings, EHÍ Leiðtogaþjálfun, Opni háskólinn í Reykjavík Sex lyklar að velgengni, Hita og rakaástand í byggingarhlutum EHÍ Málþing NMÍ um vatnsskaða Málþing NMÍ um íslenska útvegginn Vistbyggðaráð: Umhverfisvænar byggingar Hita og rakaástand byggingarhluta, EHÍ Byggingargátt MVS, IÐAN Málþing Íslenska byggingavettvangsins Loftun byggingahluta, IÐAN Frágangur votrýma, IÐAN Rakaflæði í byggingum, WUFI SINTEF/ NTNU Frágangur rakavarnarlaga, SIGA, IÐAN Þök, rakaástand og mygla. IÐAN Félagsstörf og fagráð Vísindaráð mannvirkjarannsókna, HMS 2024 Fagráð Embættis Landlæknis um rakaskemmdir 2019 – Betri byggingar fagráð, NMI Rb .,Stjórnarmaður frá 2021, 2014- Rauði kross Íslands, viðbragðsteymi 2014-2017 (sjálfboðavinna) Félag lýðheilsufræðinga, stjórnarmaður frá 2018+ IceAQ samtök um loftgæði á Íslandi, formaður frá árinu 2012+ ISIAQ alþjóðasamtök um innivist aðili frá árinu 2009+ Heilsuvin í Mosfellsbæ, klasi, stjórnarformaður, 2011-2014 Heilsuvin í Mosfellsbæ, klasi, stjórnarmeðlimur, 2014+ Heilsueflandi samfélag Mosfellsbæ, verkefnastjórnun 2012+ Iðunn nemendafélag í lýðheilsuvísindum, formaður 2010-2014 Vatnsvarnarbandalagið MVS, 2013 Dómkvaddur matsmaður frá 2012+ Matsmannafélag Íslands frá 2012+ Kennsla og fyrirlestrar Háskólinn í Reykjavík Byggingartæknifræði leiðbeinandi nemanda í lokaverkefni BSc., 2019 og 2024 Háskólinn í Reykjavík Stundakennari byggingarfræði og byggingareðlisfræði 2012-2024 Háskóli Íslands Stundakennari í örverufræði II fyrir meistaranám 2017-2022 IÐAN fræðslusetur, Raki og mygla I, II og III. Hef haldið 36 námskeið á árunum 2011-2022 Tækniskólinn, gestafyrirlesari Endurmenntun Háskóla Íslands Raki og mygla í byggingum, Rakaöryggi 2014, 2015, 2021, 2022 Endurmenntun Háskóla Íslands Innivist og heilsa 2014 , 2015 Læknadagar 2012 Faglegur fyrirlestur Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ársfundur 2019 Byggingar og heilsa Nýsköpunarmiðstöð íslands Allir vinna 2009- 2010 Bandalag háskólamanna BHM Myglusveppur; ógn við heilsu starfsfóks ráðstefna 2017 Lýðheilsa og skipulag Ráðstefna 2017 Vistbyggðaráð Innivist og loftgæði 2019 Innivist og heilsa Ráðstefna Grand hótel 2019
- Jón Pálsson | VERKVIST
Jón Pálsson er iðnaðar- og rekstrarverkfræðingur með Msc gráðu fra Álaborgarháskóla. Árið 2021 lauk hann viðbótarnámi Executive Blue MBA frá Copenhagen Business school. Auk þess hefur hann víðtæka reynslu af atvinnurekstri, stjórnun, nýsköpun og framkvæmdum, bæði í eigin fyrirtækjum og annarra. Þar á meðal verkfræðistofu og fyrirtæki í byggingariðnaði. Verkfræðingur Jón Pálsson Sviðsstjóri Verkefnastjórnun Rekstrarverkfræðingur / MBA Verkefnastjórn Byggingastjórn Verklegar framkvæmdir Hönnunarstjórnun Rekstur Þróun og nýsköpun Gæðamál +354 664 2802 jonp@verkvist.is Um Jón Jón er véla- og rekstrarverkfræðingur með M. Sc gráðu fra Álaborgarháskóla og lauk árið 2021 Executive Blue MBA frá Copenhagen Business school. Hann býr yfir víðtækri reynslu af atvinnurekstri, verkefnastjórnun, nýsköpun og framkvæmdum bæði sem stofnandi og stjórnandi í eigin fyrirtækjum og á verkfræðistofum og í byggingariðnaði . Hann hefur réttindi sem byggingarstjóri frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og hefur komið að framkvæmdum, verkefnastjórn og eftirliti í byggingariðnaði. Hann er einn af stofnendum og eigendum Saltverks sem framleiðir sjávarsalt með notkun jarðhita á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og hefur setið þar í stjórn og gegnt verkefnastjórn síðustu ár. Jón hefur áhuga á því að taka þátt í þróun, nýsköpun og verkefnum þar sem hann hefur tækifæri til að láta gott af sér leiða til samfélagsins. Hjá VERKVIST leiðir Jón uppbyggingu verkefnastjórnunar og um leið opnast ný tækifæri sem eru í takti við stefnu og gildi VERKVISTAR. Starfsreynsla 2025- VERKVIST Sviðsstjóri verkefnastjórnun 2012- Saltverk Tæknistjóri og meðeigandi 2006-2012 Ans ehf. byggingaverktaki Meðstofnandi og framkvæmdastjóri 2004-2006 Verkfræðistofan Höfn Meðeigandi og framkvæmdastjóri 2001-2004 Tetra Ísland neyðarfjarskipti Framkvæmdastjóri Højgaard & Schultz Iceland, framkvæmdastjóri Ármannsfell hf, framkvæmdastjóri Samskip hf, þróunarstjóri VSÓ Rekstrarráðgjöf, framkvæmdastjóri Atvinnuráðgjöf Vesturlands, forstöðumaður 2000-2001 1998-2000 1993-1998 1992-1993 1989-1992 Menntun 1984-1989 MSc. Véla- og rekstrarverkfræði Aalborg University 2019-2021 Executive Blue MBA Copenhagen Business school Fagleg reynsla, endurmenntun & kennsla 2019 Stundakennsla í Háskólanum á Bifröst - Þjónandi forysta í meistaranámi í forystu og stjórnun 1991-1992 Stundakennsla í Þjóðhagfræði að Bændaháskólanum á Hvanneyri 1990-1992 Stundakennsla í kostnaðarbókhaldi við Viðskiptaháskólann á Bifröst 2012-2025 2006-2012 1998-2001 1993-1998 Hönnun, hönnunarstjórn, bygginrgastjórn og verkumsjón: Öll tæknileg uppbygging á framleiðslu Saltverks á Reykjanesi. Skrifstofu- og lagerhúsnæði Saltverks í Vesturvör Kópavogi. Reykjalundur: Endurhönnun og framkvæmdir við hluta verksmiðjuhúsa sem aðstaða fyrir iðjuþjálfun. Bifröst: Hönnun, framkvæmdir og fjármögnun Sjónarhols, 50 íbúða nemendagarða. Miðbæjarhótel: Endurbygging Morgunblaðshúss og TM húss að Aðalstræti 6-8 – breyting í hótel fyrir Kaup, endurhönnun og bygging Ingólfsstrætis 1, áður 3 hæða húss Fiskifélags íslands, breytt í 8 hæða hótel Arnarhvoll CCP ofl: Endurbygging Grandagarðs 6-8, áður hús Bæjarútgerðar Reykjavíkur, breytt í Sjóminjasafn og skrifstofur CCP ofl. Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Uppsteypa Schengen byggingar Flugleiðir: Hönnun og bygging Fragtmiðstöðvar, Keflavíkurflugvelli, alútboð Hafnarfjarðarbær: Fimleikafélagið Björk, fimleikahús, alútboð, einkaframkvæmd, sigurtillaga, unnin af Højgaard & Schultz Iceland. Byggt af ÍSTAKI Álftanes: Þróun og uppbygging 50 íbúða hverfis, kaup lands, ski pulag, gatnagerð og byggingar Álfanesskóli: Alútboð, hönnun og framkvæmdir Austurstræti 8-10: Kaup á lóð, hönnun og uppbygging á skrifstofubyggingum Alþingis og veitingastað á jarðhæð Stórhöfði 21-31: Skrifstofubyggingar, Eirberg, fagfélögin ofl. Þróun, hönnunarstjórnun, fjármögnun, bygging og sala. Fjöldi íbúðabygginga í fjölbýli og raðhúsum Samskip: Þróun á hafnarsvæði Samskipa í Sundahöfn, bygging Ísheima, frystigeymslu í alútboði (verkkaupi og verkefnisstjóri) Skipulag og þróun á flutningakerfum Samskipa á landi og sjó innanlands og alþjóðlega Gæðastjórnun Samskipa
- Heimili | VERKVIST | Rakaskemmdir, mygla, sýnataka
Heimilsskoðun vegna rakaskemmda og myglu. Sýnataka og úttekt á rakaástandi. Ráðgjöf og eftirfylni. Áratuga reynsla og frumkvöðlar í rannsóknum á raka og myglu. Heimili Verðskrá Þjónusta heimili Heimilisskoðun Rakaskimun og úttekt á rakaástandi. Sýnataka með DNA ryksýnum eða úr byggingarefnum. BÓKAÐU SKOÐUN Viðtal Ráðgjöf vegna rakaskemmda, hreinsunar eða mótvægisaðgerða í gegnum síma eða fjarfundarbúnað . BÓKAÐU VIÐTAL Ráðgjöf Ráðgjöf vegna innivistar, endurbóta, fasteignakaupa, efnisvals eða endurheimtunar heilsu. BÓKAÐU RÁÐGJÖF Heimilisskoðun Úttekt á rakaástandi á heimili fer þannig fram að rakaskimað er meðfram útveggjum, undir gluggum, framan við útihurðar, í votrýmum og á áhættusvæðum. Ef koma fram frávik í raka þarf að skoða þau svæði nánar, finna orsök og meta afleiðingar. Í framhaldi er gefin almenn eða sértæk ráðgjöf varðandi næstu skref og úrbætur. Viðtal Hægt er að panta viðtalstíma hjá sérfræðingum okkar varðandi rakavandamál, mótvægisaðgerðir, úrbætur og næstu skref í átt að betri heilsu. Einnig er hægt að fara notkun efna á heimilinu og við efnisval við endurbætur eða önnur atriði er varða fasteignakaup. Hjúkrunarfræðingur, líffræðingur eða lýðheilsufræðingur veitir ráðgjöf. Sýnataka Sýni geta verið af nokkrum gerðum. Efnissýni eru tekin úr byggingarefnum eins og gólfefnum, undirlagi, ílögn, flotefnum, múr, steypu eða timbri. Þá er tekinn kjarni eða flís úr byggingarefni sem er send á rannsóknarstofu til skoðunar undir smásjá. Þá má greina hvort mygla og undirliggjandi þræðir séu í sýni en það gefur til kynna að mygla vaxi í byggingarefninu. Sýni af yfirborði með límbandi, ætiskál eða strokpinna gefa vísbendingar um gró sem eru loftborin, en ekki endilega hvar mygluvöxtur er staðsettur. Sýni úr byggingarefnum eru ekki tekin nema hægt sé að lágmarka rask. DNA sýnataka Hægt er að taka stroksýni af uppsöfnuðu ryki en þau sýni eru send til Danmerkur í qPCR greiningu. Slík sýni eru oftast kölluð DNA sýni og geta gefið vísbendingar um hvort rakasvæði eða mygla séu falin í byggingarhlutum. Þessi sýni eru því tekin til að fá fram betri mynd af ástandi en gefa ekki endilega rétta niðurstöðu né staðsetningu vandamála nema þá mögulega í samhengi við upplýsingar sem koma fram við rakaskimun og skoðun. Loftgæðamælingar Loftgæðamælingar eru framkvæmdar þannig að síriti af tegundinni ATMO er skilinn eftir í 1-2 vikur til þess að kanna þá þætti sem hann nemur og skynjar (h iti, loftraki, svifryk (PM1, PM2,5, PM10), TVOC, formaldehýð, NOX, hávaði og lýsing). Niðurstöðurnar geta gefið vísbendingar um það sem betur má fara eða þarf að rannsaka betur. Fasteignakaup/sala Það er vandasamt að kaupa fasteign. Starfsfólk VERKVISTAR hefur reynslu og þekkingu á þeim göllum sem geta leynst í húsnæði með tilliti til eldri leka og rakaskemmda. Hægt er að panta viðtal fyrir fasteignakaup og fá ráðgjöf varðandi fasteignakaup út frá áhættuþáttum sem tengjast raka. Einnig er hægt að fá ráðgjöf varðandi mögulegar viðhaldsaðgerðir framundan. Viðhald og endurbætur Gott er að láta framkvæma rakaskimun áður en lagt er í viðhaldsframkvæmdir. Með því fást nauðsynlegar upplýsingar um rakaástand byggingar. Út frá því næst betur að forgangsraða þeim viðgerðum og endurbótum sem ráðast þarf í næstu árin. Húsfélög geta óskað eftir viðhaldsáætlun fyrir byggingu í heild eða óskað eftir því að ákveðin atriði er varða leka eða rakaskemmdir séu tekin fyrir. Kostnaður og eftirlit Eftir úttekt er hægt að óska eftir kostnaðarmati á þeim endurbótum sem lagðar eru til. Einnig er hægt að fá eftirlit með framkvæmdum, verklýsingar og ítarlega ráðgjöf varðandi viðgerðir á rakaskemmdum svæðum, bæði varðandi aðgerðir og hreinsun. Útboðsgögn Ef framundan eru framkvæmdir hjá húsfélagi er hægt að óska eftir útboðsgögnum eða verklýsingum vegna úrbóta og viðhaldsframkvæmda. Verðskrá Innifalið í heimilisskoðun er rakaskimun á áhættusvæðum, meðfram útveggjum, í votrýmum, undir gluggum og framan við hurðir. Rakamælingar fara fram með yfirborðsrakamæli þar sem er kannað hvort að rakaástand byggingarefna gefi til kynna rakaskemmdir eða myglu. Þar sem raki mælist hækkaður með viðmiðunarmælingum er hætta á að örverur eins og mygla og bakteríur hafi náð að vaxa upp í byggingarefnum. Rakaskemmdir og mygla er falin í flestum tilfellum og er áskorun að finna. Rakaskimun þarf að fara fram áður en ákveðið er hvort þör f er á sýnatöku eða hvernig sýni er tekið. Greining á sýnum fer fram á rannsóknarstofu og er ekki innifalið í grunngjaldi. Grunngjald miðast við fyrstu klukkustund á staðnum . Venjuleg heimilisskoðun tekur venjulega 1 klukkustund en eftir fyrsta klukkutímann bætist við tímagjald. VERÐSKRÁ Þjónusta Verð m. vsk . Heimilisskoðun, grunngjald kr. 95.000 Heimilisskoðun með skjali kr 140.000 Tímagjald kr. 26.000 Ráðgjöf/viðtal 1 klst. kr. 30.000 DNA sýni kr. 50.000 Efnissýni kr. 25.000 Akstur höfuðborgarsv. kr. 5.500 Akstur km gjald kr. 170 kr/km Innifalin er notkun eftirfarandi tækja; rakamælir, sýnatökubúnaður, ryksuga og hlífðarbúnaður. Loftgæðamælir, hitamyndavél, agnateljari og röramyndavél er ekki innifalið í verði. Tímagjald miðast við dagvinnutíma en utan dagvinnu, eftir kl 17 bætist við 45% álag á tímagjal d. Tilboð er gert fyrirfram í akstur og ferðir utan höfuðborgarsvæðisins. Önnur ráðgjöf eða þjónusta í tímavinnu: o Ítarleg ráðgjöf o Verklýsingar o Eftirlit með framkv æmdum o Kostnað armat o Útboðsgögn o Eftirfylgni
- BREEAM | VERKVIST
VERKVIST veitir tæknilega ráðgjöf og verkefnastjórn við Breeam vottun við notkun eða rekstur, endurbætur og nýbyggingar. Orkunýting, dagsbirta, endurvinnsla, vatnsnýting, efnisval, innivist, vistkerfi, aðgengi. BREEAM BREEAM BREEAM (Building Research Establishment Environmental Assessment Method) er eitt af fremstu vottunarkerfum heims fyrir sjálfbærni í byggingum og skipulagi. Vottunin tryggir að verkefni uppfylli strangar kröfur um umhverfisáhrif, lífsgæði og orkunýtni. BREEAM metur byggingar með heildrænni nálgun og leggur áherslu á eftirfarandi lykilþætti: Orkunýting: Lágmörkun orkunotkunar og innleiðing endurnýjanlegra orkugjafa. Vatnsnýting: Skilvirk notkun vatnsauðlinda Efnisval: Notkun sjálfbærra og vottaðra byggingarefna. Innivist: Gæði lofts, birtu og hljóðvistar fyrir betri líðan notenda. Vistfræðileg áhrif: Verndun náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika í nánasta umhverfi. Flutningur og aðgengi: Skipulag sem stuðlar að minnkun á kolefnisspori með góðu aðgengi að almenningssamgöngum og vistvænum ferðamáta. Heilsa og vellíðan: Sköpun umhverfis sem styður heilsu og vellíðan fólks. Stjórnun: Skilvirk verkefnastýring og innleiðing sjálfbærra lausna í hönnun og framkvæmd . Hvað er hægt að votta ? BREEAM býður upp á sérhæfða vottun fyrir mismunandi gerðir verkefna, þar sem sérstök viðmið eru notuð fyrir hverja tegund vottunar: Skipulagsáætlanir (BREEAM Communities): Vottun fyrir þróun og sjálfbærni skipulagsáætlana. Nýbyggingar (BREEAM New Construction): Vottun fyrir hönnun og byggingu nýrra mannvirkja. Endurbygging og endurnýjun húsnæðis (BREEAM Refurbishment and Fit Out): Vottun fyrir verkefni sem fela í sér endurnýjun, endurbætur og breytingar á húsnæði. Byggingar í rekstri (BREEAM In-Use): Vottun fyrir rekstur og viðhald bygginga sem eru þegar í notkun. Tegundir bygginga Tegundir bygginga sem hægt er að votta: Íbúðarhúsnæði Skrifstofubyggingar Verslanir Skóla og menntastofnanir Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir Gistihús og hótel Iðnaðarhúsnæði Dvalarstofnanir Almenningsbyggingar Ferli & kröfur Til að verkefni hljóti BREEAM-vottun þarf að ná ákveðnum lágmarkskröfum og fylgja skipulögðu ferli sem tekur mið af sértækum kröfum og þörfum verkefnisins: Upphafsmat: Greining á verkefninu til að ákvarða hvaða BREEAM-vottun á við og hvaða kröfur þarf að uppfylla. Skilgreining á markmiðum: Setja mælanleg markmið fyrir sjálfbærni, svo sem orkunýtingu, vatnsnotkun og efnisval. Hönnunarstýring: Tryggja að sjálfbærni sé tekin með í hönnunarferlið og að allar lausnir uppfylli BREEAM-viðmið. Úttektir og skjalfesting: Söfnun gagna og skjalagerð til að sanna að kröfur séu uppfylltar. Lokamat og vottun: Úttekt á verkefninu af viðurkenndum BREEAM matsaðila (Assessor) hjá Verkvist og útgáfa vottunar. Af hverju að velja BREEAM vottun ? BREEAM vottun býður uppá fjölmarga kosti fyrir þá sem byggja, reka eða fjárfesta í byggingum. Sjálfbærni: Lágmörkun umhverfisáhrifa. Sparnaður: Betri orkunýtni og lægri rekstrarkostnaður. Virðisaukning: Aukið traust og hærra markaðsvirði byggingarinnar. Samfélagsábyrgð: Viðurkenning á samfélagslega ábyrgri nálgun í þróun og rekstri bygginga. Vottað með VERKVIST Við hjá VERKVIST sérhæfum okkur í að styðja fyrirtæki, hönnuði og eigendur fasteigna í gegnum allt ferlið við að ná BREEAM-vottun. Með djúpri þekkingu á kerfinu og víðtækri reynslu tryggjum við að verkefnið uppfylli allar kröfur á skilvirkan og hagkvæman hátt. Hvað getur Verkvist gert fyrir þig? Leiðsögn og ráðgjöf Gerð skilagagna fyrir vottunarferli. Verkumsjón og ábyrgð BREEAM vottunarferlisins. Lokamat og vottun Með okkar viðurkennda BREEAM matsaðila hjá VERKVIST getum við framkvæmt lokaúttekt og veitt verkefninu viðeigandi vottun. Viðurkenndir matsaðilar hafa djúpa þekkingu og hæfni á því sviði sem þeir eru vottaðir fyrir og starfa samkvæmt viðmiðum BRE Global Ltd. Þeir sjá um formlegt matsferli, beita viðeigandi viðmiðum og hafa samskipti við viðskiptavini og hlutaðeigandi aðila til að tryggja vottun verkefnisins. Aðeins viðurkenndir matsaðilar frá BRE Global Ltd geta skráð, framkvæmt og sótt um vottun verkefna. Veldu BREEAM-vottun með Verkvist – tryggjum saman betri byggingar og umhverfi ! Alma D. Ívarsdóttir Framkvæmdastjóri Umhverfi & sjálfbærni +354 660 2164 alma@verkvist.is Hulda Einarsdóttir Fagleiðtogi Umhverfisvottun Umhverfi & sjálfbærni +354 773 8605 hulda@verkvist.is












